windows 7. slökkva á forritum sem vinna í bakgrunni hvernig er það gert?


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

windows 7. slökkva á forritum sem vinna í bakgrunni hvernig er það gert?

Pósturaf jardel » Sun 04. Okt 2015 17:18

Er búinn að vera að reyna að finna út því hvernig maður slekkur á forritum sem vinna í bakgrunni á tölvunni til að fríska upp á hraðan á tölvunni.
Ef einhver hér veit hvað ég þarf að gera má hann endilega pósta hugmyndum inn á þennan þráð.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7548
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: windows 7. slökkva á forritum sem vinna í bakgrunni hvernig er það gert?

Pósturaf rapport » Sun 04. Okt 2015 18:02

Click Start, click Run, type msconfig and click Ok.

Skoðað möguleikana þar og byrjar á að slökkva á öllu sem þú ert 100% að sé drasl, restartar og prófar svo aftur.

Líka hægt að nota tól sbr. CCleaner frá Piriform, Game booster frá iobot.com o.þ.h.




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: windows 7. slökkva á forritum sem vinna í bakgrunni hvernig er það gert?

Pósturaf Klara » Sun 04. Okt 2015 19:23

Getur líka ræst task manager og valið þau forrit sem eru í gangi og þú vilt ekki að séu í gangi og slökkt á þeim þannig.

Leiðin sem rapport lýsti kemur í veg fyrir að forrit ræsi sjálf þegar stýrikerfið er ræst.

Það eru til game booster forrit sem eru hönnuð til að slökkva á öllu óþörfu meðan þú spilar tölvuleiki og flestar vírusvarnir bjóða upp á silent mode.