Hraði á VDSL2 hjá Símanum?


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf jonfr1900 » Mán 25. Sep 2017 16:48

Ég er að flytja til Íslands á næsta ári eftir rúmlega 5 ára búsetu í Danmörku. Ég reyndar bjó á Íslandi árið 2015 til Apríl 2016 en ég hef ekki keypt internet yfir símalínu síðan árið 2012 á Íslandi.

Samkvæmt Mílu og Símanum er hraðinn á Ljósnetinu hjá þeim 50Mb/s (google segir að þetta sé 400Mbps) en fyrir nokkru síðan kom upp talan 100Mbps (að ég held). Hvernig hefur ljósnetið verið að reynast hjá fólki á þessum hraða eða sem næst því.

Mér sýnist að línulengdin þar sem ég mun á endanum flytja og kaupa hús (ef það tekst) vera í kringum 450 metrar. Þetta skiptir mig miklu máli þar sem ég ætla að fara hýsa mína vefi sjálfur eftir að ég er fluttur til Íslands og búinn að koma mér varanlega fyrir.

Takk fyrir aðstoðina.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf Hizzman » Mán 25. Sep 2017 17:17

ok, ég bít á..

https://www.google.com/search?q=vdsl2+distance+chart

ekkert að þakka.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf arons4 » Mán 25. Sep 2017 17:53

Eins og ég skil þá er sumstaðar boðið upp á vectoring sem er 100Mb, sumstaðar ekki og þá er það 50Mb. Svo var míla um tíma að selja VDSL og GPON undir sama nafninu sem var ljósnet sem var virkilega villandi, sýnist að þetta sé aðgreint í dag.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf depill » Mán 25. Sep 2017 18:14

VDSL með vigrun er 100 Mb og 25 Mb frá þér. Ég hef alveg verið að fá það á þessari línulengd.

Flest hús á höfuðborgarsvæðinu ( residencial ) eru með VDSL með vigrun. Landsbyggðin og iðnaðarhverfin eru happ og glapp og þá ertu með 50/25




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf jonfr1900 » Mán 25. Sep 2017 18:34

Ég verð úti á landi, hef ekki efni á því að búa á höfuðborgarsvæðinu. Veit ekki hversu góð símalínan er þar sem ég verð en ég reikna með að ástandið sé viðunandi þangað til að ég kemst að öðru.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Tengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf wicket » Þri 26. Sep 2017 09:54

Leitin á mila.is ætti að segja þér hvaða hraði er í boði þarna ef þú ert með eitthvað heimilsfang í huga.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf Hizzman » Þri 26. Sep 2017 10:26

jonfr1900 skrifaði:Ég verð úti á landi, hef ekki efni á því að búa á höfuðborgarsvæðinu. Veit ekki hversu góð símalínan er þar sem ég verð en ég reikna með að ástandið sé viðunandi þangað til að ég kemst að öðru.


velkominn til baka til Íslands og á Vaktina.

nennirðu að segja okkur hvað er gott og ekki gott í Danmörku miðað við ísland?




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf jonfr1900 » Þri 26. Sep 2017 12:59

Hizzman skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég verð úti á landi, hef ekki efni á því að búa á höfuðborgarsvæðinu. Veit ekki hversu góð símalínan er þar sem ég verð en ég reikna með að ástandið sé viðunandi þangað til að ég kemst að öðru.


velkominn til baka til Íslands og á Vaktina.

nennirðu að segja okkur hvað er gott og ekki gott í Danmörku miðað við ísland?


Vandamálið hjá mér er aðalega sveiflan í íslensku krónunni. Bara á þessu hefur veikning krónunnar valið því að ég hef tapað um 15.898 kr (sem er í kringum 190.000 ISK yfir árið) í gengið. Breytingin er þó ekki nema frá 15,99 ISK yfir í 17,10 ISK (þetta safnast saman hratt). Síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór hitinn að fara illa í mig með rakanum sem er alltaf hérna í Danmörku. Sem er talsverð breyting frá því sem var. Síðan þoli ég ekki þá staðreynd að margir reikningar hérna í Danmörku koma bara á þriggja mánaða fresti, stöku reikningar reyndar koma bara á sex mánaða fresti. Síðan hata ég moskítóflugur. Það eru mest óþolandi flugur sem hægt er að hafa í kringum sig. Síðan er vesenið með Danska skattinn sagan endalausa og ég nenni því ekki lengur.

Í fyrra (2016) varð síðan faðir minn (fóstur-föður) bráðkvaddur og ég er ekki almennilega búinn að jafna mig af því áfalli. Síðan ákvað ég að ég vildi vera nær eldfjöllum þar sem það er talsvert einfaldara að fjalla um þau þegar ég er á Íslandi heldur en í Danmörku. Þannig að ég ákvað að setja til hliðar það sem mér mislíkar við Ísland. Ég ætla frekar að breyta Íslandi heldur en að fara þaðan í framtíðinni. Ég get bara orðið ferðamaður í Evrópu án alls þess vesen sem fylgir því að búa þar.

Internetið er ágætt hérna í Danmörku. Ég er með ljósleiðara sem er 100Mbps í báðar áttir. Ég prufaði kapal internet (DOCSIS) en það virkaði ekki nógu vel vegna taps á kaplinum og villufjölda sem kom í kjölfarið. Danir eru komnir með 1Gbps DOCSIS kerfi núna (útgáfa 3.1). Ég get fengið 600Mbps ljósleiðara tengingu en ég varla nota alla 100Mbps ljósleiðarann núna þannig að ég ætla mér ekkert að fara upp í þennan hraða.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf Hizzman » Þri 26. Sep 2017 20:32

ok, leitt með pabba þinn.

hvað kostar svona nettenging í danmörku?

varstu að fá pening frá Íslandi? ísl krónan er búin að styrkjast helling sl 4-5 ár....




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hraði á VDSL2 hjá Símanum?

Pósturaf jonfr1900 » Þri 26. Sep 2017 22:12

Ég er með örorkubætur frá Íslandi. Þjónustuaðilinn sem ég versla við núna (Stofa) þá kostar 100Mbps ljósleiðari 299DKK + 20DKK fyrir fasta IP tölu. Þetta eru 5.462 íslenskar krónur í dag. Næsta tenging fyrir ofan kostar 499DKK (8.543 kr) og er 600Mbps.

Undanfarið hefur íslenska krónan verið að veikjast og ég sé ekki fram á að það breytist. Vegna þess að ég er að fá örorkubætur frá Íslandi og er einn þá fæ ég 71.000 kr minna en ef ég væri á Íslandi (auka greiðslur fyrir einstaklinga sem eru einir í heimili). Síðan þar sem ég er með örorkubætur frá Íslandi þá þarf ég að borga auka skatt í Danmörku ef ég nota fullan persónuafslátt á Íslandi (þar sem þetta virkar svona innan norðurlandanna, annarstaðar er allur skattur greiddur í búsetulandi). Þetta er bara meiriháttar vesen finnst mér og ég tapa meira á því heldur en að búa bara á Íslandi fjárhagslega. Þetta vegur upp á móti ódýari matvælum hérna í Danmörku en síðan er rafmagn mun dýrara en á Íslandi (mánuður kostar mig uþb 13.000 ISK). Rafmagn á Íslandi mundi bara kosta mig 3000 - 6000 kr á mánuði miðað við þá notkun sem ég er með hérna í Danmörku. Ég er með þrjár tölvur sem eru alltaf í gangi.