Elvar Skúli þann 29.11.04 11:55: á http://www.netfresli.is
Þeir sem eru að bíða eftir mótleik frá Símanum/OgVodafone.
Hafið í huga að þó svo þau komi með mótsvar, þá er það eingöngu Hive að þakka. Því finnst mér að fólk eigi að skipta, svo fremi að hinir 2 bjóði ekki þeim mun betri díl. Því annars bjóðum við heim hættuni á því að þeir kæfi samkeppnisaðilann og hækki verð aftur.
Sambærilegt dæmi er bílatryggingar
FÍB bauð fólki tryggingar á áður óþekktu verði í gegnum Loyds. Hin lækkuðu sig í námunda við Loyds og fólk skipti ekki. Loyds sá ekki rekstrargrundvöll og hætti með bílatryggingar. Nánast samstundis hækkuðu hin félögin bílatryggingar, kenndu um árekstrarhrinu.
Það er á okkar ábyrgð hvort samkeppni sé til staðar eða ekki, ef við ekki styrkjum hana, þá missum við hana. Okkar er valið.
Ekki bíða eftir hinum, skiptið yfir til Hive
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 208
- Skráði sig: Fös 14. Mar 2003 00:32
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur