rapport skrifaði:Er ljósleiðari tengdur í routerinn ykkar?
Það hljómar svolítið spes.
Hvað varðar þjónsutuaðila þá mundi ég alltaf benda á Hringiðuna, á einhvernvegin auðveldara með að treysta þeim en þessum stóru.
Það er ekkert óeðlilegt að ljósleiðarinn sé tekinn beint inní routerinn í þessum fyrirtækjasamböndum. Þá er ekkert aðgangstæki líkt og í heimilistengingum.
Varðandi verðlagninguna þér þetta margþætt, notkun fyrirtækis getur verið mun meiri heldur en heimilis til lengri tíma þar sem þau eru oft með þjónustur í gangi og þess vegna standa þeim almennt ekki til boða ótakmarkaðr tengingar. Tengingarnar eru dýrari frá GR og Mílu og svo eru SLA og þjónustuloforð.
Margir segja einmitt að þeir þurfa ekki á þeim að halda, en ef ljósleiðarinn er grafinn í sundur eða beinirinn ákveður einn daginn að gefa upp öndina þá þurfa menn svo sannarlega á því að halda þar sem allt netið er stopp. Það er verið að borga fyrir að þjónustuaðilinn hafi starfsmenn hjá sér sem þekki fyrirtækjauppsetningar og þekki jafnvel ÞÍNA fyrirtækjauppsetningu og að sá búnaður sem er settur upp í fyrirtækinu sé ávallt til á lager svo hægt sé að skipta honum út með stundarfyrirvara ef á reynir.
Það sem er við þessi þjónustuloforð og greiðslur þeirra vegna, þú villt aldrei reyna á það. Það er best að manni líður þegar árin líða að maður hafi verið að borga fyrir algeran óþarfa því netið bilaði aldrei, það þurftu aldrei menn að hlaupa til og græja því allt fór í steik.
ps. ekki hlutlaus aðili en grunar einmitt að ég hafi sent tilboð í þetta samband ef þetta er það fyrirtæki sem mig grunar.