Ég er semsagt í vandræðum með svona skjal
https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing
Vona að þið sjáið þetta.
En já, ég er semsagt að vinna með þetta í Excel 2013, vantaði bara að leyfa ykkur að sjá þetta þarna á google docs, er ekki að vinna þetta þar.
En vandamálið er svo sem ekki flókið.
Mig vantar að fela losna við #DIV/0! villuna þannig að hún sjáist ekki.
helvítis vesen hjá Excel að geta bara ekki deild með núlli, hvaða rugl er þetta.
en já, það sem að ég er semsagt búin að prufa
https://support.office.com/en-us/articl ... c1dbb9043d
Þessi hérna virkar bara ekki hjá mér.
Semsagt
Kóði: Velja allt
=IFERROR(B1/C1,0)
Mér er svo sem slétt sama hvernig þetta hverfur, ég þarf semsagt að hafa tengingarnar áfram á milli síðna og þarf að geta prentað út útkomu síðuna allt uppí 2 í viku, en í 1 í mánuði.
Fylli inní hinar síðurnar reglulega en vantar semsagt að fá útkomu síðuna án þessa #DIV/0! villu, hún mætti mín vegna vera "glær/hvít"
Vil bara ekki prenta hana út.
Nú vantar mig semsagt aðstoð frá ykkur excel snillingunum hvernig ég á að gera þetta, er búin að googla mig fram og til baka og gera mig gráhærðari en ég er og ég bara má ekki við því að halda áfram.