LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Pósturaf hagur » Mið 28. Jún 2017 21:36

Sælir,

Er með smá undarlegt vandamál sem ég var að rekast á. Ég er með ákveðið snjalltæki hérna heima sem ég get tengst í gegnum internetið "hvaðan sem er í heiminum" án þess að þurfa opna port í routernum hjá mér, þetta fer semsagt í gegnum "cloud" hjá framleiðanda tækisins.

Ég rak mig á það í dag að ef síminn minn er tengdur mobile networki á LTE/4G (er hjá Vodafone), þá virka þessi samskipti ekki, nema að hluta til. Ef ég fer í stillingar í android símanum og slekk á LTE og tengist þannig bara 3G, þá virkar þetta 100%. Þetta er varla bandvíddartengt - þá myndi þetta nú frekar virka á LTE en 3G.

Ég fór því að hugsa, eru einhverjar mismunandi policies í gangi á þessum mobile netum? Eru einhver meiri restrictions á mobile traffík á t.d LTE v.s 3G? Þá nánar tiltekið hjá Vodafone? Er einhver hérna með þekkingu á þessu og veit fyrir víst hvort það sé einhver munur á þessum netum hvað þetta varðar?




conzole
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fös 30. Maí 2014 23:54
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Pósturaf conzole » Fim 29. Jún 2017 17:59

Mögulega MTU vandamál eða eitthvað vandamál með VPN. Það er engin filtering á hvernig umferð ISP-i fær. IP umferð. Heyrðu í þeim, segðu þeim hvar þú ert staddur og segðu hvaða protocol þetta er sem þú notar. Þeir stofna case um þetta, og þá er spurning hvort þú færð svör.




wicket
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Pósturaf wicket » Fim 29. Jún 2017 21:38

Ég er hjá Símanum með GSM þjónustu og er að gera svipað og þú. Get tengst bæði NAS og Smarthome hub yfir netið í gegnum framleiðandann, svínvirkar á öllum kerfum. Þannig að þetta gæti verið Vodafone megin þó manni finnist einkennilegt ef þeir eru að fikta eitthvað í þessu, frekar að einversstaðar hjá þeim sé óvart eitthvað vitlaust config.

Gætir prófað þetta á Síma SIMkorti eða Nova korti ef þú kemst í, bara til að notu klassísku útilokunaraðferðina.