depill skrifaði:Ég hef gefið Vivaldi séns við og við og finnst þetta mjög áhugavert.
Hins vegar er ég á Macca ( OS X ) og ég er að taka eftir því að batterísending á vélinni minni nokkurn vegin helmingast vs Chrome eða Safari ( Safari gefur mér aðeins meira heldur enn Chrome í batterí ). Og ég er búinn að taka mig mjög á í tab management.
Yfirleitt er ég með 2 Vivaldi glugga opna, ekki meira en 8 tab í hvorum ( 4 festa í hvorum glugga ) og energy impactið er alveg fáranlegt. Held ég fari aftur í Chrome :/
Hmm. Það er ekki gott. Það á ekki að vera mikill munur á Vivaldi og Chrome. Ef eitthvað er, þá á Vivaldi að vera léttari með marga tabs opna. Væri gott að skilja hvað gerist hjá þér. Samtímis erum við alltaf að vinna við að gera Vivaldi léttari og munum halda áfram að gera það. VIð erum að vinna við að gera Vivaldi léttari hvað varðar marga glugga og hvað varðar videó á mismunandi stýrikerfum. Þar er ákveðinn munur á okkur og Chrome og þá er auðvitað hægt að við séum þyngri á ákveðnum kerfum, en eins og ég sagði þá munum við halda áfram með að vinna með það. Hugsunin er að Vivaldi á að vera léttari eða að minnsta kosti ekki þyngri.