JónSvT skrifaði:steinarorri skrifaði:JónSvT skrifaði:Þá er komin ný útgáfa af Vivaldi. Þetta er 3.8. [...] Hér höfum við lagt inn meðal annars möguleika til að fjarlægja Cookie spurningar. Njótið!
Nú verð ég að skipta yfir til ykkar, þoli ekki cookie spurningarnar... Flott framtak
Er þetta satt? Ég er ennþá á 3.6, mér finnst erfitt og stundum brussulegt að fá vivaldi til að uppfæra sig. Tók mig óratíma að laga eitthvað repo signed key dæmi á linux vélinni minni, hún var á 3.0. Ég er á windows og var að reyna að keyra update notifierinn og ekkert gerðist. Hann er á auto start í taskmgr, en hann startar sér ekki.
Á einni vél var ég óvart með útgáfu 1.2 þangað til í fyrra, skildi ekkert í því afhverju svo margar vefsíður virkuðu ekki. Núna er ég að reyna að keyra update notifierinn og hann neitar að fara af stað.
Edit: ég náði að fá update notifierinn upp með því að fara í settings, keybinda "Check for notifications" og nota keybindið. Það vantar takka í settings sem heitir bara "Check for updates".