Access point fær bara 100mb en ekki 1000mb frá router


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Access point fær bara 100mb en ekki 1000mb frá router

Pósturaf Siggihp » Lau 30. Jan 2021 15:29

Ég er með Netgear Nighthawk XR500 router og 2 Asus access punkta, einn innanhúss og einn úti í skúr.
XR500 sýnir hvítt ljós þegar portið er að senda 1000mb en gult ljós þegar portið er að senda 100mb.
Asus Access point úti í skúr fær bara gult ljós og nær max 100mb tengingu, samt er þetta cat5e kapall, myndi slumpa á ca. 25 metrar.
Vitið þið hvað gæti verið að trufla access pointinn úti í skúr hjá mér?




steiniofur
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Access point fær bara 100mb en ekki 1000mb frá router

Pósturaf steiniofur » Lau 30. Jan 2021 15:44

Hvaða týpa er þessi asus access point hjá þér út í skúr?
Ertu með tvo eins og annar er bara að ná 100 en hinn 1000?

Sumir ap eru bara að styðja 100, eins og t.d. þessi hér:
https://www.asus.com/us/Networking/RP-AC51/
sem er bara með port sem styður:
RJ45 for 10/100Mbps BaseT for LAN x 1

Ef þetta er access punktur sem styður gigabit að þá er þetta væntanlega snúran sem gæti verið skemmd. Gætir prufa að switcha á portunum sem access punktarnir eru tengdir í á routernum, til að útiloka eitthvað steikt eins og bilað port. Gæti líka verið áhugavert að sjá hvort aps haldi sömu bandvídd í öðrum portum.




afrika
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Fim 09. Jan 2014 20:08
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Access point fær bara 100mb en ekki 1000mb frá router

Pósturaf afrika » Lau 30. Jan 2021 23:48

Snúran. Mo@&er effinn snúran.




Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Access point fær bara 100mb en ekki 1000mb frá router

Pósturaf Siggihp » Lau 30. Jan 2021 23:55

Klaufinn ég hélt að þetta væru sömu týpurnar.
Skúrinn er með https://www.asus.com/us/Networking/RTAC ... fications/
Sem er með 10 / 100 ports
En inni er ég með https://www.asus.com/us/Networking/RTN56U/
Sem er með 10/100/1000
Gad demmit, en takk Fyrir að benda á mismunandi stuðning á portinu, það sendi mig í rétta átt