Ecxel aðstoð óskast.

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf urban » Mið 25. Maí 2016 11:40

Jæja, byrjum á því, ég er alveg gersamlega vonlaus á þetta forrit, á að kunna eitthvað smávegis en því miður aldrei nóg.

Ég er semsagt í vandræðum með svona skjal

https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing
Vona að þið sjáið þetta.
En já, ég er semsagt að vinna með þetta í Excel 2013, vantaði bara að leyfa ykkur að sjá þetta þarna á google docs, er ekki að vinna þetta þar.

En vandamálið er svo sem ekki flókið.
Mig vantar að fela losna við #DIV/0! villuna þannig að hún sjáist ekki.


helvítis vesen hjá Excel að geta bara ekki deild með núlli, hvaða rugl er þetta.

en já, það sem að ég er semsagt búin að prufa
https://support.office.com/en-us/articl ... c1dbb9043d
Þessi hérna virkar bara ekki hjá mér.
Semsagt

Kóði: Velja allt

=IFERROR(B1/C1,0)
neitar Excel bara að skilja sem formúlu og virðist engu skipta hvað ég geri.

Mér er svo sem slétt sama hvernig þetta hverfur, ég þarf semsagt að hafa tengingarnar áfram á milli síðna og þarf að geta prentað út útkomu síðuna allt uppí 2 í viku, en í 1 í mánuði.
Fylli inní hinar síðurnar reglulega en vantar semsagt að fá útkomu síðuna án þessa #DIV/0! villu, hún mætti mín vegna vera "glær/hvít"
Vil bara ekki prenta hana út.


Nú vantar mig semsagt aðstoð frá ykkur excel snillingunum hvernig ég á að gera þetta, er búin að googla mig fram og til baka og gera mig gráhærðari en ég er og ég bara má ekki við því að halda áfram.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf Vaski » Mið 25. Maí 2016 11:44

varstu búin að prófa að notast við semikommu í staðin fyrir kommu? Sem sagt svona

Kóði: Velja allt

 =IFERROR(B1/C1;0)




Porta
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Mið 30. Jún 2010 19:19
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf Porta » Mið 25. Maí 2016 11:48

Getur þú ekki bara iffað gildin áður en þú framkvæmir útreikninginn, ef það er 0 þá skilar þú "0" eða "", ef ekki þá framkvæmir þú útreikninginn?



Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf urban » Mið 25. Maí 2016 12:45

Porta skrifaði:Getur þú ekki bara iffað gildin áður en þú framkvæmir útreikninginn, ef það er 0 þá skilar þú "0" eða "", ef ekki þá framkvæmir þú útreikninginn?

að "iffa gildin" nú bara gætir þú alveg eins talað á rússnensku :D

Ekki gleyma því að útskýra þetta handa einhverjum 5 ára :D

En málið er semsagt að það verða 4 - 5 að fylla inní skjalið, semsagt brúttó nettó tölurnar í hverju nafni
Restin af skjalinu verður síðan læst.
en já þar sem að ég er sjálfagt manna bestur á Excel af þessum sem að kom atil með að nota skjalið, þá eiginlega verður það að vera alveg klárt, semsagt ef að einvher fyllir inní brúttó/nettó þá þarf þetta að reiknast alveg rétt út og færist inní "útkoma" flipann.(sem að er sá eini sem að prentast út síðan)

Ekki það, það gerir það núna, það fer bara alveg hrikalega í taugarnar á mér að hafa þennan error.


Mér var svo sem búið að detta til hugar að finna út leið til þess að gera errorinn bara hvítann, þá náttúrulega prentast hann ekki út og mér er slétt sama.

Hugsunin er semsagt að gera þetta bara auðlesanlegra.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf Baldurmar » Mið 25. Maí 2016 13:12

Þetta ætti að laga þetta hjá þér
Setur í staðinn fyrir deilinguna : =IF(H9=0;0;H8/H9)

=IF( *skilyrði* ; *það sem gerist ef skilyrði er uppfyllt* ; *Það sem gerist þegar skilyrði er ekki uppfyllt*)


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ecxel aðstoð óskast.

Pósturaf urban » Mið 25. Maí 2016 13:17

Baldurmar skrifaði:Þetta ætti að laga þetta hjá þér
Setur í staðinn fyrir deilinguna : =IF(H9=0;0;H8/H9)

=IF( *skilyrði* ; *það sem gerist ef skilyrði er uppfyllt* ; *Það sem gerist þegar skilyrði er ekki uppfyllt*)


Þakka þér :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !