Sælir,
Ég er nýbúinn að setja upp Windows 7 á vélinni minni og er að lenda í því annað slagið að fá villur um að að ég hafi ekki réttindi til að keyra hitt og þetta.
Ég hef ekkert pillað í notendastillingum, og það er bara einn notandi settur upp á vélinni og hann er með admin réttindi.
T.d. þegar ég var að setja vélina upp og sækja hin og þessi forrit af netinu (chrome, acrobat reader, dropbox o.fl) þá var bara happa glappa hvort ég gat keyrt uppsetningarskrárnar án þessa að þurfa að velja "run as administrator".
Núna áðan tók ég svo eftir því að dropbox var ekki að synca sig, og dropbox icon'ið var ekki til staðar í taskbarinu.
Ef ég fór í start programs-dropbox þá gerðist ekki neitt nema þegar ég hægriklikka og valdi "run as administrator".
'Eg hef aldrei verið með fleiri en 1 notanda á vélinni minni og setti windows'ið upp alveg eins og ég hef gert áður, á eins einfaldan máta og hægt er.
Hefur einhver skýringu á því hvers vegna þetta gerist stundum og stundum ekki, og hvað ég þarf að gera til að fixa þetta ?
Win7 admin vesen
Re: Win7 admin vesen
Prufa að disable-a uac (user account Control)
?
?
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Win7 admin vesen
Ég geri ráð fyrir að þú eigir við notification stillingarnar í "user access control settings".
Ég er búinn að prófa að breyta í "never notify", en það breytti engu.
Hefur það ekki bara að gera með hvort ég fæ popup gluggann þar sem ég er þarf að samþykkja eða neita aðgerð sem krefst einhverra réttinda og er hugsanlega "varasöm" ?
Þegar þetta gerist hjá mér þá fæ ég ekki svona UAC popup til að samþykkja, bara hreina villu sem segir að ég hafi ekki réttindi til að framkvæma aðgerðina.
Ég á erfitt með að endurskapa vandamálið þar sem þetta gerist bara stundum, en hinsvegar er þetta dropbox vandamál stöðugt.
Ef ég endurræsi vélina þá keyrir dropbox ekki upp (fer ekki að synca), og ég get ekki startað því nema velja "run as administrator".
Ég er búinn að prófa að breyta í "never notify", en það breytti engu.
Hefur það ekki bara að gera með hvort ég fæ popup gluggann þar sem ég er þarf að samþykkja eða neita aðgerð sem krefst einhverra réttinda og er hugsanlega "varasöm" ?
Þegar þetta gerist hjá mér þá fæ ég ekki svona UAC popup til að samþykkja, bara hreina villu sem segir að ég hafi ekki réttindi til að framkvæma aðgerðina.
Ég á erfitt með að endurskapa vandamálið þar sem þetta gerist bara stundum, en hinsvegar er þetta dropbox vandamál stöðugt.
Ef ég endurræsi vélina þá keyrir dropbox ekki upp (fer ekki að synca), og ég get ekki startað því nema velja "run as administrator".