Bait And Switch hjá símanum?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Bait And Switch hjá símanum?
Sæl,
Ég vildi bara láta ykkur vita að Míla/Síminn hafa hækkað verðskrána sína fyrir ljósleiðara úr 1.970 kr. í 3.200 kr. Það er sérstaklega skemmtilegt að vita þar sem ég tók þjónustuna í notkun á fyrra verðinu um miðjan Nóvember og fékk því auglýst verð 1.970 kr. Starfsmenn Símans auglýsa þetta sem ódýrari valkost en dreifikerfi gagnaveitunar á þeim tíma og láta ekki vita af verðskrá hækkuninni nema á eldri reikningum.
Er þetta bara í lagi?
Annað áhugavert er að þeir opnuðu boxin hjá Gagnaveitunni og tengdu sitt kerfi í innanhúslagnirnar sem er upprunalega sett upp af þeim og virðist vera með innsigli frá GR. Segir GR ekkert við þessu?
Ég vildi bara láta ykkur vita að Míla/Síminn hafa hækkað verðskrána sína fyrir ljósleiðara úr 1.970 kr. í 3.200 kr. Það er sérstaklega skemmtilegt að vita þar sem ég tók þjónustuna í notkun á fyrra verðinu um miðjan Nóvember og fékk því auglýst verð 1.970 kr. Starfsmenn Símans auglýsa þetta sem ódýrari valkost en dreifikerfi gagnaveitunar á þeim tíma og láta ekki vita af verðskrá hækkuninni nema á eldri reikningum.
Er þetta bara í lagi?
Annað áhugavert er að þeir opnuðu boxin hjá Gagnaveitunni og tengdu sitt kerfi í innanhúslagnirnar sem er upprunalega sett upp af þeim og virðist vera með innsigli frá GR. Segir GR ekkert við þessu?
Re: Bait And Switch hjá símanum
Djöfull er þetta lélegt (bait and switch dæmið, þekki hitt ekki nógu vel til að mynda mér skoðun).
Re: Bait And Switch hjá símanum
Daginn Pandemic hérna mútta lenti í því að það var aftengt hennar ljósleiðarabox frá gagnaveitunni til að tengja boxið frá Símanum/Mílu við höfðum ég sagði henni að hafa samband og þeir voru mjög almennilegir en mjög pirraðir að það væri verið að eiga við þeirra búnað ef ég man rétt og ætluðu bara redda hlutunum ef hún vildi koma aftur til x og gagnaveitunar.
og varðandi verðskrána þá finnst mér það bara lélegt af þeim að gera þetta þetta er alveg decent hækkun á verðinu líka.
og varðandi verðskrána þá finnst mér það bara lélegt af þeim að gera þetta þetta er alveg decent hækkun á verðinu líka.
I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|
Coolermaster Mastercase 5|
-
- FanBoy
- Póstar: 777
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum
Haha classic míla/síminn.
En með lagnirnar að þá var sett á regglugerð sem segir eitthvað álíka að sá sem kemur fyrst í uppsettningu verður að setja upp leiðarann á þann hátt að allar veitur hafi aðgengi að leiðara sem fer inn í íbúð.
GR hefur leyst þetta með því að draga 2x fíbera inn en míla hefur ekki verið að því þar sem þeir telja patch kerfi vera málið (Enda alveg óþarfi að hafa sterkt og gott signal alla leið )
Ef lögnin er eldri en 2 ára þá er líklegt að þetta sé aðeins 1 fiber inn til þín og þeir hafa skipt um enda, GR mun þá örugglega rukka þig eitthvað til að koma og setja þann rétta á fyrir þeirra kerfi þar sem uppsettningar menn símans fá seinast megar ég vissi kaupandann til að kvitta undir það að þeir hafi leyfi til að eiga við GR boxið/fiberinn
En með lagnirnar að þá var sett á regglugerð sem segir eitthvað álíka að sá sem kemur fyrst í uppsettningu verður að setja upp leiðarann á þann hátt að allar veitur hafi aðgengi að leiðara sem fer inn í íbúð.
GR hefur leyst þetta með því að draga 2x fíbera inn en míla hefur ekki verið að því þar sem þeir telja patch kerfi vera málið (Enda alveg óþarfi að hafa sterkt og gott signal alla leið )
Ef lögnin er eldri en 2 ára þá er líklegt að þetta sé aðeins 1 fiber inn til þín og þeir hafa skipt um enda, GR mun þá örugglega rukka þig eitthvað til að koma og setja þann rétta á fyrir þeirra kerfi þar sem uppsettningar menn símans fá seinast megar ég vissi kaupandann til að kvitta undir það að þeir hafi leyfi til að eiga við GR boxið/fiberinn
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: Bait And Switch hjá símanum
Línugjaldið var að hækka í byrjun desember um 210kr, ekki 1.230kr,
https://www.siminn.is/docs/default-source/default-document-library/ver%C3%B0breytingar-1-des-2017.pdf?sfvrsn=9fa57503_0
Kveðja,
Ævar hjá Símanum
https://www.siminn.is/docs/default-source/default-document-library/ver%C3%B0breytingar-1-des-2017.pdf?sfvrsn=9fa57503_0
Kveðja,
Ævar hjá Símanum
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum
Hvaða verð er þá það sem Míla gefur á síðunni sinni? https://www.mila.is/vorur/verdskra/
Það má líka geta þess að ég var í sambandi við Símann um þetta og nefndi mílu gjaldið og það var ekki haft fyrir því að leiðrétta að það væri ekki rétta gjaldið.
Það má líka geta þess að ég var í sambandi við Símann um þetta og nefndi mílu gjaldið og það var ekki haft fyrir því að leiðrétta að það væri ekki rétta gjaldið.
Re: Bait And Switch hjá símanum
Ég get ekki svarað fyrir hvaða verð er sett þarna á síðunni þeirra, við rukkum bara mv. samning milli okkar og Mílu, sem er sambærilegt og hjá öðrum internetveitum ef þú skoðar verðskrár á vefsíðum þeirra (og er í öllum tilfellum hærra en 1.970kr).
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1320
- Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
- Reputation: 8
- Staðsetning: eyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Línugjaldið fyrir ljósnetið líka komið í 3.200 kr. Finnst það vera geðsýki að rukka þetta verð fyrir notkun á 100 ára gömlum kopar sem skilar varla 50 niður og 15 upp hjá mér.
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum
Storm skrifaði:Ég get ekki svarað fyrir hvaða verð er sett þarna á síðunni þeirra, við rukkum bara mv. samning milli okkar og Mílu, sem er sambærilegt og hjá öðrum internetveitum ef þú skoðar verðskrár á vefsíðum þeirra (og er í öllum tilfellum hærra en 1.970kr).
sambærilegt verð, ekki sambærileg þjónusta
Annar staðurinn er Grillið, hinn er Bæjarins bestu.
Báðir ágætir staðir á sínu sviði, þeir hinsvegar rukka miðað við það sem er verið að selja.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1335
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum?
rétti tíminn, er ekki góðæri
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Hringdu, bezt í heimi.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Sælir.
Þarna er um misskilning að ræða hjá ykkur. Míla er heildsölufyrirtæki og selur því ekki beint til notanda. Verðskrá á vef Mílu er því heildsöluverð án virðisauka sem fyrirtækið rukkar til fjarskiptafélaga. Míla getur/má ekki skipt sér af hvaða álagningu fjarskiptafélögin hafa á þjónustu Mílu frekar en önnur heildsölufyrirtæki meiga skipta sér að smásöluverðum. Það er hreinlega ólöglegt.
Verð Mílu með virðisaukaskatti eru þessi:
Kopar, allt landið: 1743 kr.
Ljósleiðari Mílu, höfuðborg og Akureyri: 2443 kr.
Ljósleiðari Mílu, landsbyggð: 2852 kr.
Flest fjarskiptafélög hafa farið þá leið að rukka aðeins eitt línugjald í smásölu í stað þess að rukka eftir því hvaða tegundar eða hvar viðkomandi tenging er.
Í sambandi við innanhúslagnir þá eru íslensk fjarskiptalög þannig að fjarskiptafélög eiga ekki innanhúslagnir heldur eru það húseigendur sem eiga þær og bera ábyrgð á þeim. Í því sambandi skiptir ekki máli hver lagði lagnirnar og borgaði fyrir þær.
Reglur um innanhúslagnir segja einnig að öllum fjarskiptafélögum sé heimil notkun slíkra lagna og óheimilt er að hindra aðgang að þeim. Reglurnar segja einnig að tengjast skuli inn á lagnirnar í tengibretti í húskassa. Þannig sé ólöglegt að setja ekki upp tengi í húskassa en gefin er undanþága ef viðkomandi leggur 2 ljósþræði frá kjallara (húskassa) og í hverja íbúð. Sú undanþága á þó aðeins við um eldri hús og á ekki við um nýbyggingar. Ef þetta er gert þá verður að vera auðveldur aðgangur að þessum lausa þræði og óheimilt er að hindra aðgang að honum.
Í einu svari hér fyrir ofan er því haldið fram að með því að hafa tengi í kjallara þá sé Mílu sama um gæði tenginga. Þetta er hin mesta fjarstæða því ef þetta væri rétt þá væri Míla að auka rekstrarkostnað sinn. Hið rétta er að þetta veldur svo lítilli deyfingu (0,3dB) á sambandinu að þetta skiptir engu máli. Það að hafa tengi í kjallara auðveldar aftur á móti bilanaleit þegar þess þarf og lækkar þannig rekstarkostnað kerfanna til hagsbóta fyrir alla.
Vona að þetta skýri málið,
Kristinn (starfsmaður Mílu)
Þarna er um misskilning að ræða hjá ykkur. Míla er heildsölufyrirtæki og selur því ekki beint til notanda. Verðskrá á vef Mílu er því heildsöluverð án virðisauka sem fyrirtækið rukkar til fjarskiptafélaga. Míla getur/má ekki skipt sér af hvaða álagningu fjarskiptafélögin hafa á þjónustu Mílu frekar en önnur heildsölufyrirtæki meiga skipta sér að smásöluverðum. Það er hreinlega ólöglegt.
Verð Mílu með virðisaukaskatti eru þessi:
Kopar, allt landið: 1743 kr.
Ljósleiðari Mílu, höfuðborg og Akureyri: 2443 kr.
Ljósleiðari Mílu, landsbyggð: 2852 kr.
Flest fjarskiptafélög hafa farið þá leið að rukka aðeins eitt línugjald í smásölu í stað þess að rukka eftir því hvaða tegundar eða hvar viðkomandi tenging er.
Í sambandi við innanhúslagnir þá eru íslensk fjarskiptalög þannig að fjarskiptafélög eiga ekki innanhúslagnir heldur eru það húseigendur sem eiga þær og bera ábyrgð á þeim. Í því sambandi skiptir ekki máli hver lagði lagnirnar og borgaði fyrir þær.
Reglur um innanhúslagnir segja einnig að öllum fjarskiptafélögum sé heimil notkun slíkra lagna og óheimilt er að hindra aðgang að þeim. Reglurnar segja einnig að tengjast skuli inn á lagnirnar í tengibretti í húskassa. Þannig sé ólöglegt að setja ekki upp tengi í húskassa en gefin er undanþága ef viðkomandi leggur 2 ljósþræði frá kjallara (húskassa) og í hverja íbúð. Sú undanþága á þó aðeins við um eldri hús og á ekki við um nýbyggingar. Ef þetta er gert þá verður að vera auðveldur aðgangur að þessum lausa þræði og óheimilt er að hindra aðgang að honum.
Í einu svari hér fyrir ofan er því haldið fram að með því að hafa tengi í kjallara þá sé Mílu sama um gæði tenginga. Þetta er hin mesta fjarstæða því ef þetta væri rétt þá væri Míla að auka rekstrarkostnað sinn. Hið rétta er að þetta veldur svo lítilli deyfingu (0,3dB) á sambandinu að þetta skiptir engu máli. Það að hafa tengi í kjallara auðveldar aftur á móti bilanaleit þegar þess þarf og lækkar þannig rekstarkostnað kerfanna til hagsbóta fyrir alla.
Vona að þetta skýri málið,
Kristinn (starfsmaður Mílu)
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Takk fyrir að svara.
Undarlegt að fjarlægjast notendur sína svona, þið eruð að leyfa Símanum og öðrum að ráðskast með viðskiptavini ykkar og njótið nú eftirmála af því.
kristas skrifaði:Kristinn (starfsmaður Mílu)
Undarlegt að fjarlægjast notendur sína svona, þið eruð að leyfa Símanum og öðrum að ráðskast með viðskiptavini ykkar og njótið nú eftirmála af því.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Gæti Kristinn (starfsmaður Mílu) frætt okkur um eignarhaldið á Mílu ?
Mér hefur nú alltaf fundist Míla vera skúffufyrirtæki Símans og draga taum þeirra.
Núverandi höfuðstöðvar eru skráðar á Stórhöfði 22-30 en reikningar eiga að berast til:
Míla ehf.
b/t Reikningahalds
Ármúli 25
Mér hefur nú alltaf fundist Míla vera skúffufyrirtæki Símans og draga taum þeirra.
Núverandi höfuðstöðvar eru skráðar á Stórhöfði 22-30 en reikningar eiga að berast til:
Míla ehf.
b/t Reikningahalds
Ármúli 25
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16517
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2115
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Starman skrifaði:Gæti Kristinn (starfsmaður Mílu) frætt okkur um eignarhaldið á Mílu ?
Mér hefur nú alltaf fundist Míla vera skúffufyrirtæki Símans og draga taum þeirra.
Núverandi höfuðstöðvar eru skráðar á Stórhöfði 22-30 en reikningar eiga að berast til:
Míla ehf.
b/t Reikningahalds
Ármúli 25
Það er ekkert leyndarmál að Míla og Síminn er sitthvor vasinn á sömu buxunum.
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Miíla var stofnuð 2007 þegar stór partur af tæknideild Símans var færð yfir í Mílu. Míla er því dótturfyrirtæki Símans en fyrirtækið er með sjálfstæða stjórn og Síminn má aðeins skipta sér mjög takmarkað af rekstri Mílu. Míla var stofnuð utan um helstu heildsöluvörur Símans á þeim tíma þ.e. línukerfi (kopar, ljós og rörakerfi). Einnig stofnasambönd um allt land auk hýsingar þ.e. húsnæði fyrir búnað. 2013 voru svokölluð aðgangskerfi færð frá Símanum til Mílu. Aðgangskerfi eru virki búnaðurinn í símstöðvum og götuskápum sem heimili og fyrirtæki tengjast við fyrir internet tengingar, þ.e. GPON og Ljósnet.
Í sambandi við það að við séum langt frá endanotendum þá má það vera en það er ekki okkar ákvörðun heldur var það Samkeppnisstofnun sem setti það skilyrði á sínum tíma. Ástæðan er sú að ekki þótti heppilegt að við værum á sama sölustigi og viðskiptavinir okkar þ.e. fjarskiptaþjónustufyrirtækin. Míla er því grunnfyrirtæki fjarskipta á Íslandi sem gerir flestum öðrum fjarskiptafyrirtækjum mögulegt að selja sína þjónutu til endanotenda án þess að þau eigi eigin net.
Í sambandi við það að við séum langt frá endanotendum þá má það vera en það er ekki okkar ákvörðun heldur var það Samkeppnisstofnun sem setti það skilyrði á sínum tíma. Ástæðan er sú að ekki þótti heppilegt að við værum á sama sölustigi og viðskiptavinir okkar þ.e. fjarskiptaþjónustufyrirtækin. Míla er því grunnfyrirtæki fjarskipta á Íslandi sem gerir flestum öðrum fjarskiptafyrirtækjum mögulegt að selja sína þjónutu til endanotenda án þess að þau eigi eigin net.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Bait And Switch hjá símanum?
GuðjónR skrifaði:Starman skrifaði:Gæti Kristinn (starfsmaður Mílu) frætt okkur um eignarhaldið á Mílu ?
Mér hefur nú alltaf fundist Míla vera skúffufyrirtæki Símans og draga taum þeirra.
Núverandi höfuðstöðvar eru skráðar á Stórhöfði 22-30 en reikningar eiga að berast til:
Míla ehf.
b/t Reikningahalds
Ármúli 25
Það er ekkert leyndarmál að Míla og Síminn er sitthvor vasinn á sömu buxunum.
Er ekki Síminn dótturfyrirtæki Mílu? Held að það sé þannig.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Bait And Switch hjá símanum?
Kannski rétt að það komi fram að Míla veitir öllum fyrirtækjum sömu þjónustu, hvort sem það er Síminn eða einhvert annað fyrirtæki. Ef við gerum það ekki ættum við á hættu verulegar sektir frá Samkeppnisstofnun og því er gríðarleg áhersla lögð á að veita öllum fjarskiptafélögum nákvæmlega sömu þjónustu.
Re: Bait And Switch hjá símanum?
kristas skrifaði:Kannski rétt að það komi fram að Míla veitir öllum fyrirtækjum sömu þjónustu, hvort sem það er Síminn eða einhvert annað fyrirtæki. Ef við gerum það ekki ættum við á hættu verulegar sektir frá Samkeppnisstofnun og því er gríðarleg áhersla lögð á að veita öllum fjarskiptafélögum nákvæmlega sömu þjónustu.
Bhaha , þú ert ágætur , en ég held að þú sért í annari vídd.