GuðjónR skrifaði:roadwarrior skrifaði:Svo var önnur pæling hjá mér. Er ekki verið að tvírukka sama hlutinn.
Ef ég væri td með hugbúnaðarþróun og vinnufélagi minn væri á Akureyri og ég í Reykjavík og við að senda gögn á milli okkar þá væri verið að tvírukka fyrir sama hlutinn. Sá sem byggi á Ak væri rukkaður fyrir að senda gögnin frá sér og ég væri rukkaður fyrir að sækja þau. Double Wammy fyrir Símann
Ekki viss um að hinn allmenni íslendingur væri ánægður ef hann þyrfti að fara að borga fyrir það að það væri hringt í hann og á sama tíma væri sá sem hringdi rukkaður líka
Jú nákvæmlega, það myndi eitthvað heyrast ef þú færir á póstinn og myndir senda pakka, síðan myndi viðtakandinn líka greiða burðargjaldið.
Þeir gætu kallað þetta "sendingargjald (upload)" og "móttökugjald (download)" ... reyndar tíðkast þetta að hluta til með erlendar bögglasendingar, en þar er móttökugjald svokallað tollmeðferðargjald. Vona að ég hafi ekki verið að gefa Póstinum hugmynd.
''Er ætlunin að mæla bæði upp- og niðurhal innanlands með þessu? Ef ég held utan um öryggisafrit fyrir fjölskyldumeðlimi er þá bæði ég og þeir að borga fyrir t.d. upphal frá þeim til mín? Erum við þá í raun að borga tvöfalt fyrir hvert GB sem fer á milli véla hjá okkur hér innanlands?''
Ef annar sendir og hinn sækir fer umferðin vissulega beina leið í gegnum kerfið. Umferðin verður því klárlega talin enda er hún ekki stikkfrí á öðrum endanum, hún er alltaf umferð.
Öll internet umferð verður mæld frá og með 1.september. Innlend umferð í báðar átti og erlend umferð í báðar áttir.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum