Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)


Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf atlithor » Fim 11. Feb 2021 00:18

Sæll öll sömul

Mig vantar hjálp með smá umskipti sem mig er búið að langa að gera í langan tíma og það er komin tími að gera eitthvað í málinu, en mig vantar ykkar hjálp. Staðan er sú að ég er búinn að kaupa mér USG + CloudKey og einnig UAP-AC-Pro en þar sem að ljósleiðarinn er ekki kominn í hús hjá mér ennþá og ekki enn kominn á áætlun (Garður/Suðurnes) en ég hef lúmskan grun um að þetta svæði verði á dagskrá seinna á þessu ári.

Ég titlaði póstinn þessum titli vegna þess að mig langar að setja upp netkerfi hérna fyrir heimilið mitt þar sem að ég get stjórnað svolítið hlutunum sjálfur. Hvatinn fyrir þessu er ekki af því að hraðinn er slæmur eða þjónustan léleg, heldur til að stjórna betur hvernig ég vill hafa hlutina og aðskilja síðan seinna venjulega nettraffík og IPTV og einnig þegar ég ætla færa mig meira og meira í snjallheimilis-pælingar.

Auk þess hefur mig alltaf langað að fikta mig meira og meira með IDS/IPS en ég veit það nú þegar að litli USG er ekki nógu öflugur til að fullnýta ljósleiðarann þegar hann kemur en ég verð þá vonandi búin að uppfæra búnaðinn þegar að því kemur.

Ég er að reyna brúa bilið frá ISP router frá Símanum yfir í USG en ég fæ ekki netsamband frá LAN porti á ISP router yfir í WAN á USG. En það er ekki að ganga. Hvernig brúa ég bilið í Síma-router yfir í USG (Bridge) ?

Routerinn sem ég er með er Sagemcom Fast5366.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf mainman » Fim 11. Feb 2021 07:09

Sæll.
Ég bý í vogum vatnsleysu og þar er líka níska á ljósleiðarann.
Ég er með allt Unifi hja mér, USG, tvo 8 porta swissa og þrjá ap.
Ég setti gamla routerinn í bridge mode svo hann verður í raun transparent og set innhringiupplýsingarnar í USG inn og hann hringir inn og skráir sig.
Þannig verður dsl routerinn í rauninni bara heilalaust módem.
Virkar svakalega vel.




Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf atlithor » Fim 11. Feb 2021 08:51

Takk fyrir þetta, þetta er einmitt akkúrat það sem ég er að reyna gera, en er ekki að finna út hvernig ég geri. Held ég hringi í Símann og fái nánari upplýsingar.



Skjámynd

Náttfari
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Sun 03. Jan 2021 18:49
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf Náttfari » Fim 11. Feb 2021 09:15

Atlithor, þarft að láta ISP release-a mac adress á gamla router og taka á móti nýja router, USG.
Svo á ég nýja Dream machine pro handa þer þegar þú vilt fara leika þér.
Síðast breytt af Náttfari á Fim 11. Feb 2021 09:15, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
atlithor
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Sun 16. Nóv 2014 23:42
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf atlithor » Fim 11. Feb 2021 09:39

Eftir samtal við þjónstuver var mér bent á að þetta er gert í gegnum Port Forwarding. Er það rétt?

Getur einhver bent mér þá á hvaða protocol ég á að opna og gefið mér vísbendinu um hvernig þetta er gert.
Ég fann reyndar guide á netinu sem ég held að sé málið en ég er ekki að skilja þetta nógu vel.

https://portforward.com/help/doublerouterportforwarding.htm




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf mainman » Fim 11. Feb 2021 09:55

Það eru meiri líkur á að ég kjósi sjálfstæðisflokkinn heldur en að síminn hafi áhuga á að aðstoða þig.
Þú þarft að stilla dsl gaurinn á Bridge mode.
Tengir netsnúru úr honum yfir í USG.
Býrð þar til tengingu með ppoe, user og pass.
Vistar þetta og þá á hann að tengjast.
Þú þarft ekki að biðja um endurnýjun á mac adressu því það er áfram dsl routerinn sem er að tengjast.
Viðhengi
Screenshot_20210211-095210_Chrome.jpg
Screenshot_20210211-095210_Chrome.jpg (32.34 KiB) Skoðað 1509 sinnum




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf mainman » Fim 11. Feb 2021 10:13

Klikkaði eitthvað á screenshotinu.....
Viðhengi
Screenshot_20210211-101220_Chrome.jpg
Screenshot_20210211-101220_Chrome.jpg (277.93 KiB) Skoðað 1496 sinnum




TankedBee
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 27. Júl 2019 23:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að vera sinn eigin herra (ISP router -> USG)(VDSL)

Pósturaf TankedBee » Fim 11. Feb 2021 10:25

Þar sem við virðumst vera "Nágrannar" þá er í í sömu stöðu en ég leysti það með einum svona
https://www.netgear.co.uk/home/products ... DM200.aspx
Buinn að nota þennan síðustu 5 ár án vandræða.