Já, ég gerði einn (magnaðan) hlut. Ég breytti start takkanum. Ég fann þetta í gömlu PcFormat blaði (April 2003/147) og bara varð að gera þetta.
Aðferð:
Skref1: Náið í forrit er heitir ResHacker setjið það upp. Opnið forritið og farið í file>open og c:\WINDOWS\explorer.exe Farið síðan í dálítið sem heitir "String Table" möppu 37 og síðan 1033. Þar breytið þið "start" í hvað sem þið viljið. Ýtið á compile Script takkan og vistið skrána sem explorer_new.exe (eða hvað sem þið viljið) því það er ekki hægt að skrifa yfir explorer.exe á meðan verið er að nota hann.
Skref2: Restartið tölvunni og ýtið á f8 og farið í "Safe mode with command prompt" Skráið ykkur inn sem Administrator og skrifið "cd c:\Windows\" og ýtið á enter. Síðan er skrifað "copy explorer_new.exe explorer.exe" og ýtið á enter og ritið inn "y" til að samþykkja yfirskrifunina.
Skref3: Endurræsið tölvuna og gerið gys að næsta manni fyrir að hafa ekki jafn flottan "start" takka þú.
Mynd af mínum http://skari.stuff.is/rugl/
Vertu...öðruvísi :P
Uss, sooooo 5 years ago!
Maður var að leika sér með Win98 Start takkan og breytandi honum í ,,Gummi" og ,,Stop" og eitthvað fleira
Minnir að maður hafi ekki þurft að nota ResHack í 98 heldur bara eitthvað tweak utilty?
ps. finnst að þér fannst þetta gaman ættirðu að kíkja á það hvernig maður breytir Windows boot myndinni
Maður var að leika sér með Win98 Start takkan og breytandi honum í ,,Gummi" og ,,Stop" og eitthvað fleira
Minnir að maður hafi ekki þurft að nota ResHack í 98 heldur bara eitthvað tweak utilty?
ps. finnst að þér fannst þetta gaman ættirðu að kíkja á það hvernig maður breytir Windows boot myndinni