Sælir allir saman!
Eftir marg-ítrekaðar uppflettingar á því hvort von sé á lagningu ljósleiðara í götunni hjá mér, þá fæ ég nú, mér til mikillar gleði, upp eftirfarandi þegar ég slæ inn götuheiti og númer auk póstnúmers:
"Það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi. Við verðum í bandi þegar að því kemur. "
Ég veit að ég ætti að sjálfsögðu að hafa samband beint við GR til að fá nánari upplýsingar, en þar sem að þjónustuver þeirra verður ekki opið fyrr en eftir gríðarlega langan tíma - eða á mánudaginn ( ), þá langaði mig að forvitnast um hvort einhver gæti sagt mér hvað þetta þýðir í grófum dráttum. Þ.e.a.s. einkum og sér í lagi hversu langri bið ætti að vera við að búast?
Ef einhver ykkar snúllanna minna getur eitthvað uppfrætt mig, þá væri það virkilega vel þegið!
Með fyrirfram þökkum,
- ASUSit
GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Ég myndi ekki gera mér allt of miklar vonir það eru líklega einhverjir mánuðir í þetta ennþá
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Sömu skilaboð koma upp hjá mér. Ég er búinn að bíða í 3 ár. Er þetta ekki bara hluti af áramótaræðu Sigmunds, að ljósleiðararvæða allt landið?
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Sæll einarth og takk fyrir svarið!
Í mínu tilviki er staðurinn Sæbólsbraut í Kópavogi. Vona að þú hafir einhverjar jákvæðar upplýsingar handa mér
Fyrirfram þakkir!
- ASUSit
Í mínu tilviki er staðurinn Sæbólsbraut í Kópavogi. Vona að þú hafir einhverjar jákvæðar upplýsingar handa mér
Fyrirfram þakkir!
- ASUSit
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Sæll einarth,
Mín er Ástún 8, 200 Kópavogi. Verður gaman að fá að vita meira
Takk.
Mín er Ástún 8, 200 Kópavogi. Verður gaman að fá að vita meira
Takk.
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Ljósleiðarinn er á kársnesbraut svo það er ekki langt fyrir þá að fara. Eftir að tilkynningin kom inn um luguna hjá mér liðu ca 5 mánuðir
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Mér sýnist að leitarvélin sé ekkert að ljúga að ykkur
Þið ættuð að fá tengingu 2015 - það liggur ekki fyrir í hvaða röð verkefni ársins verða unnin.
Kv, Einar.
Þið ættuð að fá tengingu 2015 - það liggur ekki fyrir í hvaða röð verkefni ársins verða unnin.
Kv, Einar.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16524
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2120
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Ég fékk tilkynningu í apríl í fyrra, ekkert ljós ennþá.
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
einarth skrifaði:Mér sýnist að leitarvélin sé ekkert að ljúga að ykkur
Þið ættuð að fá tengingu 2015 - það liggur ekki fyrir í hvaða röð verkefni ársins verða unnin.
Kv, Einar.
Glory glory! Bíð spenntur
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Hvern þarf að kjósa í bæjarstórn svo Hafnarfjörður komist á kortið....
-
- Fiktari
- Póstar: 89
- Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
- Reputation: 6
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: GR - það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi?
Tiger skrifaði:Hvern þarf að kjósa í bæjarstórn svo Hafnarfjörður komist á kortið....
Það var eitthvað hverfi á höfuðborgarsvæðinu (man ekki hvar í augnablikinu) sem bjó til undirskriftarlista um þá í hverfinu sem myndu nýta sér þjónustu GR væri hún til staðar og sendu það beint á Gagnaveituna. Þau voru komin með ljósleiðara í götuna og flest heimilin á innan við ári.
Gagnaveita Reykavíkur er fyrirtæki sem reynt er að reka með gróða, því fer framboð eftir fyrirspurn.