"Einstök" upplifun á Homeplug kubbum


Höfundur
IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

"Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf IkeMike » Fim 25. Des 2014 20:13

Já, sumsé þá keypti ég frá Start http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=603 fyrir fyrir nokkrum mánuðum síðan og notaði aðeins annan kubbinn í svolítin tíma.

Nú hef ég sett báða kubbana í notkun og í stuttu máli þá er virknin búin að vera sérstök. Netið fór að detta út í tölvunni sem ég tengi kubbinn með, tölvu sem var áður tengd með þessum kubbi en færð á annan stað í húsinu, ásamt því að sjónvarp símans fór að hökta í hvert skipti sem ég nota þessa tölvu.

Ég hef aldrei upplifað eins furðulegt dæmi með netið hjá mér. Ég hef prófað að resetta kubbana alla, en það er sama sagan, prófaði að slökkva á wifi-netinu í þeim, það virkar ekki heldur. Það virkar heldur ekki að nota aðeins annan kubbinn eins og áður var gert. Nú er ég búinn að eyða meirihluta dagsins í að reyna koma til botns í málinu. En ég veit ekkert hvað ég ætti að gera næst.

Hafa einhverjir vaktarar sem notast við svona Homeplug kubba lent í svona stórfurðulegu atviki? Gæti nú alveg þegið líka ráðleggingar ef einhver lumar á því fyrir mig. Því ég væri alveg til í að geta notað þessa kubba áfram.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf Gúrú » Fim 25. Des 2014 20:42

IkeMike skrifaði:tölvu sem var áður tengd með þessum kubbi en færð á annan stað í húsinu


Lykilatriði. Þessir kubbar virka best þegar þeir eru á sömu línu eða hvaða hugtak er nú notað af rafvirkjum (sem ég er alls ekki).

Er Sjónvarp Símans tengt yfir kubb?


Modus ponens


Höfundur
IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: "Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf IkeMike » Fim 25. Des 2014 21:08

Gúrú skrifaði:Er Sjónvarp Símans tengt yfir kubb?


Nei, afruglarinn er tengdur með snúru. Það gerir þetta nefnilega svo skrýtið, bara eins og að aksturslag á bíl versni þegar afturþurrkan bilar.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf Gúrú » Fim 25. Des 2014 21:18

IkeMike skrifaði:
Gúrú skrifaði:Er Sjónvarp Símans tengt yfir kubb?


Nei, afruglarinn er tengdur með snúru. Það gerir þetta nefnilega svo skrýtið, bara eins og að aksturslag á bíl versni þegar afturþurrkan bilar.


Tengdur með snúru í routerinn sem kubbarnir eru líka tengdir í?

Kannski er eitthvað við erfiðleika kubbsins að valda miklu álagi á routerinn sbr. þegar þú tengist torrenti með 20000 peers á ADSL router.


Modus ponens

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf Viktor » Fim 25. Des 2014 21:26

Það er ekkert stórfurðulegt við þetta.
Þessir kubbar senda gögn í gegnum rafmagnslínurnar. Ef þú færir kubbana, þá fara þeir aðra leið, í þessu tilfelli greinilega lengri leið.

Mér finnst ótrúlega sorglegt þegar það er verið að plata fólk til þess að kaupa þessa kubba á 15-30þ. í stað þess að leggja bara cat snúru á milli.
Það er margfalt betri lausn og í mörgum tilfellum ódýrara.

Ef þú leggur einn Cat5 streng á milli þá ertu í raun kominn með tengingar fyrir tvö tæki, þá bæði sjónvarp og tölvu, með 100Mb hraða.

Ef þú vilt nota þessa kubba áfram þá verðurðu bara að færa þá aftur, eða nota þá á stað þar sem rafmagnið býður upp á það.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: "Einstök" upplifun á Homeplug kubbum

Pósturaf pattzi » Sun 28. Des 2014 01:53

Leggðu bara cat 5 í vegginn eg gerði það fyrir tv