Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Ég horfði á þetta vídeó því ég var svona að íhuga að uppfæra í Windows 10, hélt að það væri ekkert mál að stilla privacy settings einsog einhverjir hafa talað um, en þetta er doldið effort að gera þetta og þarft viðbótar 3rd party forrit til að hjálpa þér, svo veistu ekkert hvaða breytingar MS gerir útaf forced-upgrade.
Prevent Windows 10 Spying - Privacy & Security Matter
https://youtu.be/u1kGMCfb2xw
Fyrir þá sem nota Windows 10, eruði að fara extra-mile í að stilla windows svo það njósni ekki? Ég get ekki hugsað mér að nota stýrikerfi sem njósnar svona um mann. Svo veit maður aldrei hvað microsoft er að senda leynilega um mann.
Og hvernig eruði að upplifa þetta forced-upgrade? Ég persónulega HATA þegar ég þarf að reboota tölvunni, enda þýðir að ég þarf að loka 30 forritum, 300 többum, og allskonar skjölum. Force quittar MS allt bara og ræsir fresh?
Greinilegt að ég er doomed að nota win7 forever.
Prevent Windows 10 Spying - Privacy & Security Matter
https://youtu.be/u1kGMCfb2xw
Fyrir þá sem nota Windows 10, eruði að fara extra-mile í að stilla windows svo það njósni ekki? Ég get ekki hugsað mér að nota stýrikerfi sem njósnar svona um mann. Svo veit maður aldrei hvað microsoft er að senda leynilega um mann.
Og hvernig eruði að upplifa þetta forced-upgrade? Ég persónulega HATA þegar ég þarf að reboota tölvunni, enda þýðir að ég þarf að loka 30 forritum, 300 többum, og allskonar skjölum. Force quittar MS allt bara og ræsir fresh?
Greinilegt að ég er doomed að nota win7 forever.
*-*
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Bara pæli ekki í því.
Það er alls staðar "njósnað" um netverja.
Það er alls staðar "njósnað" um netverja.
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Versta við W10 er þessi sjálfvirku updates sem taka yfir vélina þegar þú ert ekki að nota hana. Svo vaknar þú um morguninn og allt endurræst.
Ég nota Spybot Anti-Beacon til að loka fyrir ýmistlegt sem MS fylgjast með , url : https://www.safer-networking.org/spybot-anti-beacon/
Annars hefur Windows 10 farið ágætlega með mig.... so far.
Ég nota Spybot Anti-Beacon til að loka fyrir ýmistlegt sem MS fylgjast með , url : https://www.safer-networking.org/spybot-anti-beacon/
Annars hefur Windows 10 farið ágætlega með mig.... so far.
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Instalaði Linux, og búin að nota það í yfir tvö ár.
Ef þú ert með miklar áhyggjur yfir privacy hlutum og Windows 10, þá ættirðu einfaldlega ekki að nota það. Getur stillt allskonar settings og notað 3rd party, en það er erfitt þegar MS er ávallt að "uppfæra" og "óvart" restarta ýmsum stillingum.
Síðan með Windows 7 þá er maður að heyra svona hluti: https://www.pcworld.com/article/2978239 ... storm.html
Og síðan er fólk auðvitað að tala um að þetta skipti ekki máli, það sé njósnað um mann allstaðar á vefnum og svona. Mér finnst þetta afkaplega lélegt. Þetta er stýrikerfið þitt! Ekki eithvað app í símanum þínum eða samfélagsmiðill. Stýrikerfið á tölvunni þinni. Þú ættir að geta haft eitthverja stjórn á því!
Það að privacy stillingarnar í Windows 10 bjóða bara uppá basic og full (um hversu miklar upplýsingar þú villt senda til Microsoft), en ekkert off. Er bara best.
Ef þú ert með miklar áhyggjur yfir privacy hlutum og Windows 10, þá ættirðu einfaldlega ekki að nota það. Getur stillt allskonar settings og notað 3rd party, en það er erfitt þegar MS er ávallt að "uppfæra" og "óvart" restarta ýmsum stillingum.
Síðan með Windows 7 þá er maður að heyra svona hluti: https://www.pcworld.com/article/2978239 ... storm.html
Og síðan er fólk auðvitað að tala um að þetta skipti ekki máli, það sé njósnað um mann allstaðar á vefnum og svona. Mér finnst þetta afkaplega lélegt. Þetta er stýrikerfið þitt! Ekki eithvað app í símanum þínum eða samfélagsmiðill. Stýrikerfið á tölvunni þinni. Þú ættir að geta haft eitthverja stjórn á því!
Það að privacy stillingarnar í Windows 10 bjóða bara uppá basic og full (um hversu miklar upplýsingar þú villt senda til Microsoft), en ekkert off. Er bara best.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Er með script sem ég keyri í hvert sinn sem ég set vélina mína upp ,
og siðan breyti ég smá handvirkt .
og siðan breyti ég smá handvirkt .
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Keyri bara Windows 7. Þoldi ekki Windows 10.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
@Home þá er ég búinn að skipta yfir í Ubuntu bæði á fartölvu og borðtölvu , er samt með Dual boot á borðtölvunni með Windows 10 ef ég þarf að gera eitthvað Windows tengt. Ekki mikið vesen.
@Work þá er ég að nota Windows 10 á vinnutölvunni því ég fékk vél uppsetta með Windows 10 og er að vinna í microsoft umhverfi.
@Work þá er ég að nota Windows 10 á vinnutölvunni því ég fékk vél uppsetta með Windows 10 og er að vinna í microsoft umhverfi.
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Tölvan mín er framlenging á huga mínum. Það er algjör show-stopper að það sé njósnað um mig.
Hvenær ætla eftirlitsstofnanir að stöðva þetta rugl?
Geta þeir ekki bara boðið upp á "Windows 10 Privacy edition" eða álíka sem sækir bara uppfærslur og það er það eina.
Hvenær ætla eftirlitsstofnanir að stöðva þetta rugl?
Geta þeir ekki bara boðið upp á "Windows 10 Privacy edition" eða álíka sem sækir bara uppfærslur og það er það eina.
*-*
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Það er engin að fara að stoppa þetta, friðhelgin er dauð því allir samþykkja skilmálana því annars ertu ekki með í partýinu.
Það er bara tímabundin lausn að negla sig við þetta eða hitt stýrikerfi því þau úreldast, eina leiðin er að vera með eina ótengda tölvu á borðinu líka.
Það er bara tímabundin lausn að negla sig við þetta eða hitt stýrikerfi því þau úreldast, eina leiðin er að vera með eina ótengda tölvu á borðinu líka.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Zorglub skrifaði:Það er engin að fara að stoppa þetta, friðhelgin er dauð því allir samþykkja skilmálana því annars ertu ekki með í partýinu.
Það er bara tímabundin lausn að negla sig við þetta eða hitt stýrikerfi því þau úreldast, eina leiðin er að vera með eina ótengda tölvu á borðinu líka.
Eða mótmæla með því að nota opin stýrikerfi þar sem þú getur skoðað allan grunnkóðann eins og mörg Linux Distro eru. Vandamálið kemur að sumir hardware manufacture eru byrjaðir að release binary only driverum, enn þetta er alveg hægt.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Ég gafst upp á W10, ekki útaf friðhelgisbrotum, löngu hættur að pæla í því.
Útslagið var þegar innbyggða leitin hætti að virka og fann aðeins forrit og gögn sem ég eyddi fyrir ári, eina leiðin til að laga leitina var að setja stýrikerfið upp á nýtt, það virkaði hvorki að setja stýrikerfið upp á nýtt og halda forritum né að endurbyggja indexið.
Annað sem truflar mig líka er hversu mikið Microsoft er að þvinga hluti sem ég notendur vilja alls ekki.
Að breyta um default forrit til að opna ákveðin skjöl er bókstaflega of flókið fyrir Meðal-Jón. Einfalt fyrir okkur Vaktarana en hin 99% skilja þetta ekki.
Að hafa tablet mode í boði á tölvum sem geta ekki virkað sem spjöld (borðtölvur, fartölvur með föstum skjá / ekki snertiskjá), ég hef þurft að hjálpa allt of mörgum notendum að skipta úr tablet mode í desktop mode eftir að þeir óvart gerðu eitthvað shortcut sem virkjaði tablet. Í sumum tilvikum hefur virkað að slökkva á því í Action Center, í örðum tilvikum hef ég verið byrjaður að skoða registry hökk.
W10 var í algjöru uppáhaldi hjá mér í upphafi. Hinsvegar get ég ekki sætt mig við að greiða tæplega 30.000 kr fyrir "Pro" stýrikerfi með Candy Crush innbyggt, óþarfa flækjustigi til að slökkva á sjálfvirkum endurræsingum ofl.
Útslagið var þegar innbyggða leitin hætti að virka og fann aðeins forrit og gögn sem ég eyddi fyrir ári, eina leiðin til að laga leitina var að setja stýrikerfið upp á nýtt, það virkaði hvorki að setja stýrikerfið upp á nýtt og halda forritum né að endurbyggja indexið.
Annað sem truflar mig líka er hversu mikið Microsoft er að þvinga hluti sem ég notendur vilja alls ekki.
Að breyta um default forrit til að opna ákveðin skjöl er bókstaflega of flókið fyrir Meðal-Jón. Einfalt fyrir okkur Vaktarana en hin 99% skilja þetta ekki.
Að hafa tablet mode í boði á tölvum sem geta ekki virkað sem spjöld (borðtölvur, fartölvur með föstum skjá / ekki snertiskjá), ég hef þurft að hjálpa allt of mörgum notendum að skipta úr tablet mode í desktop mode eftir að þeir óvart gerðu eitthvað shortcut sem virkjaði tablet. Í sumum tilvikum hefur virkað að slökkva á því í Action Center, í örðum tilvikum hef ég verið byrjaður að skoða registry hökk.
W10 var í algjöru uppáhaldi hjá mér í upphafi. Hinsvegar get ég ekki sætt mig við að greiða tæplega 30.000 kr fyrir "Pro" stýrikerfi með Candy Crush innbyggt, óþarfa flækjustigi til að slökkva á sjálfvirkum endurræsingum ofl.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Henjo skrifaði:. Þetta er stýrikerfið þitt! Ekki eithvað app í símanum þínum eða samfélagsmiðill. Stýrikerfið á tölvunni þinni. Þú ættir að geta haft eitthverja stjórn á því!
Það að privacy stillingarnar í Windows 10 bjóða bara uppá basic og full (um hversu miklar upplýsingar þú villt senda til Microsoft), en ekkert off. Er bara best.
Þarna held ég að sé akkúrat af hverju MS "gaf" okkur Win 10
Við eigum það ekki, þeir eiga það. Þetta var eimmitt tekið fram í "fríu" uppfærsluni frá Win7/8/8.1.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
brain skrifaði:Henjo skrifaði:. Þetta er stýrikerfið þitt! Ekki eithvað app í símanum þínum eða samfélagsmiðill. Stýrikerfið á tölvunni þinni. Þú ættir að geta haft eitthverja stjórn á því!
Það að privacy stillingarnar í Windows 10 bjóða bara uppá basic og full (um hversu miklar upplýsingar þú villt senda til Microsoft), en ekkert off. Er bara best.
Þarna held ég að sé akkúrat af hverju MS "gaf" okkur Win 10
Við eigum það ekki, þeir eiga það. Þetta var eimmitt tekið fram í "fríu" uppfærsluni frá Win7/8/8.1.
Það var samt ekki frítt, þú þurftir að borga með W7/8 leyfinu þínu og ef þú kaupir nýja tölvu að þá er hluti af verðinu fyrir stýrikerfinu.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
chaplin skrifaði:brain skrifaði:Henjo skrifaði:. Þetta er stýrikerfið þitt! Ekki eithvað app í símanum þínum eða samfélagsmiðill. Stýrikerfið á tölvunni þinni. Þú ættir að geta haft eitthverja stjórn á því!
Það að privacy stillingarnar í Windows 10 bjóða bara uppá basic og full (um hversu miklar upplýsingar þú villt senda til Microsoft), en ekkert off. Er bara best.
Þarna held ég að sé akkúrat af hverju MS "gaf" okkur Win 10
Við eigum það ekki, þeir eiga það. Þetta var eimmitt tekið fram í "fríu" uppfærsluni frá Win7/8/8.1.
Það var samt ekki frítt, þú þurftir að borga með W7/8 leyfinu þínu og ef þú kaupir nýja tölvu að þá er hluti af verðinu fyrir stýrikerfinu.
Þeir leyfðu þeim sem voru með stolið stýrikerfi að uppfæra líka. Bara allir sem keyrðu eitthvað windows what so ever
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Þetta er einsog nauðgun.
Bara útaf því hann (microsoft) getur það, þá getur hún (neytandinn/notandinn) ekkert gert, og bara verður að leyfa því að gerast.
Bara útaf því hann (microsoft) getur það, þá getur hún (neytandinn/notandinn) ekkert gert, og bara verður að leyfa því að gerast.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Myndi ekki ganga svo létt að nota nauðgun, klárt brot á friðhelgi í raun.
Hef samt áhyggjur að þegar tölvan mín fer að læra hvernig ég hugsa og framkvæmi.
þá er ég orðin varan sem er verið að selja.
half life 3 mætti samt fara að koma út.
bara spennandi tímar
Hef samt áhyggjur að þegar tölvan mín fer að læra hvernig ég hugsa og framkvæmi.
þá er ég orðin varan sem er verið að selja.
half life 3 mætti samt fara að koma út.
bara spennandi tímar
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
depill skrifaði:Zorglub skrifaði:Það er engin að fara að stoppa þetta, friðhelgin er dauð því allir samþykkja skilmálana því annars ertu ekki með í partýinu.
Það er bara tímabundin lausn að negla sig við þetta eða hitt stýrikerfi því þau úreldast, eina leiðin er að vera með eina ótengda tölvu á borðinu líka.
Eða mótmæla með því að nota opin stýrikerfi þar sem þú getur skoðað allan grunnkóðann eins og mörg Linux Distro eru. Vandamálið kemur að sumir hardware manufacture eru byrjaðir að release binary only driverum, enn þetta er alveg hægt.
Vissulega fyrir okkur, en fyrir meðaljónin, nei.
En svo er þetta í raun miklu flóknara, maður sér alveg fyrir sér að MS fari að pressa enn harðar að þú getir ekki notað W10 nema með skráðum aðgangi og að kerfið þurfi að hringja heim reglulega til að virka.
Svo held ég að það sé ekkert svo langt í það að þú þurfir að nota þessa aðganga þína MS/Google/Apple til að skrá þig inn í allt mögulegt, bílinn þinn húsið þitt, vinnuna, innkaupakerruna í stórmarkaðnum og svo framvegis. Ekki af því að það þurfi heldur einfaldlega af því þeir geta það og að sjálfsögðu í okkar þágu.
Þannig að það mun alltaf verða erfiðara og erfiðara að vera óþekktur og þess vegna segi ég að fólk þurfi einfaldlega að hafa allt tvöfallt ef það vill halda einhverri friðhelgi.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Ég vona að það komi nýtt desktop stýrikerfi fyrir PC fram, held að Windows sé alveg farið yfir "to the dark side" sýnist mér eftir að hafa skoðað þetta nánar aftur núna eftir að ég sagði neitakk fyrir 2 árum síðan.
Linux er náttúrlega engin lausn ef þú ert að nota VR tæki, spila leiki, o.s.frv., það er ekkert hægt að gera á Ubuntu eða álíka. Það má nota það sem grunn fyrir alvöru desktop stýrikerfi, en í dag er t.d. nýjasta ubuntu svona 20 árum á eftir windows 10.
Kannski eina svarið er að evrópusambandið fjármagni þróun á nýju stýrikerfi sem er vel samkeppnishæft við Windows 10 og allt keyrir á.
Linux er náttúrlega engin lausn ef þú ert að nota VR tæki, spila leiki, o.s.frv., það er ekkert hægt að gera á Ubuntu eða álíka. Það má nota það sem grunn fyrir alvöru desktop stýrikerfi, en í dag er t.d. nýjasta ubuntu svona 20 árum á eftir windows 10.
Kannski eina svarið er að evrópusambandið fjármagni þróun á nýju stýrikerfi sem er vel samkeppnishæft við Windows 10 og allt keyrir á.
*-*
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Ég er viss um að microsoft séu að njósna, en hversu mikið þeir njósna sé aðallega túlkað af einhverju fólki með ofsóknaræði.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
afrika skrifaði:
Þeir leyfðu þeim sem voru með stolið stýrikerfi að uppfæra líka. Bara allir sem keyrðu eitthvað windows what so ever
Leyfa og ekki leyfa, þeir voru bara aggressive í að láta alla uppfæra, ódýrara að gera ferlið einfalt fyrir alla í stað þess að gera óþarfa flækju útaf 0.0001% af notendum eru með stolið kerfi.
Punkturinn er að þetta var ekki ókeypis uppfærsla.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Zorglub skrifaði:Vissulega fyrir okkur, en fyrir meðaljónin, nei.
Sammála seinni partinum ekki fyrri partinum. Ég hef sett upp tölvur þó nokkra sem vita ekkert um tölvur á Ubuntu þar sem tölvunar hafa verið að vera slappar við að keyra þung kerfi eins og Windows en fljúga á eins og Lubuntu. Chromebook sem keyrir ChromeOS sem er bara Linux distro er líka annað example af þessu. Mjög margir þurfa ekki lengur Windows og það er jafnvel meira applicable fyrir venjulega notendur en superusers
appel skrifaði:Ég vona að það komi nýtt desktop stýrikerfi fyrir PC fram, held að Windows sé alveg farið yfir "to the dark side" sýnist mér eftir að hafa skoðað þetta nánar aftur núna eftir að ég sagði neitakk fyrir 2 árum síðan.
Linux er náttúrlega engin lausn ef þú ert að nota VR tæki, spila leiki, o.s.frv., það er ekkert hægt að gera á Ubuntu eða álíka. Það má nota það sem grunn fyrir alvöru desktop stýrikerfi, en í dag er t.d. nýjasta ubuntu svona 20 árum á eftir windows 10.
Kannski eina svarið er að evrópusambandið fjármagni þróun á nýju stýrikerfi sem er vel samkeppnishæft við Windows 10 og allt keyrir á.
Ja Þýskalands ríkisstjórnin og Frakkland sveitarfélögin hafa verið að setja pening í Linux based stýrikerfi og það held ég að sé klárlega best bet. Ef maður horfir líka á það sem Kína og aðrir eru að fjárfesta í kjarnanum vantar bara að gera sumt betra, Google er mikið að hjálpa til þar og það að meira og meira er að verða web-based hjálpar enn meira. Langt því frá að Ubuntu er 20 árum eftir Windows 10, að mörgu leyti stendur það framar.
StreamVR og Vive virka svo bæði á Linux ef við ætlum að taka um VR, enn það er alltaf ákveðið comptability vandamál á milli, og leikir targeta stærri kerfi. Þannig það er mikið chicken and egg vandamál.
Persónulega fyrir mig er bara eitt sem ég sakna og það er Adobe Creative Suite, annað er ég með replacement fyrir og fyrir development finnst mér þetta nottulega mikið þæginlegra.
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
Er einhver leið til að fá afrit af og logga þær upplýsingar sem Windows er að senda frá sér vegna svona eftirlits?
Re: Hvernig dílar þú við privacy á Windows 10?
appel skrifaði:Ég vona að það komi nýtt desktop stýrikerfi fyrir PC fram, held að Windows sé alveg farið yfir "to the dark side" sýnist mér eftir að hafa skoðað þetta nánar aftur núna eftir að ég sagði neitakk fyrir 2 árum síðan.
Linux er náttúrlega engin lausn ef þú ert að nota VR tæki, spila leiki, o.s.frv., það er ekkert hægt að gera á Ubuntu eða álíka. Það má nota það sem grunn fyrir alvöru desktop stýrikerfi, en í dag er t.d. nýjasta ubuntu svona 20 árum á eftir windows 10.
Kannski eina svarið er að evrópusambandið fjármagni þróun á nýju stýrikerfi sem er vel samkeppnishæft við Windows 10 og allt keyrir á.
Hvernig ættu þeir að fara að því að búa til stýrikerfi sem allt bara keyrir á? Forrit og slíkt er hannað fyrir stýrikerfið sjálft, ekki öfugt. Ef Evrópusambandið myndi fara gera sitt eigið kerfi, flott. En hvað? Þeir eru komnir með sitt stýrikerfi en það myndi ekkert styðja það.
Það er ekkert sem stoppar Linux kerfi við að runna leiki eða VR, og Ubuntu er langt frá því að vera 20 árum á eftir Windows (hef sjaldan heyrt jafnmikið bull)