Góðan daginn,
Ég tók það að mér að uppfæra tölvu úr Windows 7 í Windows 10. Þetta átti að vera svo einfalt af eigin reynslu. Eftir að hafa tekið backup af öllu samþykki ég uppfærslu-popup gluggann sem hefur verið til staðar í nokkra mánuði. Tölvan sækir uppfærsluna sem fer svo í gang. Eftir að hafa farið í gegnum Copying Files ferlið byrjaður í installation ferlinu í slatta tíma fæ ég Error C1900101, tölvan rebootar og recoverar Windows 7.
Ég prófaði þá að ná í Windows 10 Media Creation tool og gerði USB installation drive. Eftir að hafa prófað að uppfæra með honum fæ ég eftirfarandi glugga þegar kemur að því að installa windows 10.
Eftir að hún recoverar Windows 7 aftur kemur upp þessi gluggi.
Tölvan er:
Lenovo Thinkpad E330 - 64-bit
i3 2.4 GHz
4GB RAM
Er einhver með hugmynd hvað ég get prófað að gera?
Windows 10 Upgrade error
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 10 Upgrade error
Fólk hefur verið að lenda í þessu. Hellingur um þetta ef þú googlar.
Sumir þurftu að henda vírusvörninni út og aðrir þurftu að gera breytingar í BIOS eins og disable soundcard slökkva á wifi og fleira í þeim dúr og enable síðan aftur þegar w10 er komið inn.
Sumir þurftu að henda vírusvörninni út og aðrir þurftu að gera breytingar í BIOS eins og disable soundcard slökkva á wifi og fleira í þeim dúr og enable síðan aftur þegar w10 er komið inn.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 173
- Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 10 Upgrade error
lukkuláki skrifaði:Fólk hefur verið að lenda í þessu. Hellingur um þetta ef þú googlar.
Sumir þurftu að henda vírusvörninni út og aðrir þurftu að gera breytingar í BIOS eins og disable soundcard slökkva á wifi og fleira í þeim dúr og enable síðan aftur þegar w10 er komið inn.
Já, ég var einmitt búinn að prófa google en sá engann með lausn á þessu en búinn að prófa ýmislegt sem einhverjir höfðu prófað án árangurs. Var ekki búinn að rekast á að disable-a devices í BIOS.
En ég var að enda við að setja inn fresh Win7 og er búinn að disable-a WiF í BIOSi. Það var eina sem mér sýndist ég geta disable-að. Ætla að reyna aftur. Takk fyrir svarið.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 173
- Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Windows 10 Upgrade error
Jæja, þetta hófst að lokum. Windows 10 upgrade komið inn eftir kúnstarinnar reglum. Um leið og Windows 10 var komið inn og gerði ég eins og ég hef gert áður að fara beint í clean install á Windows 10. En núna grenjar Windows 10 um að þetta sé ólöglegt Windows.
Og ég sem er búinn að þurka út recovery partitionið af Windows 7. Er einhver leið til þess að activate-a? Það sem ég held að hafi klikkað er að ég var búinn að disable-a WiFi og þ.a.l. hefur lykillinn ekki náð að festast við tölvuna.
Og ég sem er búinn að þurka út recovery partitionið af Windows 7. Er einhver leið til þess að activate-a? Það sem ég held að hafi klikkað er að ég var búinn að disable-a WiFi og þ.a.l. hefur lykillinn ekki náð að festast við tölvuna.
Re: Windows 10 Upgrade error
Er Windows 7 límmiðinn enn undir tölvunni? Ef þú setur inn Windows Updates í í Win 10 og prófar svo að activeita og slærð inn Win 7 OEM lykilinn sem er á límmiðanum, þá á hún að samþykkja lykilinn. Er búinn að activeita nokkrar vélar svona. Þarft samt að setja inn Win updates fyrst, annars neitar hún lyklinum.