Ráðleggingar um góða routera.


Höfundur
Kruder
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 00:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf Kruder » Mán 14. Apr 2014 23:38

Ég er með ljósleiðara tengingu og router frá símafélaginu, alltaf þegar einhver er að torrenta þá er eins og routerinn höndli það ekki og allir aðrir sem eru tengdir við hann lagga.

Mig vantar router sem getur eftirfarandi vel:

Góð drægni.
Þarf að höndla að það sé verið að torrenta og aðrar tengingar verði ekki mjög hægvirkar.
Kosti undir 20.000

Með fyrirfram þökk.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf hagur » Þri 15. Apr 2014 00:26

Hef heyrt fína hluti um TP-Link routera. Hér er einn með ljómandi spekka: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=493

Svo hef ég sjálfur persónulega reynslu af Cisco E4200, hann er frábær en líklega yfir budgetti. Spurning um að reyna að finna "litla bróðir" hans, E3200 eða álíka. Hann er líklega á þínu verðbili.




robakri
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Þri 27. Ágú 2013 13:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf robakri » Þri 15. Apr 2014 11:10

Þeir félagar mínir sem vinna í vodafone og símanum tala alltaf um apple airport extreme sem þvílíkt undratæki sem ljósleiðara router. Hinsvegar segja þeir allir það sama þegar það kemur að torrent, torrent fokkar routerum, það hefur ekkert að gera með hversu góður routerinn er, það hefur bara einfaldlega með hvernig allir routerar höndla tengingar.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf Viktor » Þri 15. Apr 2014 11:16

Torrent forrit eru bara fáránlega upp sett þegar þú setur þau upp.
Ég byrja alltaf á því að breyta stillingum í uTorrent, það ræður enginn venjulegur router við þessa fáránlegu uppsetningar.

uTorrent er default stillt á 200 tengingar í einu, eða 50 tenginar per torrent.

Byrjaðu á því að fækka þessu í global maximum 20 og max peers per torrent 20, og athugaðu hvort það gangi ekki betur. Getur svo hækkað þetta smátt og smátt, ef þú vilt taka sénsinn.

Maximum download rate á svo ekki að vera í 0, heldur í mesta lagi 70-80% af hæsta mögulega hraða. Ef þú ert með 100Mb ljós og er t.d. að ná 50Mb hraða í speedtest, stilltu max download rate t.d. í 3840 kB/s, sem er 30Mb.

Google reiknar þetta fyrir þig: https://www.google.is/search?q=50+megabits+to+kilobytes

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf Opes » Þri 15. Apr 2014 12:32

Ég keypti mér Netgear R7000 "Nighthawk". Svakaleg græja! Annars er Airport Extreme líka mjög góður í ljósleiðarann. Ég myndi bara passa að kaupa dual-band græjuna, semsagt A1301 eða nýrra.




Höfundur
Kruder
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 00:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar um góða routera.

Pósturaf Kruder » Mán 21. Apr 2014 00:05

Þakka ykkur kærlega fyrir ráðleggingarnar.