Nova býður upp á IPV6 á 4G


Höfundur
dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf dandri » Mán 15. Apr 2019 17:00

Komst að því í dag að NOVA býður núna upp á IPV6 í gegnum 4G routera og 4G í símanum! Það er ekki á on default en þú verður að fara í Mobile Networks/Access Point Names og haka við IPV6 undir APN Roaming Protocols og voila þú hefur IPV6 á símanum!

Get meira að segja pingað símann frá mínu ipv6 neti:

Tracing route to nova-users.mobile.nova.is [2a01:6f02:200:791:1:2:8a26:b21a]

over a maximum of 30 hops:

1 <1 ms <1 ms <1 ms dandri.nooo.wtf [2001:678:888:100:1::]

2 2 ms 2 ms 1 ms 2a02:f48:114::1

3 43 ms 41 ms 44 ms rix-k2-gw.nova.is [2001:7f8:48::30]

4 40 ms 40 ms 40 ms 2a01:6f00:100:100::f501

5 49 ms 44 ms 44 ms 2a01:6f00:f000::2

6 44 ms 44 ms 44 ms 2a01:6f00:f00f:3::1

7 41 ms 41 ms 41 ms 2a01:6f00:f00f:7::1

8 573 ms 69 ms 66 ms nova-users.mobile.nova.is [2a01:6f02:200:791:1:2:8a26:b21a]
Viðhengi
Screenshot_20190415-165316_Phone.jpg
Screenshot_20190415-165316_Phone.jpg (269.13 KiB) Skoðað 2425 sinnum
Screenshot_20190415-165419_Chrome.jpg
Screenshot_20190415-165419_Chrome.jpg (436.2 KiB) Skoðað 2425 sinnum
Screenshot_20190415-165440_Settings.jpg
Screenshot_20190415-165440_Settings.jpg (298.95 KiB) Skoðað 2425 sinnum


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf jonfr1900 » Þri 16. Apr 2019 00:36

Ef þú kveikir á VoLTE þá færðu betri hljómgæði þegar þú talar við aðra manneskju sem er einnig með kveikt á VoLTE. Íslensku símafélögin nota ekki VoWiFi af einhverjum ástæðum.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf jonfr1900 » Þri 16. Apr 2019 03:36

Síminn er ekki með IPv6 samkvæmt prufu sem ég tók. Ég er með tvö sim kort í símanum mínum.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf mainman » Þri 16. Apr 2019 08:16

jonfr1900 skrifaði:Ef þú kveikir á VoLTE þá færðu betri hljómgæði þegar þú talar við aðra manneskju sem er einnig með kveikt á VoLTE. Íslensku símafélögin nota ekki VoWiFi af einhverjum ástæðum.

Ég er með S9 og var alltaf með kort í honum frá Hringdu en síðan fyrir hálfu ári bætti eg við korti frá Nova í hann og allt í einu tók ég eftir að ég var alltaf netlaus á meðan símtölum stóð.
Það þýddi að ég gat t.d. ekki lengur verið að spjalla við einhvern á speaker og sent eða fengið sendar myndir eða eitthvað á mail eða messenger.
Ég t.d. geri mikið af því að spjalla við viðskiptavini og vera á sama tíma að fletta upp viðgerðarmanuals til að finna lausn á þeirra vandamálum vegna þess að ég er yfirleitt mikið á ferðinni og ekki fyrir framan tölvuna.
Þetta pirraði mig svakalega og við gúggl þá fann ég út þetta með VoLTE svo ég diseiblaði það.
Verð að segja að ég get engan vegin tengt einhver betri hljómgæði við þau símtöl, bara pirringur að missa netið á meðan símtölum stendur.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Apr 2019 13:06

VoLTE use 4G data network for calls whenever possible.
Af hverju ætti maður að vilja það? Eyða rándýru gagnamagni í símtöl sem annars kosta ekkert?



Skjámynd

reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Reputation: 17
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf reyniraron » Þri 16. Apr 2019 14:00

GuðjónR skrifaði:VoLTE use 4G data network for calls whenever possible.
Af hverju ætti maður að vilja það? Eyða rándýru gagnamagni í símtöl sem annars kosta ekkert?

VoLTE telur ekki af gagnamagni, það er bara eins og símtöl yfir 2G. VoLTE símtöl eru ekki OTT og fara ekki á internetið, ólíkt t.d. FaceTime, heldur eru bara innan kerfa símafyrirtækjanna. Helsti munurinn er sá að hljómgæði batna til muna (munurinn er nótt og dagur).


Reynir Aron
Svona tölvukall

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf dori » Þri 16. Apr 2019 15:37

mainman skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ef þú kveikir á VoLTE þá færðu betri hljómgæði þegar þú talar við aðra manneskju sem er einnig með kveikt á VoLTE. Íslensku símafélögin nota ekki VoWiFi af einhverjum ástæðum.

Ég er með S9 og var alltaf með kort í honum frá Hringdu en síðan fyrir hálfu ári bætti eg við korti frá Nova í hann og allt í einu tók ég eftir að ég var alltaf netlaus á meðan símtölum stóð.
Það þýddi að ég gat t.d. ekki lengur verið að spjalla við einhvern á speaker og sent eða fengið sendar myndir eða eitthvað á mail eða messenger.
Ég t.d. geri mikið af því að spjalla við viðskiptavini og vera á sama tíma að fletta upp viðgerðarmanuals til að finna lausn á þeirra vandamálum vegna þess að ég er yfirleitt mikið á ferðinni og ekki fyrir framan tölvuna.
Þetta pirraði mig svakalega og við gúggl þá fann ég út þetta með VoLTE svo ég diseiblaði það.
Verð að segja að ég get engan vegin tengt einhver betri hljómgæði við þau símtöl, bara pirringur að missa netið á meðan símtölum stendur.

Það er ekki rétt. Þú getur alveg notað netið á meðan þú ert í VoLTE símtali. Ef þú slekkur á VoLTE þá detturðu af 4G á meðan á símtalinu stendur og ferð yfir á 3G þannig að farsímanetið ætti að vera hraðara á meðan símtalinu stendur með kveikt á VoLTE.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf jonfr1900 » Þri 16. Apr 2019 16:12

VoLTE er í raun bara útgáfa af VOIP og það sama gildir í raun um VoWiFi sem íslensku farsímafyrirtækin nota ekki. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt afhverju VoWiFi er ekki notað á Íslandi. Það mundi fylla upp í svo mörg göt í farsímakerfinu þar sem er lélegt samband en gott internet (ljósleiðari eða önnur uppsetning sem tengir inná 4G farsímakerfi). Það er einnig að IPv6 er krafa í 5G staðlinum þegar hann nær lokaútgáfu. Þar sem ekki eru til nógu stór IPv4 net fyrir allt það sem 5G á að ná yfir.

Staðal skjal um 5G-IPv6. https://www.etsi.org/deliver/etsi_gr/IP ... 10101p.pdf




Höfundur
dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Nova býður upp á IPV6 á 4G

Pósturaf dandri » Lau 20. Apr 2019 19:30

Takk fyrir staðalskjalið það var mjög áhugavert að lesa það, annars er ég bara mjög spenntur fyrir að sjá hvernig ipv6 þróunin verður á Íslandi næstu árin sem IPV6 nördi


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750