Staðan á IPv6 á Íslandi

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Staðan á IPv6 á Íslandi

Pósturaf Revenant » Mið 25. Nóv 2020 17:52

Ég fór að pæla hver staðan á IPv6 væri á Íslandi þá aðallega til heimila.

Eru tæknilegar ástæður fyrir því að IPv6 er ekki virkt til heimila eða er það bara áhugaleysi hjá símafyrirtækjunum?




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á IPv6 á Íslandi

Pósturaf dandri » Mið 25. Nóv 2020 18:01

Eini ISPinn á íslandi sem býður upp á IPV6 yfir 4g atm er Nova allavega og hefur verið so far solid.

Enginn ISP sem býður uppá ipv6 til heimila so far

Annars er þetta útaf það kostar peninga að setja upp dualstack/ipv6 only, búnaður, þjálfa fólk etc.
Hræðsla við breytingar, þeir eiga nóg af iptölum til að geta carriergrade nattað án vandræða
Vonandi förum við að sjá native ipv6 á heimili bráðum er alveg til í að geta hætt að nota tunnels

Hef verið að routa ipv6 núna í 2 ár í gegnum tunnels

https://bgp.he.net/AS209933
Síðast breytt af dandri á Mið 25. Nóv 2020 18:06, breytt samtals 1 sinni.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á IPv6 á Íslandi

Pósturaf Revenant » Fim 26. Nóv 2020 16:04

Sorglegt að enginn ISP-i sé byrjaður að þjónusta IPv6 til heimila.

Ég setti upp IPv6 hjá litlu fyrirtæki og upplifun notenda var að sú að enginn tók eftir því að þetta var í gangi. Það virkaði bara.
Flóknasta spurningin var hvernig átti að sneiða /48 niður í /64 og eftir hvaða aðferð (ákvað að nota aðferðina úr RFC4554).
Ég held að það hafi tekið innan við 10 sek frá því að ég virkjaði DHCPv6/RA á routerinum þangað til að allar tölvurnar voru komnar með IPv6 IP tölur.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á IPv6 á Íslandi

Pósturaf arons4 » Fim 26. Nóv 2020 20:36

dandri skrifaði:Eini ISPinn á íslandi sem býður upp á IPV6 yfir 4g atm er Nova allavega og hefur verið so far solid.

Enginn ISP sem býður uppá ipv6 til heimila so far

Annars er þetta útaf það kostar peninga að setja upp dualstack/ipv6 only, búnaður, þjálfa fólk etc.
Hræðsla við breytingar, þeir eiga nóg af iptölum til að geta carriergrade nattað án vandræða
Vonandi förum við að sjá native ipv6 á heimili bráðum er alveg til í að geta hætt að nota tunnels

Hef verið að routa ipv6 núna í 2 ár í gegnum tunnels

https://bgp.he.net/AS209933

Er ekki bara carrier grade nat á 4G/5G tengingum í dag?



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Staðan á IPv6 á Íslandi

Pósturaf natti » Fös 27. Nóv 2020 00:18

Well, afhverju ætti þjónustuaðili að innleiða IPv6 á tengingum sem eru ekki bakvið CG-NAT?
(Almenna stefnan hjá öllum/flestum er að hvert heimili fær í dag public IP tölu.)

Án þess að fara út í meint tæknileg rök, hvernig sjáið þið fyrir ykkur samtalið við hluthafa þjónustuaðilans?
Afhverju ætti að fara út í aukinn kostnað hvort sem er við búnað, leyfismál, verkefni, þjálfum starfsfólks, endurnýjun viðskiptamanna- eða billing kerfa, ef það þarf hvort eð er að viðhalda IPv4 hliiðstætt með tilheyrandi kostnaði við kaup á IP tölum oþh?

Þetta getur verið skemmtileg heilaleikfimi, hvort sem um er að ræða internet-þjónustuaðila eða bara venjulegt fyrirtæki.
Það er hægt að finna fullt af tæknilegum rökum, eða "it's the right thing to do" rök, en verður aðeins snúnara þegar þú pælir í kostnað/sparnaður/gróði og aðrar ROI-tengda hluti.


Mkay.