Ætla ekki að útskýra hvernig þú setur upp docker en vill hafa þetta einfaldlega quick and dirty hvernig þú nærð að setja upp unifi controllerinn eftir að Docker er installað á vélina sem Unifi controllerinn á að keyra. Ætla ekki að útskýra hvernig þú stillir Unifi controller-inn það er mjög basic next >> next >> finish uppsetning.
1) Ferð inná https://hub.docker.com/r/linuxserver/unifi-controller og afritar þennan texta í text editor
Svona lítur mín uppsetning út: https://pastebin.com/xcTcuKGF
2) Býrð til möppu fyrir uppsetningu t.d: /home/hjalti/compose/unifi-controller
3) Býrð til möppu fyrir gögn sem container vistar á vél /home/hjalti/compose/unifi-controller/data
4) býrð til skrá sem heitir docker-compose.yml
5) editar skránna docker-compose.yml og setur texta frá text editor yfir í skránna
6) passar þig að vera staðsett/ur inní /home/hjalti/compose/unifi-controller möppunni og keyra eftirfarandi skipun
Kóði: Velja allt
docker-compose up -d
7) Ferð inná local ip tölu á vél (mín ip tala er 192.168.1.211) og inná port 8080 sem redirectar þér inná rétt port
Kóði: Velja allt
192.168.1.211:8080
8)Þá er hægt að setja upp Unifi controller
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið commenta í þráðinn og ég reyni að svara spurningunni (eða einhver annar vaktari).
Edit: ef þetta er image sem þið ætlið að uppfæra og setja upp t.d í fyrirtækjaumhverfi þá er ráðlagt að nota LTS image - "This image provides various versions that are available via tags. latest tag provides the latest stable build from Unifi, but if this is a permanent setup you might consider using the LTS tag." Þá er líka gott að afrita Data möppuna t.d ef hardware failar og þú þarft að eiga afrit af unifi controller uppsetningunni til að setja upp á nýjum búnaði.