Richter skrifaði:Svo er eitt, hef rosalega mikið heyrt talað um GIT og önnur forrit. Einhver með létta og hnitmiðaða útskýringu á GIT til dæmis og notkun þess?
dori er búinn að gefa frekar góða útskýringu á hvað git er, hef engu við það að bæta. Hinsvegar ætla ég að benda á að það eru til mismunandi clientar fyrir git, bæði skipanalínu client og grafískir clientar. Til að byrja að skilja git hugsunarháttinn gæti verið fínt að byrja í grafískum client (til að festast ekki í smáatriðum varðandi skipanalínu clientinn, sem er með frekar leiðinlegu viðmóti). Tveir góðir grafískir git clientar á macOS eru SourceTree og GitHub Desktop.
Richter skrifaði:Enn og aftur allir, takk fyrir hjálpina. Þetta er nefnilega rosalega STÓR markaður af tungumálum og var nett erfitt að finna ákveðna leið til að byrja á til að koma mér af stað án þess að sjá eftir því að vera vinna að vitlausu tungumáli eða einhverju álíku.
Nema að þú myndir af einhverri heimskulegri ástæðu byrja á t.d. malbolge eða brainfuck (forritunarmál sem voru sérstaklega gerð til að vera erfið að forrita í) þá held ég að það séu fá forritunarmál sem þú myndir beinlínis sjá eftir að byrja á. Maður þarf að venjast ákveðnum hugsunarhætti til að læra að forrita en það er nánast sama hvaða forritunarmál maður velur, þau leiða öll til þess að maður þurfi að temja sér hugsunarháttinn. Þó að ég og Nariur höfum verið að hnakkrífast um „réttu“ aðferðina við að byrja að forrita held ég að við myndum örugglega vera sammála um það að læra nokkur mismunandi forritunarmál (í staðinn fyrir að einblína á eitt forritunarmál) hjálpar manni að verða betri forritari.