brynjarbergs skrifaði:En ef að mér tókst að setja þetta upp og sjá stöðvarlistann í Plex - en live stöðvarnar eru endalaust að "loadast"?
Og ég get séð leiguna og hún loadast.
Er að velta fyrir mér hvað þið gerið við: "plugin.video.oztv-1.0.1.zip" file-inn? (er að keyra þetta á mac).
Ég er lenda í svipuðu - Live efni spilast ekki í AppleTV4 eða í gegnum Plex appið á símanum(iPhone), spilast aftur á móti fínt hjá mér í vafranum.
Ef ég skoða serverinn er hann hanga endalaust í buffering.
Bjó til á sínum tíma PlugIn í plex fyrir RUV streymið, það er sama sagan þar. Þetta virkaði fínt þar áður og hef ég grun um að eftir uppfærslu hjá Plex að þetta hafi dottið út. Er búin að skoða þetta eitthvað en enda alltaf á sama stað. Hef því grun um að Plex serverinn sé að reyna að transkóða þetta sem hann ætti ekki að gera. Það að stilla hann Direct stream og/eða direct Play hefur ekki tilætluð áhrif.
Ef einhver hefur hengið OZ-appið til að virka á ATV4, iPhone, Ipad (iOS í heildina) þá má sá sami rétta upp hönd segja okkar frá því hvaða stillingar hann hefur á serverinum hjá sér.