Windows stýrikerfi og Office.


Höfundur
steinihjukki
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður.
Staða: Ótengdur

Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf steinihjukki » Mán 09. Feb 2015 11:08

Er hægt að verða sér úti um Windows 7 eða 8 stýrikerfi á ódýran en löglegan máta? Vantar "löglegt" stýrikerfi til að setja á ssd disk. Keypti Office pakka 2013 365 ársleyfi á 5 tölvur. Ætlaði að setja það upp á diskinn en lendi alltaf í vanda. Fyrir var "niðurhöluð" útgáfa af Office 2013 og þegar ég reyni að setja nýja upp stöðvast innsetningin og meldingin: Oops office innstallation ran into a problem, cannot install. Búinn að reyna allt mögulegt, hreinsa með uninstall, nota Fixit forritið ofl en ekkert gengur. Tölvuteksmenn grunar að þetta hafi líka með stýrikerfið að gera sem er á tölvunni. Á ekki stýrikerfisdisk til að enduruppsetja það. (Stýrikerfið er Windows 7 ultimate). Vona að þessi romsa skiljist og sé ekki ruglingsleg.
Kv Steinihjukki.




Scavenger
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 17. Ágú 2007 21:34
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf Scavenger » Mán 09. Feb 2015 12:41

Líklegast hugbúnaðarbilun, sem gæti verið vesen að finna. Windows leyfi kosta almennt í kringum 20k eftir því sem ég best veit. Ég myndi enduruppsetja OS ef það er ekki of mikið vesen fyrir þig :)




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf Bjosep » Mán 09. Feb 2015 13:04

http://www.techverse.net/download-windo ... l-servers/

Ef þú átt leyfið en vantar bara windows 7 þá er þetta það sem þú ert að leita að.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf bigggan » Mán 09. Feb 2015 14:37




Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf lukkuláki » Mán 09. Feb 2015 15:06

Er þetta stolið Ultimate sem þú ert með?
Ef þetta er vél sem þú keyptir með uppsettu Ultimate frá einhverri verslun þá áttu að geta búið til recovery disk.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
steinihjukki
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður.
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf steinihjukki » Þri 10. Feb 2015 11:19

Takk fyrir svarið.
Líklega er þetta stolin útgáfa. Fékk tölvukunnugan náunga til að setja stýrikerfið inn á nýjan ssd disk í fyrra. Veist þú hvort hægt er að kaupa upgrade í win 8 og setja yfir þessa "kannski" stolnu útgáfu? Eða þarf ég að kaupa stýrikerfið á 29k hjá tölvufyrirtæki. Sá einnig á E-Bay svona stýrikerfi á 40 - 80 dollara, lyklar bæði með og án diska. Er þessu treystandi?
Bestu kv.
Steinihjukki.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf Bjosep » Þri 10. Feb 2015 12:02

Þessir lyklar eru að fara á um 90 dollara á Amazon. Veit ekki hvort þú getur keypt þá á Íslandi.

https://www.g2a.com/windows-8-professio ... lobal.html

Ættir að geta notað þetta, svona sem dæmi. Hef aldrei verslað við G2A sjálfur en minnir endilega að menn hafi verið að tala um það hér.

Annars færðu möguleika á löglegu windows 10 á árinu, þér að "kostnaðarlausu". Ekki eyða of miklu í leyfi fyrir windows 7 í það minnsta.




Höfundur
steinihjukki
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður.
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf steinihjukki » Þri 10. Feb 2015 12:20

Get ég þá sett windows 10 yfir win 7 sem er á tölvunni? Athugaði líka betur með stýrikerfið í "System" og í það minnsta er það activerað og hefur oem númer/lykil. Þýðir það að kerfið sé löglegt?
Bestu þakkir og kv
Steinihjúkki.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Windows stýrikerfi og Office.

Pósturaf Bjosep » Þri 10. Feb 2015 12:35

Sjáðu umræðuna hér

viewtopic.php?f=15&t=64147&p=588244&hilit=windows+10#p588244

Ef þú vilt vera "öruggur" um að stýrikerfið þitt sé með löglegt leyfi þá verðurðu líklegast að keyra genuine software frá windows. Ég set öruggur innan gæsalappa þar sem ég hef lent í því að lögleg útgáfa fékk meldingu um að það væri ólöglegt og ólögleg útgáfa sem ég er með á "mörgum" tölvum hefur aldrei lent í vandamálum og er virkjað og fær allar uppfærslur.

Þú getur pottþétt notað lykilinn sem þú ert með (í stýrikerfinu) til þess að enduruppsetja það ef það er eitthvað sem þú vilt gera. Ég hef ekki hugmynd um hvernig uppfærslur á ólöglegum stýrikerfum hafa verið að ganga hjá mönnum, þ.e. 7 til 8+.