Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"

Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"

Pósturaf johnnyb » Sun 31. Júl 2016 23:43

Sælir

Ég var alltíeinu að fá slakan internet hraða sem hefur bara ekki komið fyrir þau 4 ár sem ég hef haft ljós í gegnum GR og Vodafone.

Þannig að ég enduræsi router og Telsey box, en eftir endurræsingu þá er Telsey boxið ekki að gefa routernum IP tölu.

Einnig prófaði ég að beintengja tölvuna í Telsey boxið en engin úthlutun á IP tölu heldur. og ég prófaði að fara á þessa síðu http://front01.gagnaveita.is/SELFCARE/index.do en fæ hana ekki upp með tölvuna beintengda.

Buinn að prófa að marg endurræsa allt en afruglarinn fær sitt og allar stöðvar inni.

Hafið einhver ráð fyrir mig?


CIO með ofvirkni


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"

Pósturaf Vaktari » Mán 01. Ágú 2016 01:25

Prufa að factory resetta ljósleiðaraboxið?


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarabox gefur ekki IP tölu "Problema" "Help"

Pósturaf Cikster » Mán 01. Ágú 2016 07:57

Ég lenti í því fyrir rúmum mánuði síðan að routerinn hjá mér fékk ekki IP tölu. Eftir að hafa farið í restart ferlið á routernum og boxinu (og ekkert breyttist) endaði ég á að hringja í minn ISP og fékk þá þau svör að þeir sem ég hafði verið með netið hjá 2 mánuðum fyrr hefðu fiktað eitthvað í stillingunum mínum og sett sig sem fyrsta ISP þannig að þeir sem ég var nýlega kominn með þjónustuna til gátu ekki veitt mér þjónustu fyrr en þeir löguðu stillinguna. Datt inn hjá mér eftir að stillingin var löguð og ljósleiðarabox/router endurræst.