Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf DJOli » Þri 12. Des 2017 16:24

Sæl öll. Nú vantar mig smá fræðslu, og vona að hún standi til boða.

Það sem ég skil, er að Ljósleiðari er ekki = ljósnet.
Ljósnet (séríslenskt heiti) er ljósleiðari í götuskáp og svo kopar frá götuskáp að heimili (eða beint frá símstöð, ef vegalengdin er nógu stutt).

Nú var ég nýlega að fá uppfærslu úr adsl í vdsl ("ljósnet"), en tók eftir að pingið hjá mér hafi ekkert breyst, samt er ljósleiðaratengingin farin úr sirka 1,3km fjarlægð í tæpa 150 metra. Ég er reyndar með kopar í gegnum tvo skápa (ljósleiðari í kopar, svo kopar í kopar, og inn í íbúð).

Af hverju er pingið hjá mér svona hátt til samanburðar við ljósleiðaranotanda? (~90-100 hjá mér, á meðan Íslendingur staðsettur annarsstaðar á Íslandi fær tæplega 50 á sama leikjaserver)

Mynd


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf Nitruz » Þri 12. Des 2017 16:29

Búinn að keyra tracert ?



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf fallen » Þri 12. Des 2017 17:26

Ping á ljósneti og adsl er það sama, nema ef ljósnetið er með vectoring þá er það minna. Á ljósleiðara ertu basically að lana með skápnum sem þú ert tengdur í og því er það <1.

Við þessa breytingu verður tekin í notkun ný og öflugri villuleiðrétting á línum sem lækkar töf á línum í 3 – 5 ms úr 10 – 15 ms sem er á VDSL2 línum í dag.


https://www.mila.is/um-milu/frettasafn/ ... a-vigrunar
Síðast breytt af fallen á Þri 12. Des 2017 17:30, breytt samtals 1 sinni.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf DJOli » Þri 12. Des 2017 17:29

fallen skrifaði:Ping á ljósneti og adsl er það sama, nema ef ljósnetið er með vectoring þá er það minna. Á ljósleiðara ertu basically að lana með skápnum sem þú ert tengdur í og því er það <1.

Er búnaðurinn í skápnum sem breytir úr kopar í ljós þá orsökin á þessari hræðilegu pinghækkun?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf fallen » Þri 12. Des 2017 17:30

Það er villuleiðréttingin sem þarf að keyra á koparlínunni já.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf emmi » Þri 12. Des 2017 17:34

Sendu póst á thjonusta@mila.is og biddu þá um að virkja G.INP á línunni hjá þér, pingið ætti að detta niður í 5-6ms miðað við að pinga mbl.is.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 757
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf russi » Þri 12. Des 2017 17:49

Ping segir lítið um bandbreidd, sem er mesta búbótin við að færa sig úr ADSL yfir í VDSL/Ljósleiðara. Það er jafnvel líklegt að þó þú værir með ljós í þennan sama skáp og VDSL fer í og því með ljós "alla" leið, þá mynd pingið vera það sama eða álíka.

Svo er líklegt að pakkinn þinn sé að fara sömu leið og áður, fer í gegnum sömu switcha og routera, fyrir utan þinn router, á leið sinni. Það útskýrir stærsta þáttinn í þess, tracert(windows) myndi svara því eins og áður er komið fram.



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf DJOli » Mið 13. Des 2017 09:40

fallen skrifaði:Það er villuleiðréttingin sem þarf að keyra á koparlínunni já.


emmi skrifaði:Sendu póst á thjonusta@mila.is og biddu þá um að virkja G.INP á línunni hjá þér, pingið ætti að detta niður í 5-6ms miðað við að pinga mbl.is.

Geri það takk. En hvað er G.INP og hvernig kemur það þessu við?

russi skrifaði:Ping segir lítið um bandbreidd, sem er mesta búbótin við að færa sig úr ADSL yfir í VDSL/Ljósleiðara. Það er jafnvel líklegt að þó þú værir með ljós í þennan sama skáp og VDSL fer í og því með ljós "alla" leið, þá mynd pingið vera það sama eða álíka.

Svo er líklegt að pakkinn þinn sé að fara sömu leið og áður, fer í gegnum sömu switcha og routera, fyrir utan þinn router, á leið sinni. Það útskýrir stærsta þáttinn í þess, tracert(windows) myndi svara því eins og áður er komið fram.


Ég veit að Ping segi ekkert til um bandbreidd. En nú er búið að laga hana (bandbreiddina) talsvert, og því Ping orðið eini "veiki hlekkurinn" að mínu mati.

Edit:

Sendi þjónustuveri Mílu tölvupóst þar sem ég spurði hvort hægt væri að setja G.INP á tenginguna mína, og viti menn. Nýju tölurnar:

Mynd


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 757
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari, Ljósnet, Kopar og Ping mál. Vantar aðstoð.

Pósturaf russi » Fim 14. Des 2017 09:13

Vel gert