Hví er uninstall svona lélegt?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf appel » Sun 09. Mar 2014 23:58

Hví er svona rosalega erfitt að uninstalla einhverju í Windows?

Ég installeraði einhverju forriti, en það var ekki það sem ég var að vonast eftir, þannig að ég uninstalla því. En þar með endar ekki sagan. Forritið er nefnilega ekki farið alveg. Ég þarf að fara í leitarleiðangra í file systeminu í að finna það sem uninstallaðist ekki og eyða því, allskonar garbage sem er skilið eftir hér og þar.

Þetta virðist vera almenna reglan með Windows forrit. Ef maður vill fjarlægja eitthvað, sem ég hefði haldið að uninstall væri fyrir, þá er bara helstu application skrám hent og allt annað er skilið eftir. Í sumum tilfellum hef ég tekið eftir að uninstallerar fjarlægja í raun bara shortcuttana á forritið, allar helstu application skrár eru enn til staðar.

Svo veit ég að það eru allskonar draugar í registryinu sem er ekki hent út, allskonar drasl í AppData, og svo allskonar drasl í program files sem er ekki eytt.

Þetta er nú meira draslið þetta Windows.


Mynd


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf Klemmi » Mán 10. Mar 2014 00:09

Hver ber ábyrgð á ofnunum hérna?

Það er alltaf, það er alltaf eitthvað bank í þeim, það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti.

Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?



Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf Xberg » Mán 10. Mar 2014 00:15

Þetta er góð ástæða afhverju maður þarf að formata windows vélar 1-2 á ári.

Oft að lenda í svona rugli..


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf appel » Mán 10. Mar 2014 00:18

Klemmi skrifaði:Hver ber ábyrgð á ofnunum hérna?

Það er alltaf, það er alltaf eitthvað bank í þeim, það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti.

Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?


Ertu lögregluþjónn? :fly


*-*

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf upg8 » Mán 10. Mar 2014 01:11

Þegar þú hendir út forriti þá kemur ekki starfsmaður frá Microsoft í heimsókn til þín til þess að yfirfara þau forrit sem þú ert með á tölvunni hjá þér og hvaða ummerki þau hafa skilið eftir sig.

Það geta verið aðstæður þar sem það er gott að skilja eftir ummerki um þau forrit sem hafa verið á tölvunni og Microsoft treystir þeim sem býr til forritin að taka þá ákvörðun. Því miður hafa mörg stór fyrirtæki tekið upp sloppy vinnubrögð og Microsoft hafa sýnt of mikla linkind (það tók t.d. langan tíma fyrir mörg fyrirtæki að taka upp stuðning við fjölnotendaumhverfi þar sem ekki væri krafist admin aðgangs fyrir einföldustu aðgerðir.

Það eru til nokkrar lausnir ef þú vilt taka sjálfur á málunum með valdi, -t.d. þessi hérna
http://www.iobit.com/advanceduninstaller.html


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf JohnnyRingo » Mán 10. Mar 2014 02:51

Ekkert að Windows, það eru bara þeir sem búa til forritin sem eru með léleg vinnubrögð.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf Viktor » Mán 10. Mar 2014 06:25

Hefurðu prufað CCleaner?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 10. Mar 2014 07:31

Revo uninstaller getur reddað þér með svona.

En ég skil þig engan veginn. Hvaða rusl forritum varstu að installa? Það er heldur ekki Microsoft sem býr til uninstallerinn, það er höfundur forritsins. Ef shortcutin fara bara (sem ég hef nb aldrei lent i) þá er það dev forritsins sem þú ert fúll út í.

En eins og ég segi, revo uninstaller er allt sem þú þarft í svona málum.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 10. Mar 2014 08:14

Ccleaner er kraftaverka forrit, hreinsar til í registry og hendir öllum rusl file-um fyrir þig. Einnig er það "idiot proof", hef ekki formattað í 2 ár og sé ekki fram á að vera fara formatta á næstunni. Læt Ccleaner hreinsa til annaðslagið og thats it.



Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf tveirmetrar » Mán 10. Mar 2014 09:13

þetta hljómar meira eins og eitthvað apple fanboy rant..


Hardware perri

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf dori » Mán 10. Mar 2014 09:21

tveirmetrar skrifaði:þetta hljómar meira eins og eitthvað apple fanboy rant..

Ég held reyndar ekki, uninstall á windows er meingallað. Það er það hins vegar líka á apple. Þar er ekki einu sinni svona add/remove programs sem linkar í uninstallera sem forrit bjóða upp á. Uninstall byggist annað hvort á því að keyra uninstaller frá viðkomandi forriti handvirkt eða að eyða út möppu í "Applications" (en forrit geta búið til alls konar dót annarsstaðar t.d. ~/Library/Preferences/). Þetta er fyrir utan dót sem þarf meira en bara að vera í Applications (pkg skjöl). Það þarf að taka út handvirkt (sjá: https://superuser.com/questions/36567/h ... ckage-file)

Held að ástandið sé bara núll betra þar.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 10. Mar 2014 11:06

tveirmetrar skrifaði:þetta hljómar meira eins og eitthvað apple fanboy rant..



Þetta.

Um daginn var e-ð Android rant. :thumbsd



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hví er uninstall svona lélegt?

Pósturaf appel » Mán 10. Mar 2014 11:32

Jón Ragnar skrifaði:
tveirmetrar skrifaði:þetta hljómar meira eins og eitthvað apple fanboy rant..



Þetta.

Um daginn var e-ð Android rant. :thumbsd

Ég nota Windows, hef notað Windows frá því á 20. öldinni, og hef ætíð notað android. Þannig að ég nota ekki neitt apple tæki, á ekki neitt apple tæki. Hvernig getur þetta verið "apple fanboy rant" þá?


Hönnunin í kringum hvernig forrit eru uppsett á Windows er meingölluð. Það er ekkert "isolation" á forritunum, skrárnar fara bara um allt! Þetta er virkilega pirrandi ef þú ert að installera grilljón forritum og henda mörgum þeirra út, mörg megabæti verða eftir í einhverju jönki sem er bara þarna af engri ástæðu. Það fara einhverjar dll skrár í systems directoryin í windows, það fara allskyns skrár í roaming eða roaminglocal í app, application skrár í program files, svo safnast allt upp í registryinu.
Svo er Microsoft með mjög slæmt umhald utan um installeruð forrit á Windows, þau virðast fá að ráða sér algjörlega að mestu hvernig lifecycle þeirra er.

Þetta er alveg meiriháttar rant, já, en ég skil ekki hví forrit geta ekki bara verið í "isolation". Ef ég installera forriti þá vil ég að þau sé bara til á þeim stað sem ég installera þeim á, hvergi annarsstaðar. Þannig að ef ég ákveð að uninstalla því þá er nóg að eyða því folderi og öll ummerki um það forrit eru horfin, fyrir utan shortcutta á það.

Windows er að vísu hannað fyrir multi-user og networking, en reyndar eru margir sem eru með windows heima hjá sér og þurfa ekki á slíku að halda, eru bara single user og þurfa ekki flókna "shared" hönnun á stýrikerfinu. Auk þess er minni og diskastærðir orðnar slíkar að það sheira einhverjum 300 kb dll skrám og slíku er algjörlega tilgangslaus hönnun á þessari öld. Og ég meina, come on, þessi roaming hönnun er bara bull, hver notaði roaming windows síðast? Þetta er hannað fyrir einhverjar skólatölvunotkun. En málið er að flestir eru bara með sína eigin einkatölvu.

:pjuke


*-*