Urri skrifaði:Geronto skrifaði:Manager1 skrifaði:Það er einmitt í boði ljósnet þar sem ég bý en bara fyrir þá sem búa minna en 1km frá tengipunktinum við kerfið, þannig að stór hluti af bænum er enn bara með ADSL.
Það er góð og gild ástæða fyrir því, fólk sem býr meira en 1km frá tengipunkt getur einfaldlega ekki náð VDSL, hins vegar væri hægt að koma fyrir búnaði einhverstaðar nær en það getur verið mikill kostnaðarur annað en það sem ég sagði hér að ofan að þetta var allan tíman möguleiki, Míla bara gerði þetta ekki vegna þess að það var enginn sem bauð betur á þessu svæði og þess vegna fannst þeim engin ástæða til þess að setja VDSL þarna.
Mér var sagt að hámarkið væri 5km frá tengistöð fyrir vdsl.
Annars skil ég nú ekki afhverju er ekki bara sett strax ljósleiðari þar sem er verið að vinna í skurðum yfir höfuð ... það tekur ekkert langan tíma þegar skurðurinn er nú þegar opinn...
Er á akureyri og tengir er held ég fyrirtækið sem er í þessu hérna er a skíta uppá bak að mínu mati hef verið að skoða húsnæði til að kaupa og so far hefur EITT verið möguleiki á ljósleiðara.
Þér hefur verið sagt eitthvað vitlaust, nærð vdsl í mestalagi 1 km frá símstöð og þá er hraðinn ekki 100% og það er ef þú ert með fullkominn heimtaug.
Þetta er aðeins flóknara en að fara bara og setja ljósleiðarar í skurðinn, í fyrsta lagi þá kostar allt efni sem þú setur í jörðina þó að ég sé alveg sammála því að það borgar sig yfirleitt að setja ljós þegar það er opinn skurðu, það þarf samt að fást leyfi hjá þeim sem er með skurðinn og teikna upp og ýmislegt.
Svo er líka mjög líklegt að það sé búið að vera leggja ljós í þessa skurða bara ekki búið að tengja það eða að það séu komin rör en ekki búið að blása í rörin.
Annars veit ég ekkert hvernig Tengi eru að standa sig þarna á Akureyri, það gæti vel verið að þeir séu að leggja rör en svo gæti líka vel verið að þeir séu að skíta.