Sælir,
Það var að koma ljósleiðari í sveitina í gegnum millifyrirtæki rangárljós GPON, 100Mbps og 1000Mbps(1Gbps). Valdi að fara til Símans sökum hversu þægilegt sjónvarpsviðmótið þeirra er. Get tengst með því að nota þeirra router Technicolor TG789vac en ekki með mínum sem draumurinn er að gera. Hringdi í þjónustuverið og þau vita ekki mjög mikið um þetta, vita aðallega bara um ljósnetið. Fékk að heyra það líka að ef ég færi í 1gbps hraða þá myndi eflaust kerfið hjá símanum hrynja því það geti ekki stutt svona mikið.
Hefur einhver náð að tengja sinn eigin router í gegnum þetta eða svipað og þá hvernig? Onta boxið er alcatel.
Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
-
- has spoken...
- Póstar: 185
- Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
- Reputation: 31
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
Ég starfa hjá Símafélaginu og við notum radius auðkenningar (user og password) og VLAN á GPON.
Þekki ekki allveg nógu vel hvernig Síma routerinn auðkennir sig.
En það ætti ekki að vera neitt stórmál að græja hvaða router sem er.
Þekki ekki allveg nógu vel hvernig Síma routerinn auðkennir sig.
En það ætti ekki að vera neitt stórmál að græja hvaða router sem er.
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
Getur vel verið með þinn eigin router á GPON kerfinu, en það er svosem ekkert skrýtið finnst mér að þjónustuverið geti ekki hjálpað þér að setja slíkt upp.
Það eru þræðir hér á Vaktinni um þetta sem og margir notendur með síkt sem ættu að geta hjálpað ef þú lendir í ruglinu Síminn auðkennir bæði með user/pass eða DHCP auðkenningu.
Það eru þræðir hér á Vaktinni um þetta sem og margir notendur með síkt sem ættu að geta hjálpað ef þú lendir í ruglinu Síminn auðkennir bæði með user/pass eða DHCP auðkenningu.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 83
- Skráði sig: Fim 20. Nóv 2008 16:11
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
Þessi DHCP auðkenning hvernig virkar hún? Er hún ekki sjálfvirk?
-
- FanBoy
- Póstar: 759
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
Þetta virkar nákvæmlega eins og á ljósnetinu.
Ef þú ert ekki frá Símanum eða notar fasta IP frá Símanm þá þarftu að skrá þig inn með auðkenni(PPPoE), annars er það DHCP.
Það sem þarf að hafa í huga er tagga internet traffík á VLAN4 og Sjónvarp á VLAN3. Ef þú notar síma á routerinn þá er hann taggaður á VLAN5.
Það þýðir að þú getur verið með internetið hjá öllum þeim sem bjóða uppá það og samt notað Sjónvarp Símans.
DHCP auðkenning er sjálfvirk að öllu leiti þegar þú ert hjá símanum, hjá öðrum þarftu að vera með PPPoE user
Ef þú ert ekki frá Símanum eða notar fasta IP frá Símanm þá þarftu að skrá þig inn með auðkenni(PPPoE), annars er það DHCP.
Það sem þarf að hafa í huga er tagga internet traffík á VLAN4 og Sjónvarp á VLAN3. Ef þú notar síma á routerinn þá er hann taggaður á VLAN5.
Það þýðir að þú getur verið með internetið hjá öllum þeim sem bjóða uppá það og samt notað Sjónvarp Símans.
DHCP auðkenning er sjálfvirk að öllu leiti þegar þú ert hjá símanum, hjá öðrum þarftu að vera með PPPoE user
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
bjartman skrifaði:. Fékk að heyra það líka að ef ég færi í 1gbps hraða þá myndi eflaust kerfið hjá símanum hrynja því það geti ekki stutt svona mikið.
.
Þar sem ég vann hjá Símanum snýst þetta ekki um kerfi Símans, heldur um það að Technicolor routerinn með núverandi firmwarei styður ekki Gigabit hraða og hefur verið þekktur fyrir að læsast við of mikið álag. Það á að vera fix á leiðinni.
Þarft bara VLAN capable router, getur annð hvort fengið DHCP tölu en þar sem DHCP þjónin þarf að setja inn er það ólíklegt til að virka á þínum eigin router nema að kíkja á configið á TG. En þú getur bara fengið u&p hjá Símanum og sett upp PPP.
Er ONTan ( Alcatel ) með fleirri en einu porti eða mörgum. Ef það er með einu verðu líka að vera bridgeing capabilites í routernum.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 83
- Skráði sig: Fim 20. Nóv 2008 16:11
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
Já fannst það eitthvað skrítið með að kerfi símans myndi ekki styðja 1gigabit
Routerinn er sem ég er með er asus rt-ac56u. Hann ætti að hafa VLAN að minni bestu vitund. Spurning um að fá user og pass og prufa ppp.
Já Alcatelinn er með 4 port. Vitiði hvort að það er hægt að tengja afruglara (símans) beint í hann líkt og hjá Gagnaveitunni? Er hægt að hafa tvo routera tengda við hann einnig?
Routerinn er sem ég er með er asus rt-ac56u. Hann ætti að hafa VLAN að minni bestu vitund. Spurning um að fá user og pass og prufa ppp.
Já Alcatelinn er með 4 port. Vitiði hvort að það er hægt að tengja afruglara (símans) beint í hann líkt og hjá Gagnaveitunni? Er hægt að hafa tvo routera tengda við hann einnig?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á ljósleiðaranet símans ?
bjartman skrifaði:Já Alcatelinn er með 4 port. Vitiði hvort að það er hægt að tengja afruglara (símans) beint í hann líkt og hjá Gagnaveitunni? Er hægt að hafa tvo routera tengda við hann einnig?
Það á að vera hægt "held ég" að gera þetta beint á allavega sumum ONTunum. Myndi bara prófa og ef það virkar ekki heyra í Símanum.