Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)


Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf atlithor » Mið 17. Feb 2021 21:28

Ég er að reyna setja upp nýjan modem router frá Huawei fyrir VDSL tengingu símans. Einu upplýsingarnar sem ég er með eru login upplýsingar sem ég þarf að setja inn í hann en mig vantar mikið meira af upplýsingum ss. VCI/VPI, xDSL encapsulation, VLAN upplýsingar varðandi Voice (heimasimi), IMGP (afruglarinn (IPTV)) og bara allt sem mig gæti vantað til að stilla inn nýjan router sem á að vera bara heilalaust modem þar sem ég er að setja upp UniFi net hérna heima og hugmyndin er að láta USG auðkenna mig í gegnum PPPoE en mér er eiginlega sama ef það skiptir ekki máli hvort tækið auðkenni mig.

Ég ætla reyna hafa samband á morgun aftur við Símann á skrifstofu tíma þar sem nýji modem-routerinn kom seint í dag en samkvæmt minni (fyrri) reynslu og netspjalli við þjónustuver Símanns seinnipartinn í dag held ég að þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf Tóti » Mið 17. Feb 2021 22:18

Búinn að skoða þetta https://www.siminn.is/adstod/net




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf arons4 » Mið 17. Feb 2021 23:02

Síðast breytt af arons4 á Mið 17. Feb 2021 23:06, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf atlithor » Mið 17. Feb 2021 23:19

Nei, ég var reyndar ekki búin að fara í gegnum allan þennan lista eða skoða þetta nánar. Takk fyrir þetta og afsakið kjánalega (og neyðarlega) spurningu :happy - Toti

Takk fyrir innleggið frá Mílu - arons4



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf russi » Fim 18. Feb 2021 01:01

Þarft bara að stilla VLAN fyrir VDSL, jú og auðvitað sjá línuna synca, hún ætti að synca áður en VLAN er sett upp.
Langt síðan ég var í þessu en mig minnir að Míla sé að keyra á 17MHz, þannig ef þú tekur aðrar tíðnir út þá ætti módemið hjá þér að vera aðeins sneggri að ná upp synci
Síðast breytt af russi á Fim 18. Feb 2021 01:01, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)

Pósturaf atlithor » Fim 18. Feb 2021 13:59

Er einhver hérna sem að er tilbúin til að aðstoða mig aðeins við einn forlátan (en góðan) Huawei router. Viðmótið á honum er ekki það einfaldasta. Ég er staddur í Garðinum á Suðurnesjum. Ég held ég myndi missa vitið eftir daginn á að reynda "rúta" og "brúa" þessi VLAN saman til að koma IPTV, VoIP og Internet saman.