Magnari missir samband við router


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Magnari missir samband við router

Pósturaf sigurdur » Fös 18. Mar 2016 11:14

Góðan dag,

Ég er með Yamaha RX-A2040 magnara sem tengdur er með snúru við router. Routerinn er Asus RT-AC56U, tengdur við Technicolor router frá Símanum sem er í bridge mode. Þetta setup hefur virkað mjög vel í nærri ár, en síðustu 2-3 vikur hefur magnarinn tekið upp á að missa samband við routerinn og kemur þá ekki lengur upp sem tengdur í viðmóti routersins. Magnarinn er stilltur á DHCP og til að koma honum í samband aftur þarf ég að fara í setup á honum, stilla á handvirka IP tölu og svo aftur í DHCP og þá tengist hann á ný. Þá dugar tengingin a.m.k. á meðan hann er í notkun, en eftir einhvern tíma missir hann samband aftur. Hann er með "Network Standby" stillingu, sem er stillt á ON svo ég get kveikt á honum yfir netið.

Ég er búinn að resetta magnarann í factory settings og stilla hann upp á nýtt, en ekkert dugar.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvernig best er að troubleshoota þetta vandamál kerfisbundið?

kv,
Siggi



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Magnari missir samband við router

Pósturaf Njall_L » Fös 18. Mar 2016 11:40

Hefurður prófað að gefa magnaranum bara static IP tölu og hafa hann þannig?


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Magnari missir samband við router

Pósturaf sigurdur » Fös 18. Mar 2016 12:10

Njall_L skrifaði:Hefurður prófað að gefa magnaranum bara static IP tölu og hafa hann þannig?


Já, það hefur engu breytt. Ég hef haft hann á DHCP og stillt routerinn á að úthluta honum alltaf sömu IP tölu.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Magnari missir samband við router

Pósturaf svanur08 » Fös 18. Mar 2016 15:04

Prufa annað tengi á router?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


netscream
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 20:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Magnari missir samband við router

Pósturaf netscream » Lau 19. Mar 2016 01:43

Hljómar eins og vandamál með magnarann en ekki routerinn.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Magnari missir samband við router

Pósturaf Viggi » Lau 19. Mar 2016 02:07

léleg snúra? var búinn að vera í veseni með ethernet í ps4 tölvunni svo ég prófaði að svissa úr henni yfir í magnarann og öfugt og þá datt magnarinn út af networkinu en tölvan rauk í gang.

testaðu nýja snúru og sjáðu hvað gerist


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.