Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling


Höfundur
HjorturG
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 18. Apr 2009 22:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf HjorturG » Þri 02. Apr 2019 16:41

Sælir.

Ég vil endilega skipta út Huawei routernum sem kemur frá Nova með ljósleiðaratengingunni þeirra fyrir eitthvað alminnilegra. Er búinn að vera að skoða Edgerouter X + UniFi AC Lite AP og hugmyndin að panta frá eurodk.com.

Áður en ég skelli pöntuninni af stað þá var ég með nokkrar pælingar sem mér þætti vænt um að fá álit á frá fróðari mönnum:

Það er víst hægt að powera Edgerouterinn með PoE In, er ljósleiðaraboxið frá Gagnaveitunni með PoE út þannig að það er nóg að tengja Edgerouterinn við ljósleiðaraboxið með einni CAT5E snúru? Eða þarf ég einhvern power adapter/PoE Injector með Edgerouternum?

Ljósleiðaraboxið er í rafmagnstöflu og þaðan eru dregnir CAT5E kaplar í hvert herbergi (~80fm ný íbúð). Ég hafði séð fyrir mér að hafa Edgerouterinn bara með ljósleiðaraboxinu í rafmagnstöflunni og hafa þá bara UniFi AC Lite AP í stofunni, tengt við Edgerouterinn gegnum CAT5E (PoE) plugg og inn í rafmagnstöflu. Er UniFi AC Lite AP besti kosturinn til að dreifa netinu um íbúðina? Mér finnst eins og netið nái ekki nógu vel inn í svefnherbergi með núverandi router, hver er besti kosturinn ef ég við hafa tvö loftnet (eitt í stofunni og eitt í svefnherberginu) að dreifa sama WiFi netinu? Það eru CAT5E snúrur frá rafmagnsboxi að báðum herbergjum en t.d. bara eitt PoE út á Edgerouter X. Þyrfti ég Edgerouter POE útgáfuna og tvö stk AC Lite AP eða einhverja aðra útfærslu?

Ég sé fyrir mér að nota mest bara WiFi, er ekki með borðtölvu sem krefst Ethernet plögg. Eina fiktið sem ég sé fyrir mér akkúrat núna er að ég er með ExpressVPN aðgang og þyrfti helst að geta sett upp Edgerouterinn þannig að bara Chromecast Ultra traffik fari gegnum VPN tengingu setta upp í routernum en önnur traffik ekki til að geta horft á US Netflix í Chromecast. Nota svo bara ExpressVPN appið/forritið á öðrum græjum til að stjórna hvort traffik fari gegnum VPN eða ekki. Skv. því sem ég hef lesið þá er það vel gerlegt en væri gott að fá staðfestingu á því.

Og ein pæling í viðbót, er ég að fara að sjá meiri hraða á WiFi tengingunni með þessum router + AP? Er að ná um 260-270 niður núna yfir WiFi en ég er ekki nógu vel inní þessum 802.11AC WiFi pælingum.

Takk fyrir hjálpina!



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf hagur » Þri 02. Apr 2019 20:32

HjorturG skrifaði:Það er víst hægt að powera Edgerouterinn með PoE In, er ljósleiðaraboxið frá Gagnaveitunni með PoE út þannig að það er nóg að tengja Edgerouterinn við ljósleiðaraboxið með einni CAT5E snúru? Eða þarf ég einhvern power adapter/PoE Injector með Edgerouternum?

Gagnaveituboxið er ekki með POE og þó svo væri þá er notar AC Lite ekki standard POE heldur svo kallað Passive POE sem er eitthvað propriatery Ubiquiti dót. Þú getur notað POE injectorinn sem fylgir AC Lite til að straumfæða Edgerouterinn og svo er hann með POE passthrough sem þú getur notað til að fæða AC Lite líka, semsagt Router og AC Lite með einum og sama POE injectornum.

HjorturG skrifaði:Ljósleiðaraboxið er í rafmagnstöflu og þaðan eru dregnir CAT5E kaplar í hvert herbergi (~80fm ný íbúð). Ég hafði séð fyrir mér að hafa Edgerouterinn bara með ljósleiðaraboxinu í rafmagnstöflunni og hafa þá bara UniFi AC Lite AP í stofunni, tengt við Edgerouterinn gegnum CAT5E (PoE) plugg og inn í rafmagnstöflu. Er UniFi AC Lite AP besti kosturinn til að dreifa netinu um íbúðina? Mér finnst eins og netið nái ekki nógu vel inn í svefnherbergi með núverandi router, hver er besti kosturinn ef ég við hafa tvö loftnet (eitt í stofunni og eitt í svefnherberginu) að dreifa sama WiFi netinu? Það eru CAT5E snúrur frá rafmagnsboxi að báðum herbergjum en t.d. bara eitt PoE út á Edgerouter X. Þyrfti ég Edgerouter POE útgáfuna og tvö stk AC Lite AP eða einhverja aðra útfærslu?


Til að vera viss myndi ég kaupa tvo AC Lite, þó að það sé líkelga overkill. Þá færðu líka tvo POE injectora sem þú getur notað til að straumfæða Edgerouter og báða AC Lite punktana.

HjorturG skrifaði:Ég sé fyrir mér að nota mest bara WiFi, er ekki með borðtölvu sem krefst Ethernet plögg. Eina fiktið sem ég sé fyrir mér akkúrat núna er að ég er með ExpressVPN aðgang og þyrfti helst að geta sett upp Edgerouterinn þannig að bara Chromecast Ultra traffik fari gegnum VPN tengingu setta upp í routernum en önnur traffik ekki til að geta horft á US Netflix í Chromecast. Nota svo bara ExpressVPN appið/forritið á öðrum græjum til að stjórna hvort traffik fari gegnum VPN eða ekki. Skv. því sem ég hef lesið þá er það vel gerlegt en væri gott að fá staðfestingu á því.


Þekki þetta ekki en geri ráð fyrir því að þetta sé hægt.

HjorturG skrifaði:Og ein pæling í viðbót, er ég að fara að sjá meiri hraða á WiFi tengingunni með þessum router + AP? Er að ná um 260-270 niður núna yfir WiFi en ég er ekki nógu vel inní þessum 802.11AC WiFi pælingum.


Líklega nærðu svipuðum hraða, kannski betri. AC Lite er samt budget gaur, ef þú vilt maximum speed þá væri ráð að fara í AC Pro, og þá mögulega bara einn svoleiðis í staðinn fyrir tvo AC Lite.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf kjartanbj » Mið 03. Apr 2019 11:31

Ég myndi taka USG í stað edgerouter x, ég skipti yfir fljótlega og edgerouter x fór upp í hillu, mikið skemmtilegra vera með þetta í sömu linu ap og usg og geta stýrt þessu úr einu interface




elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf elri99 » Mið 03. Apr 2019 16:07

Svo er spurning að bæta við UniFi Switch 8 60W. Þá ertu komin með PoE fyrir Unifi Lite sendana en nýja útgáfan af þeim tekur bæði 24V og 48v. Að vísu tekur þetta pláss og kostar en það verður auðveldara að bæta við tækjum síðar. Betra að nota switch til að tengja tæki heldur en routerinn.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf Hrotti » Lau 11. Maí 2019 23:21

Ég var að stinga edgerouter lite í samband og langaði að stilla hann fyrir Hringdu ljósleiðarann, voru ekki einhverstaðar leiðbeiningar fyrir það?


Verðlöggur alltaf velkomnar.


elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf elri99 » Lau 11. Maí 2019 23:30

Þetta er frá Hringdu.is:
Fyrsta skref er að sækja nýjustu uppfærslu á routerinn inn á:
https://www.ui.com/download/edgemax
Þar finnuru týpuna af routernum þínum og sækir nýjustu uppfærslu.

Svo tenguru tölvuna við routerinn, ferð inná viðmótið og velur að uppfæra routerinn með skránni sem þú sóttir í fyrsta skrefi.
Eftir það er komið, þá getur þú fylgt þessum leiðbeiningum til að keyra Wizardinn á routernum sem stillir hann sjálfkrafa:
https://help.ubnt.com/hc/en-us/articles ... EdgeRouter

Þegar búið er að stilla routerinn þarf svo að tengja hann við ljósleiðaraboxið og heyra í þjónustuverinu okkar til að virkja búnaðiinn á móti routernum og þá ertu kominn í netsamand.

Við erum í síma 537-7000 og það er opið í tækniverinu okkar alla virka daga frá 09-20, á laugardögum frá 10-16 og á sunnudögum frá 12-16.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling

Pósturaf Hrotti » Lau 11. Maí 2019 23:33

Snilld! Takk kærlega :)

elri99 skrifaði:Þetta er frá Hringdu.is:
Fyrsta skref er að sækja nýjustu uppfærslu á routerinn inn á:
https://www.ui.com/download/edgemax
Þar finnuru týpuna af routernum þínum og sækir nýjustu uppfærslu.

Svo tenguru tölvuna við routerinn, ferð inná viðmótið og velur að uppfæra routerinn með skránni sem þú sóttir í fyrsta skrefi.
Eftir það er komið, þá getur þú fylgt þessum leiðbeiningum til að keyra Wizardinn á routernum sem stillir hann sjálfkrafa:
https://help.ubnt.com/hc/en-us/articles ... EdgeRouter

Þegar búið er að stilla routerinn þarf svo að tengja hann við ljósleiðaraboxið og heyra í þjónustuverinu okkar til að virkja búnaðiinn á móti routernum og þá ertu kominn í netsamand.

Við erum í síma 537-7000 og það er opið í tækniverinu okkar alla virka daga frá 09-20, á laugardögum frá 10-16 og á sunnudögum frá 12-16.


Verðlöggur alltaf velkomnar.