Síminn telur allt gagnamagn


e332
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 18:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf e332 » Fim 05. Jún 2014 23:33

Hver er breytilegur kostnaður við aukið gagnamagn?

Ég held að hann sé nánast enginn.

Þegar allir innviðir netkerfis eru komnir og kerfið er "up and running" þá er rekstrarkostnaðurinn nær eingöngu rafmagn, viðhald og endurnýjun á búnaði.


Þetta er klárlega mikil misskilningur hjá þér, sjáðu þetta reiknisdæmi.

ISP með 1000 notendur fyrir 2árum síðan. Flestir notendur voru bara að browsa netið (http) og samtímanoktun er 100kb/s per notanda til útlanda.

Það þýðir = 1000*100kbps = 100mbps samband dugar fyrir þennan ISP til útlanda. Fyrir það borgar hann ákveðið gjald til Farice.

Svo kemur netflix og 1000 notendur fara allt í einu að horfa á Netflix milli klukkan 21:00 til 23:00 á kvöldin. Flestir ná góðum gæðum, þeas 2mbps.

Það þýðir 1000 * 2mbps = 2gbps, núna þarf þessi ISP að kaupa 20sinnum stærra samband til útlanda. Annars fer allt að hökta og netflix virkar ekki hjá notendum.
Vissulega verður sambandið til útlanda ekki 20sinnum dýrara en það verður töluvert dýrara. => kostnaður eykst mjög mikið en sem betur fer koma tekjur á móti því að það er rukkað fyrir umferð til útlanda.

Og þetta virkar nákvæmlega eins fyrir innanlandssambönd og útlönd.

Ég vona að þetta dæmi sýni ykkur að kostnaður ISP eykst með aukinni umferð. Til þess að mynda netkerfi þarf að tengja saman búnað á öllu landinu. Þessi sambönd er dýr, og í þeim liggur helst rekstrarkosnaður fjarskiptafyrirtækja

Á rix.is er hægt að sjá umferðar gröf fyrir hluta af samtengiumferð á íslandi. Þar er hægt að sjá hvernig álag á kerfin er mest á kvöldin, og ISP þurfa að stækka sambönd eftir hámarksálagi.
Það myndi t.d. hjálpa ef allir myndu bara downloada torrent á nóttinni, þá myndi álag á sambönd jafnast út og minnka þörf á kostnaðarsömum stækkunum;)

Niðurstaðan er: Breytilegur kostnaður við aukið gagnamagn er mjög mikill!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fim 05. Jún 2014 23:41

Breytilegur kostnaður við eukið erlent gagnamagn = já, hugsanlega... en fólk hefur alltaf verið rukkað sérstaklega fyrir það.

En hver er þá tilgangurinn að fara rukka fyrir innlent?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 05. Jún 2014 23:49

natti skrifaði:
suxxass° skrifaði:Ég er ekki endilega ósammála varðandi erlent og innlent, en að telja upphal líka er hrein og bein tvírukkun á sömu vörunni.

Það virðist vera einhver ódrepandi mýta að "upphal" sé ekki umferð og hafi ekki áhrif á neitt...

Það sem þú sendir frá þér er bara "traffík" og hefur auðvitað áhrif á tengingar bæði innan kerfis þjónustuaðila sem og tengingar þjónustuaðila við aðra, eftir því "hvert" umferðin þín fer.
Segjum sem svo að þú sért að seeda bittorrent(eða annað P2P), og að einhver hjá öðrum þjónustuaðila sé að ná í frá þér, þá ert þú sannarlega að taka þátt í að nýta tengingar þíns þjónustuaðila, sem rukkar þig bara einusinni fyrir.


Umferðin upp og niður er sú sama. Það sem einn er að deila er annar að sækja. Það er ekkert meira álag á línuna. Sá sem sækir er rukkaður fyrir það magn sem hann sækir. Ef það a að fara að rukka fyrir upp og niðurhal er basically verið að tvírukka fyrir gögnin sem fara um línuna.

Mér finnst þetta asnaleg þróun. Að Síminn komi með "NOVA gerir svona með 3G/4G" er absurd. Þróunin ætti frekar að vera öfug.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Fim 05. Jún 2014 23:50

Af hverju er fólk að reyna að réttlæta þetta bull Símans?
Heldur fólk að ef þessi 2% ofurnotenda hætta hjá Símanum að Síminn muni lækka verðskrána?
Þessi söngur er farinn að minna mig á minnihlutann sem hvatti til þess að við myndum samþykkja IceSlave, það væri ódýrara að borga en borga ekki.
Við vitum öll hvernig það fór.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2606
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 493
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Moldvarpan » Fim 05. Jún 2014 23:52

Það sem mér finnst fáranlegast við þetta er eins og Síminn sé að gefa til kynna að þetta sé ódýrara/skynsamlegra.



Gætu alveg eins sagt,,,,,,, Við ætlum að lækka símreikning hjá 98% viðskiptavina okkar með því að mæla núna allt sem þeir gera. ..... common... íslendingar eru ekki alveg svona þunnir :catgotmyballs




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Fös 06. Jún 2014 00:33

Moldvarpan skrifaði:Það sem mér finnst fáranlegast við þetta er eins og Síminn sé að gefa til kynna að þetta sé ódýrara/skynsamlegra.



Gætu alveg eins sagt,,,,,,, Við ætlum að lækka símreikning hjá 98% viðskiptavina okkar með því að mæla núna allt sem þeir gera. ..... common... íslendingar eru ekki alveg svona þunnir :catgotmyballs




Flestir eru það því miður, ég efast um að Síminn missi mikið meira en 5-10% kúnnahópsins síns við þetta ef svo mikið...




Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Framed » Fös 06. Jún 2014 00:37

Ég telst nú seint sem stórnotandi lengur þó ég hafi verið slíkur áður fyrr. Nú heldur Síminn því fram að þetta mundi gagnast 98% sinna notenda og að hin 2% megi bara éta það sem úti frýs. Í kjölfar þessa frétta frá þeim póstaði ég, eins og ýmsir aðrir, inn á Facebook síðuna þeirra að ég myndi fara með mín viðskipti annað ef þetta yrði ekki dregið til baka. Svarið sem ég fékk var að það væri mitt val (eins og ég hafi verið að leitast eftir leyfi til þess), en jafnframt var ég hvattur til að prufa einn mánuð fyrst til að sjá hvaða áhrif þetta hefði á mig.
Þegar ég spurði svo af hverju ætti ég að bíða, tölfræðigögnin væru til, af hverju ekki bara að veita okkur aðgang að þeim strax þannig að hver og einn gæti metið sitt notkunarmunstur aftur í tímann og út frá því tekið upplýsta ákvörðun. Þá var svarað, þegar svarið loksins kom, að hann hefði ekkert leyfi til að veita aðgang og hefði heldur ekki aðganginn sjálfur.

Það má nefnilega vel vera að þessi breyting hafi ekki áhrif á hinn almenna notanda en við höfum enga ástæða til að treysta "sales pitch-i" frá fyrirtæki sem er að hugsa um að hámarka hagnað af sínum viðskiptum. Það er sömuleiðis ekkert sem segir að inni í þessum margumtöluðu 2% séu eingöngu aðilar sem eru með stærsta pakkann og iðulega fari yfir innifalda gagnamagnið þar. Þetta gætu allt eins verið aðilar með minnsta eða næstminnsta pakkann en eru í miklum innanlandssamskiptum. Hvort sem það er til deildu, lokunar eða annarra aðila sem beint eða óbeint veita aðgang að erlendri umferð innanlands eða t.d. grafískur hönnuður sem vinnur heima og er því með mikla gagnaumferð til og frá sínum viðskiptavinum.
__________________________________

Ég get samþykkt, að hluta, að hægt sé að færa rök fyrir gjaldmælingu á upphali með forsendum net-neutrality en gallinn er sá að þetta opnar á að gjaldfært sé fyrir einhvern hluta umferðarinnar tvisvar, eins og nokkrir hafa bent á.

Ef fyrirtækið er ekki tilbúið til að hætta að mæla gagnamagn erlendrar umferðar á grundvelli kostnaðar þá eru það líka hin fullkomnu rök fyrir því að það að gjaldmæla eingöngu erlendu umferðina sé einmitt að uppfylla net-neutrality.
Því með því að gjaldmæla alla umferð jafnt þá eru innlendar netveitur og endanotendur í raun að niðurgreiða erlendu umferðina sem brýtur meira á net-neutrality heldur en að rukka endanotendur, í formi mismikils innifalins gagnamagns, fyrir dýrari (erlendu) gagnaumferðina.
__________________________________

Eitt sem ég lærði þó af þessu veseni: Ég ætla núna að fá mér nýtt tölvupóstfang (fæ mér líklegast loksins svona "fullorðins" email (nafn.eftirnafn@eitthvað.bleh)) hjá gmail eða einhverri annarri ISP óháðri þjónustu. Að því loknu fer ég yfir pósthólfið mitt til að finna þá aðila sem ég vil að fái nýja póstfangið. Nýti tækifærið og sía út ruslið.
Í kjölfarið af þessari aðgerð verður miklu auðveldara fyrir mig að skipta á milli ISP í framtíðinni. Ég hef nefnilega leyft mér að nota "nýtt email" vesenið sem afsökun fyrir að nenna ekki að standa í þessu.




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Fös 06. Jún 2014 00:55

Burtséð frá þessu öllu saman og hve ósammála Símanum ég er, þá öfunda ég hann Guðmund, starfsmann Símans ekkert svakalega mikið þessa dagana. (Hann sér um facebookið þeirra).

*Einhver gaur*
Hvert mælið þið með að flytja internetið í haust? Er að leita að einhverju sem svipar til gömlu leiðanna ykkar en ekki einhver sem telur innlent niðurhal líka


*Meistari Guðmundur*
Sæll Hannes,

Við gerum ekki upp á milli samkeppnisaðila okkar, þeir eru allir fínir. Það er bara að henda sér á heimasíðurnar þeirra og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Það er úr mörgu að velja að minnsta kosti, sem er gott.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Fös 06. Jún 2014 00:59

Þetta er svo alltof gott!


Mynd



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fös 06. Jún 2014 01:17

suxxass skrifaði:Burtséð frá þessu öllu saman og hve ósammála Símanum ég er, þá öfunda ég hann Guðmund, starfsmann Símans ekkert svakalega mikið þessa dagana. (Hann sér um facebookið þeirra).

*Einhver gaur*
Hvert mælið þið með að flytja internetið í haust? Er að leita að einhverju sem svipar til gömlu leiðanna ykkar en ekki einhver sem telur innlent niðurhal líka


*Meistari Guðmundur*
Sæll Hannes,

Við gerum ekki upp á milli samkeppnisaðila okkar, þeir eru allir fínir. Það er bara að henda sér á heimasíðurnar þeirra og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Það er úr mörgu að velja að minnsta kosti, sem er gott.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


Það eru líklega um 20 manns sem skiptast á að vera Guðmundur...

lol



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fös 06. Jún 2014 01:25

Framed skrifaði:Pistill sem tengir net nautrality við hvernig ISP rukkar


RANGT - Net nautrality snýr að því að forgangsraða traffík um internetið, þannig að þínir viðksiptavinir fái hraðari aðgang um þitt net en viðskiptavinir annara ISP.

Þannig gæti sá ISP sem Youtube verslar við tryggt sér absurd mikið forskot t.d. með því að láta alla lagga nema sína viðskiptavini.

Net nautrality er um að ISP fái leyfi til að hægja á netinu, forgangsraða pökkum eftir hentisemi og að fólk geti keypt sér forgang umfram aðara.

= ef þú spilar FSP mikið, þá mundir þú kauap forgang að einhverjum leikjaþjóni til að minnka ping, en í dag mundi ping eingöngu ráðast af tæknilegum þáttum, gæði þinnar tölvu og gæði búnaðar sem traffíkin flæðir um sem og fjarlægð milli þín og servers.

Það væri svona eins og ef ræktin þín færi að selja fólki "vertu léttari með því að draga úr aðdráttarafali jarðar" og svo breyta þeir bara skalanum á öllum viktunum í húsinu.




Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Framed » Fös 06. Jún 2014 01:44

@Rapport
Einhvern grun hef ég um að þú hafir misskilið og snúið net-neutrality á hvolf. Að fylgja net-neutrality þýðir að ekki sé mismunað á milli gagna eftir því hvaða gögn það eru (deep packet inspection), eða hvaðan þau koma/fara. Sem er ein af þeim ástæðum sem Síminn hefur gefið upp fyrir þessum breytingum.

Regla sem FCC mistókst að gera að lögum í BNA þökk sé lobby grúppum á vegum bandarískra ISP-a. Evrópuþingið var hins vegar að samþykkja lög sem eiga að innleiða net-neutrality í ESB.

net neutrality
noun
the principle that Internet service providers should enable access to all content and applications regardless of the source, and without favouring or blocking particular products or websites.
Síðast breytt af Framed á Fös 06. Jún 2014 02:01, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fös 06. Jún 2014 02:00

Framed skrifaði:@Rapport
Einhvern grun hef ég um að þú hafir misskilið og snúið net-neutrality á hvolf. Að fylgja net-neutrality þýðir að ekki sé mismunað á milli gagna eftir því hvaða gögn það eru (deep packet inspection), eða hvaðan þau koma/fara. Sem er ein af þeim ástæðum sem Síminn hefur gefið upp fyrir þessum breytingum.

Regla sem FCC mistókst að gera að lögum í BNA þökk sé lobby grúppum á vegum bandarískra ISP-a. Evrópuþingið var hins vegar að samþykkja lög sem eiga að innleiða net-neutrality inn ESB.



wow - Hvernig færðu út að þetta hafi verið ISP sponsorað?

Upprunalegu "net neutrality" reglurnar eru síðan 2010 og tilgangurinn að allir hefðu jafnan aðgang að internetinu og að ISP megi ekki mismuna efni á netinu s.s. mismuna traffík eftir því hvaðan hún kemur.

Sjá hér hjá CNN: http://edition.cnn.com/2010/TECH/web/12 ... index.html


Umræðan fór svo á flug fyrir skemmstu vegna breytinga sem átti að gera.

http://edition.cnn.com/2014/01/15/tech/ ... ed/?iid=EL

http://money.cnn.com/2014/04/23/technol ... -internet/

http://www.theverge.com/2014/4/23/56442 ... ing-in-may


Að hafa innanlands DL frítt en borga fyrir erlent er mismunun EF erlent gagnamagn er klárað og ISP hægir á traffík til útlanda.

En lausnin er ekki fólgin í að rukka fyrir alla traffík, lausnin er að sleppa því að rukka fyrir traffík og rukka bara fyrir aðgang og leigu á búnaði.

Ef þeir rukka fyrir alla traffík og hægja á öllu DL þegar gagnamagnið er komið, þá er það ekki mismunun.

Þetta er líklega réttur vinkill á málið en lausnin er kolröng.




Storm
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Storm » Fös 06. Jún 2014 02:01

rapport skrifaði:
Það eru líklega um 20 manns sem skiptast á að vera Guðmundur...

lol


neibb þessi maður sér um, meðal annars, samskipti á facebooksíðu Símans




Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Framed » Fös 06. Jún 2014 02:27

rapport skrifaði:wow - Hvernig færðu út að þetta hafi verið ISP sponsorað?

Upprunalegu "net neutrality" reglurnar eru síðan 2010 og tilgangurinn að allir hefðu jafnan aðgang að internetinu og að ISP megi ekki mismuna efni á netinu s.s. mismuna traffík eftir því hvaðan hún kemur.


Við skulum byrja á því að vera vissir um að við séum að tala um sama hlutinn. Þessar upprunalegu reglur sem þú vísar í voru byggðar á hugmyndafræðinni á bak við "net-neutrality" og voru nokkuð samhljóma hugmyndafræðinni, allavega miðað við þá umfjöllun sem ég hef séð (nennti ekki að finna og lesa þær sjálfar, fátt jafn leiðinlegt og torskilið og amerískur lagatexti).
Það eru reglurnar sem ég er að vísa í að FCC hafi mistekist að koma í gegn. Fljótfærni mín fólst í að halda fram að lobbíistar hefðu komið í veg fyrir það þegar hið rétta er að það voru Verizon sjálfir sem fóru í mál við FCC og unnu það fyrir dómstólum. Biðst afsökunar á þeim ruglingi.

rapport skrifaði:Umræðan fór svo á flug fyrir skemmstu vegna breytinga sem átti að gera.


Þessar breytingar sem átti að gera hafa ekkert með hugmyndafræðina um "net-neutrality" að gera. Og þær eru nokkuð augljóslega runnar undan rifjum ISP-a. Hafðu í huga að formaður FCC í dag er fyrrum formaður lobbíista á vegum ISP-a


rapport skrifaði:Að hafa innanlands DL frítt en borga fyrir erlent er mismunun EF erlent gagnamagn er klárað og ISP hægir á traffík til útlanda.

En lausnin er ekki fólgin í að rukka fyrir alla traffík, lausnin er að sleppa því að rukka fyrir traffík og rukka bara fyrir aðgang og leigu á búnaði.

Ef þeir rukka fyrir alla traffík og hægja á öllu DL þegar gagnamagnið er komið, þá er það ekki mismunun.

Þetta er líklega réttur vinkill á málið en lausnin er kolröng.

Þarna erum við algjörlega sammála og það er nákvæmlega það sem ég er að vísa í pistlinum mínum hérna fyrir ofan og annars staðar þar sem ég hef viðrað þessa skoðun mína.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Jún 2014 10:38

Eyðast ljósleiðarar ef mikið ljós fer í gegnum þá?
Ef ég er með ljósleiðara og hef 2% nýtingu á honum en hoppa svo í 95% nýtingu er ég að eyða honum?

Hvað með rafmagnsframleiðslu á Íslandi, borga allir jafnt? Borga stórnotendur ekki minna af því að þeir nota meira? samanber álver?
Ef öll álver myndu hætta starfsemi þar sem þau eru stórnotendur myndi þá heimilis rafmagnið okkar lækka í verði?



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf fannar82 » Fös 06. Jún 2014 11:04



(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!


e332
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 18:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf e332 » Fös 06. Jún 2014 11:40

GuðjónR skrifaði:Eyðast ljósleiðarar ef mikið ljós fer í gegnum þá?
Ef ég er með ljósleiðara og hef 2% nýtingu á honum en hoppa svo í 95% nýtingu er ég að eyða honum?

Hvað með rafmagnsframleiðslu á Íslandi, borga allir jafnt? Borga stórnotendur ekki minna af því að þeir nota meira? samanber álver?
Ef öll álver myndu hætta starfsemi þar sem þau eru stórnotendur myndi þá heimilis rafmagnið okkar lækka í verði?


Þetta dæmi er bara ekki samanburðarhæft

Þessi samlíking er nær lægi. Segjum sem svo að Orkuveitan rukki bara fast gjald per íbúð/hús fyrir heitt vatn, en svo eru nokkrir (t.d. 2%) sem fara mjög ílla með heita vatnið, láta það bara renna í tíma og ótíma. Orkuveitan segir þá, þetta gengur ekki. það er bara ekki sanngjarnt að láta 98% notenda okkar borga meira út af þessu 2% sem nota óhóflega mikil. Svo orkuveitan ákveður að mæla alla umferð og kostnaði við hitaveituna sé skipt með réttlátari hætti.

Ef að nú ert einu notandinn á ljósleiðararnum þá skipti ekki máli hvort að þú sért að nota 2% eða 95%, hins vegar ef þú nota svo mikla bandbreidd að það kemur niður á öðrum notendur (netkerfi eru jú samnýtt kerfi!), þá skiptir það klárlega máli.

Það er klárt mál að þessi breyting hentar ekki alveg öllum og stórnotendur vilja endilega að allir hinir borgi meira til að standa undir þeirra notkun;)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fös 06. Jún 2014 12:05

e332 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Eyðast ljósleiðarar ef mikið ljós fer í gegnum þá?
Ef ég er með ljósleiðara og hef 2% nýtingu á honum en hoppa svo í 95% nýtingu er ég að eyða honum?

Hvað með rafmagnsframleiðslu á Íslandi, borga allir jafnt? Borga stórnotendur ekki minna af því að þeir nota meira? samanber álver?
Ef öll álver myndu hætta starfsemi þar sem þau eru stórnotendur myndi þá heimilis rafmagnið okkar lækka í verði?


Þetta dæmi er bara ekki samanburðarhæft

Þessi samlíking er nær lægi. Segjum sem svo að Orkuveitan rukki bara fast gjald per íbúð/hús fyrir heitt vatn, en svo eru nokkrir (t.d. 2%) sem fara mjög ílla með heita vatnið, láta það bara renna í tíma og ótíma. Orkuveitan segir þá, þetta gengur ekki. það er bara ekki sanngjarnt að láta 98% notenda okkar borga meira út af þessu 2% sem nota óhóflega mikil. Svo orkuveitan ákveður að mæla alla umferð og kostnaði við hitaveituna sé skipt með réttlátari hætti.

Ef að nú ert einu notandinn á ljósleiðararnum þá skipti ekki máli hvort að þú sért að nota 2% eða 95%, hins vegar ef þú nota svo mikla bandbreidd að það kemur niður á öðrum notendur (netkerfi eru jú samnýtt kerfi!), þá skiptir það klárlega máli.

Það er klárt mál að þessi breyting hentar ekki alveg öllum og stórnotendur vilja endilega að allir hinir borgi meira til að standa undir þeirra notkun;)


Ef ISP er að bjóða 50Mb á sek í DL þá verður hann að tryggja að bakendinn ráði við það, þó svo að fólk noti það ekki. Fólk á að fá það sem það borgar fyrir þó að það noti það ekki... er það ekki?

Þú ert í raun að segja að Síminn geti ekki staðið við það sem hann hefur lofað neytendum þannig að hann ætlar að fæla frá sér notendur í stað þess að standa við þjónustuna sem er lofað.

Þetta sýnir bara betur hversu léleg þessi þjónusta er hjá Símanum.


Þeir bjóða fólki hellings hraða 50 mbs sem getur þá flutt 527Gb á sólahring.

Ef allir eru með mest gagnamagn s.s. 600Gb þá eru þeir að reikna með að meðal notandi nýti bandbreiddina sína að mesta lagi upp á 3,3%

Ef sá sem er með stæðsta og dýrast apakkann nýtir bandbreiddina sína meira en 3,3% á mánuði, þá þarf hann að fara borga meira.

Þetta er að sjálfsögðu bara kjaftæði og ekki reyna að þræta fyrir það.



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Fumbler » Fös 06. Jún 2014 12:11

Framed skrifaði:Þegar ég spurði svo af hverju ætti ég að bíða, tölfræðigögnin væru til, af hverju ekki bara að veita okkur aðgang að þeim strax þannig að hver og einn gæti metið sitt notkunarmunstur aftur í tímann og út frá því tekið upplýsta ákvörðun. Þá var svarað, þegar svarið loksins kom, að hann hefði ekkert leyfi til að veita aðgang og hefði heldur ekki aðganginn sjálfur.
Starfsmenn símans í þjónustuverinu er núna komnir með aðgang þar sem þau geta séð heildar notkuninna í maí. Þannig að þá er bara að senda þeim fyrirspurn eða hringja.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 781
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 47
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Squinchy » Fös 06. Jún 2014 12:25

e332 skrifaði:(t.d. 2%) sem fara mjög ílla með heita vatnið, láta það bara renna í tíma og ótíma. Orkuveitan segir þá, þetta gengur ekki. það er bara ekki sanngjarnt að láta 98% notenda okkar borga meira út af þessu 2% sem nota óhóflega mikil. Svo orkuveitan ákveður að mæla alla umferð og kostnaði við hitaveituna sé skipt með réttlátari hætti.


Afhverju er gjaldskráin þá hækkuð ef þetta á að lækka útgjöld símanns ?


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf AntiTrust » Fös 06. Jún 2014 12:58

rapport skrifaði:Ef ISP er að bjóða 50Mb á sek í DL þá verður hann að tryggja að bakendinn ráði við það, þó svo að fólk noti það ekki. Fólk á að fá það sem það borgar fyrir þó að það noti það ekki... er það ekki?

Þú ert í raun að segja að Síminn geti ekki staðið við það sem hann hefur lofað neytendum þannig að hann ætlar að fæla frá sér notendur í stað þess að standa við þjónustuna sem er lofað.


Hérna þarftu samt aðeins að líta í kringum þig á markaðnum. Helduru að það séu margir ISPar sem eru með bakendabúnað til þess að höndla max traffík hjá öllum notendum samtímis? Efast um það, hvorki hérlendis né erlendis, og þá er S-Kórea þarmeðtalin.

rapport skrifaði:
Það eru líklega um 20 manns sem skiptast á að vera Guðmundur...


Ekki rétt, starfsmenn skrifa undir réttu nafni og það er svo sannarlega Guðmundur að svara þegar svo stendur.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Tengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fös 06. Jún 2014 13:02

AntiTrust skrifaði:
rapport skrifaði:
Það eru líklega um 20 manns sem skiptast á að vera Guðmundur...


Ekki rétt, starfsmenn skrifa undir réttu nafni og það er svo sannarlega Guðmundur að svara þegar svo stendur.


OK...

Það væri samt betra ef hann mundi reyna að hverfa bara í fjöldann...





e332
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 18:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf e332 » Fös 06. Jún 2014 13:39

AntiTrust skrifaði:
rapport skrifaði:Ef ISP er að bjóða 50Mb á sek í DL þá verður hann að tryggja að bakendinn ráði við það, þó svo að fólk noti það ekki. Fólk á að fá það sem það borgar fyrir þó að það noti það ekki... er það ekki?

Þú ert í raun að segja að Síminn geti ekki staðið við það sem hann hefur lofað neytendum þannig að hann ætlar að fæla frá sér notendur í stað þess að standa við þjónustuna sem er lofað.


Hérna þarftu samt aðeins að líta í kringum þig á markaðnum. Helduru að það séu margir ISPar sem eru með bakendabúnað til þess að höndla max traffík hjá öllum notendum samtímis? Efast um það, hvorki hérlendis né erlendis, og þá er S-Kórea þarmeðtalin.


Nákvæmlega, ISP getur alveg lofað 50mbps eða 100mbps og notandi fær það , en enginn ISP ræður við að allir notendur noti tenginguna 100% allan tímann. Ef það ætti að vera þannig þá væru Internettengingar bara margfalt dýrari.

Bara einfalt dæmi. 24 Notendur í vinnunni tengjast í einn switch sem er með 24 100mb port og 2 gig port. Oftast er bara annað gig portið notað og það þýðir einfaldlega að ef að allir ætla að nota 100mbps á sama tíma þá fyllist gig portið og allri lenda í pakkatapi. (24*100mbps = 2400mbps)
Út á þetta ganga business model ISP, að reyna að tryggja næga bandvídd í netinum án þessu þó að kosta of miklu til, annars koma þeir bara út í mínus.

Það að sækja eða senda mikið að gögnum kostar peninga, og er ekki bara flatur kostnaður.

Ég veit að margir hérna fatta það og vonandi er þetta nóg til þess að hinir byrji að skila þetta.

http://en.wikipedia.org/wiki/Oversubscribed#Internet_connectivity
http://en.wikipedia.org/wiki/Oversubscribed#Communications

Og eitt í viðbót. Á þessu spjalli hafa komið fram mikið að góðum punktun af hverju þetta make-ar ekki sense að mæla innlenda umferð og mér finnst þetta mjög vanhugsað move hjá Símanum, en þau rök að bandvídd kosti ekki neitt eru bara einfaldlega ekki rétt.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Gúrú » Fös 06. Jún 2014 14:12

Karmine skrifaði:Hann borgar auðvitað fyrir aðganginn að þjónustunni.... en svo þarf hann borga auka fyrir Gagnaflutning. Ef hann er að flytha gögn í eina áttina, ætti hann þurfa borga tvöfalt fyrir þau gögn.
Ætti pósturinn að byrja að rukka þig mánaðarlega miða við hversu mikinn póst þú færð heim til þín ?


Yndislega lélegt dæmi. Stjórna ég því hver sendir mér póst eða hvaða póst ég fæ eða hver hann er?


Modus ponens