Tölvan restartar sér þegar tengst er netinu !!


Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvan restartar sér þegar tengst er netinu !!

Pósturaf w.rooney » Lau 20. Nóv 2004 12:20

ég var að fá símtal rétt í þessu og ég var spurður að þvi hvort að ég kannðist við vírus eða hvað sem þetta er sem lýsir sér þannig að þegar það er tengst ISDN línunni þá kemur lítill blár skjár og tölvan restartar sér... en þegar tölvan er ekki tengd netinu.. þá er alltí gúddí.. :oops:

og eitt enn .. hann er með gamlann Norton sem er ekki hægt að updeita vegna þess að hann kemst ekki ínná netið.. en hann getur ekki removað vegna þess að það kemur alltaf "please enter removal passw."og hann fékk eitthvað passw. uppgefið sem ekki er rétt þetta var sett upp i einhverjum skóla..

Veit einhver hvað er hægt að gera ?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 20. Nóv 2004 13:40

Hmm, held að þetta sé ekki vírus.

Mig grunar að þetta sé galli í ISDN módeminu, eða hugbúnaði/driver sem notaður er með módeminu, sem að lætur Windows crasha

Hvenær nákvæmlega gerist þetta?
Hvenær/afhverju byrjaði þetta að gerast?

Þú skalt slökkva á automatic reboot þegar blue screen kemur, með því að hægriklika á MyComputer -> Properties -> Advanced flipann -> Startup and recovery" -> taka hakið úr ,,Automaticly reboot". Næst þegar þessi blue screen kemur verður hann á skjánum þangað til þú sjálfur restartar. Þú skalt taka eftir því hvaða skrá, ef einhver, er nefnd á bláa skjárnum. Skráin sem nefnd er er líklegast styðsta línan, nokkrir stafir, svo einn punktur og 3 stafur á eftir honum. Segðu okkur svo hvað skráin heitir.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Lau 20. Nóv 2004 14:14

Hmm, ætli þetta sé ekki gallaður driver? gerðist með fartölvuna hjá systir minni, þá uninstallaði ég og installaði svo aftur sama drivernum og þetta var komið :) en annars ef það er til einhver nýrri driver þá skalltu ná í hann




Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Lau 20. Nóv 2004 17:47

MezzUp skrifaði:Hmm, held að þetta sé ekki vírus.
Hvenær nákvæmlega gerist þetta?
Hvenær/afhverju byrjaði þetta að gerast?


Þetta gerist bara þegar að hann er að fara að tengjast netinu.. um leið og hann tengir.. þá kemur upp villuskilaboðaskjár, og hann virtist ekki finna neitt nafn á skjánum á neinni skrá en þessi gaur er nú ekki mikill tölvukall þannig að það getur nu samt verið að það sé nu nafn þarna einhver staðar þótt að hann sjái það ekki !..
En þetta byrjaði að gerast eftirað hann installaði ISDN inu.. þannig að eins og hefur verið bent á þá er þetta líklegast bara einhver villa í forritinu..

En kannist þið við að það þurfið passw. til að uninstalla NOrton.. ég hef aldrei séð það.. !



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 20. Nóv 2004 18:24

Gætið verið að nafnið á skránni sé í annari eða þriðju línu línu, aftast. (á Win2k allavega)



Skjámynd

bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf bizz » Mán 22. Nóv 2004 12:39

En kannist þið við að það þurfið passw. til að uninstalla NOrton.. ég hef aldrei séð það.. !


Ef að þetta er svona multi licence Norton, þá þarf password til að uninstalla.




einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Reputation: 0
Staðsetning: 113 rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf einarsig » Mán 22. Nóv 2004 14:33

er þetta ekki bara blaster vírusinn ? telja villuboðin kannski niður frá 60 og endurræsir tölvuna eftir það ? ef það er þannig þarf kauði aðeins að stilla klukkuna aftur um sólarhring í tölvunni .... fara inná windowsupdeit og uppfæra.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 22. Nóv 2004 14:48

eða opna cmd og skrifa 'shutdown -a' (meira l33t að gera það ;))

En eins og hann sagði kemur bluescreen svo þetta er ekki hann blaster vinur okkar.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6494
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 313
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 22. Nóv 2004 14:55

nei, það kemur "lítill blár skjár". ef hann er með default windows xp theme.. þá er allt í einhverjum bláum og grænum litum. ég held að þetta sé blasterinn vinur okkar.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mán 22. Nóv 2004 15:01

er ekki Sasserinn líka svona? ég lenti nú í honum



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Reputation: 0
Staðsetning: 113 rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf einarsig » Mán 22. Nóv 2004 15:37

sasser er líka svona ;)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 22. Nóv 2004 17:14

god damn, sá ekki þetta ,,lítill" :evil:




Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Mán 22. Nóv 2004 21:17

En herna.. hvernig stendur þá a þvi að þetta kom bara eftir að hann setti ISDN inn eða þannig skildi ég hann.. og þetta er bara tengt netinu.. þessi skjár kom bara eftir að hann setur inn ISDNið, þannig að ég hefði haldið að þetta hefði nú komið upp fyrr ef að þetta væri vírus.. skiljiði mig :?




einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Reputation: 0
Staðsetning: 113 rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf einarsig » Mán 22. Nóv 2004 22:15

þetta kemur í gegnum netið og startar sér bara þegar hann tengir sig inn.




Höfundur
w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Mán 22. Nóv 2004 22:21

já það getur verið, en þetta kom bara eftir að hann installaði ISDN og hefur ekki komist á netið síðan.. þannig að ég hefði þá haldið að virusinn hefði gert vart við sig þegar að hann var með hitt netið.. en annas hef ég ekki hugmynd..