B0b4F3tt skrifaði:En er neytandinn eitthvað að græða á því að hafa marga aðila sem grafa ljósleiðara heim til sín? Í dag eru þeir tveir, hvað gerist ef að þriðji eða jafnvel fjórði aðilinn kemur á markaðinn. Þá gæti þetta fljótt orðið mikill hrærigrautur.
Neytandinn er að borga minna fyrir þetta en ef þetta væri gert á vegum ríkisins. Þetta er harður samkeppnismarkaður sem gerir það að verkum að það er nauðsynlegt að hagræða eins og hægt er.
B0b4F3tt skrifaði:Er ekki hægt að staðla þessar tengingar þannig að það er bara einn ljósleiðari inn í húsið og svo þegar neytandinn vill skipta um ISPa þá er bara skipt um endapunkt?
Frágangurinn hjá mílu er pmuch svoleiðis og það myndi alveg ganga upp ef GR sæu ekki þörf til þess að bræðisjóða þráðinn allaleið inní boxið sitt.
Benz skrifaði:Ákvað að lesa niðurstöðuna í PFS í málinu sem einarth starfsmaður GR vitnar hér í að ofan - og varð að lesa lokaorðin tvisvar (undirstrikun er mín):PFS gat ekki fallist á sjónarmið Mílu um að of stuttur aukaþráður gæti réttlætt að aftengja tengdan þráð innanhússfjarskiptalagnar. Aukaþráðurinn þyrfti þá að vera verulega stuttur (innan við 5 cm). Undir slíkum kringumstæðum væri rétt að gera GR viðvart og veita félaginu tækifæri til að bæta úr, áður en farið væri í að aftengja tengda þráðinn.
Innan við 5cm????
Hafa þeir sem rituðu þetta enga þekkingu á viðfangsefninu? E.t.v. aldrei splæst saman ljósleiðara eða sett tengi á endann?
Er PFS virkilega ekki með tæknimenn á sínum snærum sem eiga að vita þetta? Er þetta ekki Póst- og fjarskiptastofnun???
Þetta er ekki eins og að setja coax eða RJ45 tengi á snúru....
Þetta hlýtur að vera innsláttarvilla sem þarf að leiðréttast hjá PFS. Get ekki ímyndað mér að nokkur aðili geti unnið með svona stuttan ljósleiðara (s.s. aðeins meira en 5cm ), hvorki Míla, GR eða nokkur annar aðili á markaði... nema kannski PFS
Hef rétt náð að sjóða ca 20cm þráð. Get illa hugsað mér að sjóða á 5cm þráð. Leitt að sjá að PFS kynni sér ekki málin betur en þetta.