Google apps er í veseni hjá mér og krefjast þeir CNAME auðkenningar eða það að ég uploadi HTML skrá á síðu sem ég er að setja upp, síðan er uppsett í gegnum Squarespace og get ég ómögulega með mína takmörkuðu þekkingu komið upp CNAME eða html skrá á síðuna til að geta klárað þetta litla ferli.
Væri frábært ef einhver hér með betri þekkingu á þessu gæti aðstoðað mig aðeins með þetta
Get gefið allar nánari upplýsingar í pm og til að gefa þá aðgang inná síðuna til að framkvæma þessa breytingu.
Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace
Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace
CNAME er nafnaþjónatengt. Hjá hverjum keyptirðu lénið og á hvaða nafnaþjóna er það skráð?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace
þetta var allt verslað í gegnum Squarespace. Lénið líka.
Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace
Hérna eru upplýsingar um hvernig þú gerir þetta. https://support.squarespace.com/hc/en-u ... /205812348
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar aðstoð með CNAME og/eða HTML uppsetningu á Squarespace
Vandamálið var víst ekki mín megin, var að gera þetta rétt frá upphafi með að setja inn CNAME með DNS stillingum á mínu léni.
Aðilinn frá Google sem gaf mér CNAME upplýsingarnar hafði copy/pasteað vitlaust til mín þannig ég gat aldrei sett þetta inn þar sem það vantaði bút í CNAME frá þeim. Eftir mörg símtöl og email við Squarespace og Google komust þau loksins að þessu hjá Squarespace hvar þetta vandamál lá og náðist að redda þessu
Aðilinn frá Google sem gaf mér CNAME upplýsingarnar hafði copy/pasteað vitlaust til mín þannig ég gat aldrei sett þetta inn þar sem það vantaði bút í CNAME frá þeim. Eftir mörg símtöl og email við Squarespace og Google komust þau loksins að þessu hjá Squarespace hvar þetta vandamál lá og náðist að redda þessu