PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf hagur » Fim 25. Jún 2020 09:28

Sælir,

Var að installa PiHole á Raspberry PI og gerði bara next, next, finish nánast. Finnst þetta virka ágætlega, er að grípa og blokka alveg helvítis hellings magn af requestum. Ég er samt að fá mikið af auglýsingum ennþá t.d á Youtube á undan videoum, sem ég hélt að þetta myndi filtera burt by default. Vantar mig einhvern annan blacklista heldur en kemur default með þessu? Einhver tips and tricks varðandi þetta?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 25. Jún 2020 09:49

Ég fylgist spenntur með hvað kemur útúr þessum þræði. Ég var allavegana með Pi-hole uppsett og mér fannst það einmitt ekki virka á Youtube auglýsingar og gafst uppá því að nota mína uppsetningu. Í dag nota ég Ublock orign og það virkar allavegana mjög vel á desktop vélunum mínum.
Þegar ég skanna í gegnum r/pihole þá virðist fólk ennþá vera að lenda í þessu sama vandamáli með Youtube auglýsingar og eru að nota t.d einhverjar bash scriptur sem workaround.

https://www.reddit.com/r/pihole/comments/g9ytt9/youtube_some_success_ymmv_please_test/
https://gitlab.com/grublets/youtube-updater-for-pi-hole/-/blob/master/youtube.update.sh

Ef þú finnur einhverja sniðuga leið til að automate-a þessa leið þá gæti það verið sniðugt
https://www.reddit.com/r/pihole/comments/h0gvcs/fyi_you_can_bypass_youtube_ads_by_adding_a_dot/


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf hagur » Fim 25. Jún 2020 11:29

Já, þetta virðist vera hitt and miss þar sem að Youtube serverar auglýsingar oftar en ekki af sama domain-i og video-in sjálf. Veit ekki hvort maður nennir að eltast við þetta. AdBlockerinn í Chrome stendur sig svosem ágætlega í að loka á þetta en hefði verið næs að fá LAN-wide blokkeringu á þetta fyrir öll devices.




zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf zurien » Fim 25. Jún 2020 11:34

Pihole hentar ekkert sérstaklega vel til þess að blokka Youtube, en fínt í flestallt annað.

"Blocking ads on YouTube is hit or miss with Pi-hole. The reason for this is because ads are typically served from the same domain as the video is."

Ublock origin í vafra og Vanced Youtube app á Android virkar aftur á móti virkilega vel til þess að losna við auglýsingar á Youtube.
Síðast breytt af zurien á Fim 25. Jún 2020 11:35, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 25. Jún 2020 11:38

Skil þig, ég gæti tekið uppá því að prófa að nota Nginx reverse proxy sem ég er með uppsettann heima og athugað hvað gerist ef ég redirecta youtube.com fyrirspurnum yfir á https://www.youtube.com./videourl_sem_notandi_velur .
Það er í raun eina sem fer í taugarnar á mér, auglýsingarnar í Youtube appinu á Nvidia shield og öðrum snjalltækjum (á tækjum sem geta ekki notað Ublock origin).

En vonandi hefur einhver hérna inni góða lausn á þessu veseni.


Just do IT
  √


Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf Dóri S. » Fim 25. Jún 2020 12:16

Líka gott að taka þessar beiðnir og blacklista þær sjálfur, því fleiri sem gera það því betra.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf axyne » Fim 25. Jún 2020 16:28

Var með PiHole einmitt til að blocka auglýsingar á youtube á sjónvarps appinu og í leikjunum í krakkaspjaldtölvunni.
Youtube virkaði mjög hit 'n mish. virkaði alltílagi í leikjunum en ég þurfti að hafa of mikið fyrir að blacklista reglulega til að halda hreinu..
Endaði á að setja upp https://blokada.org og er mjög sáttur, það bara virkar og ekkert viðhald.


Electronic and Computer Engineer


sigxx
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf sigxx » Þri 07. Júl 2020 13:23

Hvernig er með hraðan á netinu/wifi-inu hjá ykkur sem nota Pi-Hole.
Er hraðinn ekkert minni, þar sem öll traffík er send í gegnum Pi-ið ?
(er með RP3B+ ef það skiptir máli)




zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf zurien » Þri 07. Júl 2020 13:38

Enginn munur á hraða, þetta eru bara DNS færslur. Mögulega hraðara þar sem færri auglýsingar fara í gegn.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf Dropi » Þri 07. Júl 2020 13:46

zurien skrifaði:Enginn munur á hraða, þetta eru bara DNS færslur. Mögulega hraðara þar sem færri auglýsingar fara í gegn.


Sumar síður geta samt verið svo mikið eitur, þú finnur stundum einfaldlega meiri hraða því browserinn loadar bara tæpum helming af því sem hann hefði annars þurft að loada af myndböndum og drasli.

Prófið að fara á wowhead.com með/án adblocker, það er hrikalegur munur.

Edit: ég skildi einusinni wowhead í tab opinn í sólarhring, hún spólaði sig uppí 5GB ram og 50% CPU því hún loadaði bara meira og meira drasli þangað til ég lokaði tabinum.
Síðast breytt af Dropi á Þri 07. Júl 2020 13:48, breytt samtals 2 sinnum.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: PiHole uppsetning og ísl. auglýsingar

Pósturaf bjornvil » Fim 24. Sep 2020 10:23

Ég er búinn að vera að nota Pihole núna í nokkrar vikur og virkar ágætlega á erlendar síður, en ég fæ meira og minna allar auglýsingar á íslensku síðunum. Er einhver með blocklista sem síar þessar auglýsingar út?

Ég hef eitthvað verið að reyna að blokka þetta sjálfur en mér finnst ógeðslega erfitt að gera mér grein fyrir hvaða domain eru með auglýsingarnar og hver eru OK. Er eitthvað trick til að sjá þetta auðveldlega?
Síðast breytt af bjornvil á Fim 24. Sep 2020 10:25, breytt samtals 1 sinni.