Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf audiophile » Sun 06. Mar 2016 11:07

Sælir Vaktarar.

Ég er ekkert sérstaklega klár í netmálum og þarf ykkar hjálp.

Þannig er að ég er með ljósleiðara hjá Vodafone og hef verið lengi með Linksys EA4500 routerinn hjá þeim og ætlaði núna að skipta honum út fyrir EA6900 en ég er að lenda í vandræðum með að fá net út. Ég semsagt tengi bara routerinn við sömu snúru og hinn var í, logga mig inn á hann og set upp WIFI og skoða stillingar, en hann fær bara ekki net út á við. Ég kemst alveg inn á gr.is og ef ég tengi aftur gamla routerinn virkar hann fínt þannig að netið hjá mér er alveg í lagi.

Ég hélt að WAN routerar væru bara plug and play við ljósleiðaraboxið? Er eitthvað sem Vodafone þarf að gera á sínum enda? Eini munurinn á stillingum sem ég sé er að Domain Name á gamla er in.is en á nýja stendur bara Restricted access og ég get ekkert breytt því.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf GuðjónR » Sun 06. Mar 2016 11:15

Gætir þurft að slökka á honum, taka úr sambandi og setja í samband aftur.
Hann þarf að skrá sig, þ.e. Mac address á ljósboxið.
Þetta er nánast plug & play.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf einarth » Sun 06. Mar 2016 11:54

Það þarf að skrá hann í kerfið svo hann fái fullt netsamband. Vodafone græja það fyrir þig.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Mar 2016 13:16

http://front01.gagnaveita.is skrá sig þar inn ef þú veist user og pass og skrá inn nýja routerin , ætti að vera nóg að logga þig inn og þá gerist það sjálfkrafa



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf russi » Sun 06. Mar 2016 13:34

kjartanbj skrifaði:http://front01.gagnaveita.is skrá sig þar inn ef þú veist user og pass og skrá inn nýja routerin , ætti að vera nóg að logga þig inn og þá gerist það sjálfkrafa


Rétt, en ef MAc-addressa taflan er full gæturu þurft að eyða út addressu þar til að koma þessu í gang, finnst reyndar ólíklegt að hún sé full hjá þér




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Mar 2016 17:06

Já einmitt efast um að hún sé full, nema hann hafi verið að tengja tölvur beint í ljósleiðara boxið



Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf audiophile » Sun 06. Mar 2016 20:24

einarth skrifaði:Það þarf að skrá hann í kerfið svo hann fái fullt netsamband. Vodafone græja það fyrir þig.


Takk fyrir þetta :)

Hringdi einmitt í Vodafone og las upp MAC addressuna á routernum fyrir þann sem aðstoðaði mig og eftir að hafa endurræst routerinn datt þetta allt í gang. :happy


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf rapport » Lau 07. Nóv 2020 11:00

hvaða slóð er það í dag sem maður getur farið inná og manegað hvað MAC adressur eru virkar fyrir ljósleiðaraboxið ?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf GuðjónR » Lau 07. Nóv 2020 11:03

rapport skrifaði:hvaða slóð er það í dag sem maður getur farið inná og manegað hvað MAC adressur eru virkar fyrir ljósleiðaraboxið ?

Voru þeir ekki löngu hættir að bjóða upp á þann möguleika?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf rapport » Lau 07. Nóv 2020 11:14

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:hvaða slóð er það í dag sem maður getur farið inná og manegað hvað MAC adressur eru virkar fyrir ljósleiðaraboxið ?

Voru þeir ekki löngu hættir að bjóða upp á þann möguleika?


Þarf maður í alvöru að vera bundinn við þjónustu í gegnum síma til að geta skipt um router?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf einarth » Lau 07. Nóv 2020 11:29

Jú sjálf skráningar síðan var dottin út og ekkert komið í staðinn.

Fjarskiptafyrirtækin geta græjað gegnum síma - og ég hef reddað mönnum stundum.

En þetta er á teikniborðinu einhverstaðar að opna fyrir þetta..



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf rapport » Lau 07. Nóv 2020 12:38

Þetta er reyndar kjánalegt dæmi, er með tvo routera, Lynksys ea6900 (AC1200) og TP Link Deco MESH, allt virkaði fínt.

Svo var ákveðið kvenndýr hérna á heimilinu sem pantaði sér stöð 2 hjá Vodafone (við erum hjá Hringiðunni)

Tengdi myndlykilinn frá Voda í VLAN3, er með routerana á 1 og 2...

Nú virkar bara routerinn sem er á porti 1, ekkert annað virkar.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf einarth » Lau 07. Nóv 2020 13:13

Það vantar tv áskrift hjá þér - heyra í vf með það.

Það er ekki link á porti1 á genexis..bara á porti 2.

Kannski biluð snúra?




birgirb13
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf birgirb13 » Lau 07. Nóv 2020 13:17

Lennti í þessu sama þegar var að skipta út router hjá foreldrunum. Kom í ljós að gamli routerinn var með einu löglegu IP töluna á tengingunni. Þurfti því að biðja vodafone um að eyða út gamla routernum úr í sínum kerfum til að sá nýji fengi löglegu töluna. Eftir þetta fékk sá nýji töluna og tengdist netinu. Samt alveg svakalegur galli með Vodafone að síminn er lokaður hjá þeim á kvöldin og um helgar. Bara netspjall í boði þá. Séstaklega slæmt þegar maður er í svona netvandamálum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf rapport » Lau 07. Nóv 2020 14:37

einarth skrifaði:Það vantar tv áskrift hjá þér - heyra í vf með það.

Það er ekki link á porti1 á genexis..bara á porti 2.

Kannski biluð snúra?


Hringiðan tæklaði mig vel, þurfti örugglega extra þolinmæði því þetta var eitthvað skrítið því annar routerinn fékk aldrei gíg EF hann kom inn og líklega var þetta portið á LJboxinu, hann uppfærði boxið, það var eitthvað pickles örstutt eftir það en svo hrökk a.m.k. interntið fyrir báða routerana í lag...

Eftir að hafa tekið myndlykilinn inn á smáspennutöflu og tengt hann bein, kom í ljós en inn í herbergi er sjónvarpssófinn búinn að ýtast í nettengilinn og líklega er vír sem er þarf að laga.

Ætla að redda mér cable tester einhevrstaðar og reyna laga þetta helv. drasl. fokking stöð 2 og geta ekki drullast til að vera með app fyrir Android TV.

EDIT:annað portið virðist enn fast á 100mbs
Síðast breytt af rapport á Lau 07. Nóv 2020 14:45, breytt samtals 1 sinni.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf Vaktari » Lau 07. Nóv 2020 15:15

rapport skrifaði:
einarth skrifaði:Það vantar tv áskrift hjá þér - heyra í vf með það.

Það er ekki link á porti1 á genexis..bara á porti 2.

Kannski biluð snúra?


Hringiðan tæklaði mig vel, þurfti örugglega extra þolinmæði því þetta var eitthvað skrítið því annar routerinn fékk aldrei gíg EF hann kom inn og líklega var þetta portið á LJboxinu, hann uppfærði boxið, það var eitthvað pickles örstutt eftir það en svo hrökk a.m.k. interntið fyrir báða routerana í lag...

Eftir að hafa tekið myndlykilinn inn á smáspennutöflu og tengt hann bein, kom í ljós en inn í herbergi er sjónvarpssófinn búinn að ýtast í nettengilinn og líklega er vír sem er þarf að laga.

Ætla að redda mér cable tester einhevrstaðar og reyna laga þetta helv. drasl. fokking stöð 2 og geta ekki drullast til að vera með app fyrir Android TV.

EDIT:annað portið virðist enn fast á 100mbs



Eru þá ekki góðar líkur á því að allir 8 vírarnir eru ekki að skila sér að LL boxi sem veldur því að þú sért bara að fá 100 mbps
eða þá bara 4 vírar tengdir í veggtenglinum?

Tengill í herbergi annaðhvort tengillinn sjálfur ónýtur eða vír ekki í sambandi aftan í tengli.

Eða í RJ45 haus í smáspennutöflu.
Síðast breytt af Vaktari á Lau 07. Nóv 2020 15:17, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf ElGorilla » Lau 07. Nóv 2020 16:11

Í sumum routerum er hægt að breyta MAC addressunni á portunum og setja inn gömlu addressuna.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Nýr ljósleiðara router, ekkert netsamband.

Pósturaf rapport » Lau 07. Nóv 2020 20:23

ElGorilla skrifaði:Í sumum routerum er hægt að breyta MAC addressunni á portunum og setja inn gömlu addressuna.

Það eina nýja var þessi myndlykill...

Keypti cable tester hjá computer.is bara til að komast að því að netlagnir í húsinu eru í messi.

Nú þarf að fara læra að laga :baby