Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "server"

Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "server"

Pósturaf win8w » Mið 05. Feb 2014 04:51

Komið þið sælir allir hérna á "gráa" svæðinu (Linux/Unix umræður o.s.frv. :megasmile )

Ég hef sjálfur verið að fikta við það að nota Linux/FreeNAS/FreeBSD (og svo mætti lengi telja) í þónokkur ár - en því miður með því sem næst engum árangri. Ég er nýbúinn að kaupa sæmilega öfluga vél sem ég ætla mér að nota sem "server-vél" hérna heima (já sum sé fyrir "home network") sem og helst að setja upp einhvers konar þjóna til þess að geta nálgast gögnin á "server-vélinni" hvar sem ég er staddur yfir internetið. Eftir að hafa eytt grátlega mörgum klukkutímum (ætli þeir hlaupi ekki orðið á hundruðum) í að reyna að læra á og tileinka mér að geta notað þessi linux/unix (etc..) kerfi til að setja upp servera eins og ég lýsi hér að ofan, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég mun aldrei koma upp almennilegum server án utanaðkomandi aðstoðar (en ætti vonandi í framhaldi af því að ráða við að setja upp þessa helstu þjóna sem ég þarf á að halda!).

Mig langar því hér með að auglýsa eftir einhverjum einstaklingi sem er nokkuð fær á þessu sviði - til þess einfaldlega að taka mig í kennslustund(ir) í þessum efnum þannig að ég geti í framhaldinu sjálfur séð um að setja upp og viðhalda þessum þjónum sem ég þarf mest á að halda. Það skiptir mig engu máli hvaða stýrikerfi er notað, svo lengi sem þetta eru stabílir þjónar og uppfylla þau "skilyrði" sem ég tala um hér að ofan.

Ef einhver hérna inni hefði áhuga á að taka þetta að sér, þá má sá hinn sami alveg endilega henda á mig PM. Greiðslur yrðu bara eftir samkomulagi, og einnig er sennilega rétt að taka fram að nánast hvaða tími sem er hentar mér fyrir þetta - ég einfaldlega verð bara að læra þetta, og eftir marg-marg endurtekin "fail" hjá mér við að ná tökum á þessu sjálfur þá hef ég ákveðið að reyna að fara þessa leið.

Ég bíð spenntur eftir að sjá einkaskilaboðin raðast inn í pósthólfið hjá mér! =D>

Með bestu kveðjum (núúúb overload :face ),
Win8w




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Garri » Mið 05. Feb 2014 10:06

Hef unnið við þetta í rúm 30 ár og er með nokkuð stórt net hér heima.. aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir þörf að hafa Linux server eða freenas eitthvað heima við.

Oft er ég á ferðalögum og stundum þarf ég að komast í aðalvélina mína til að nálgast einhver gögn. Til þess hef ég m.a. notað forrit eins og Remote Desktop sem fylgir Windows hugbúnaði. Nú síðustu 4-5 ár er ég að nota mjög öflugt en sérhæft forrit til að yfirtaka tölvur, bæði hjá kúnum og svo einstaka sinnum, mínar eigin tölvur. Nota ennþá remote-desktop hérna innan hús. Yfirtek flestar tölvur frá aðal-vélinni sem og að ég nota remote hjá fyrirtækjum til að accessa aðrar lókal-vélar. TeamViewer er að ég held ágætis forrit í þetta líka og frítt fyrir hobbý-notkun. Ég notaði það á tímabili en of mikið að þeirra áliti og á endanum lokað á mína ip-tölu.. frekar dýrt að kaupa það forrit.

Nota hinsvegar FTP mikið. Það er, geymi gögn miðlægt og get hent upp ftp client eins og FileZilla á innan við mínútu með hraðtengingum í helstu FTP þjóna sem ég nota (þrír í dag) Var með FTP server heima á tímabili. Forritin sem ég smíða eru öll með innbyggðan FTP client sem sækir uppfærslur ofl. Það var smá bras að setja upp FTP server varðandi routeringu á portum ef ég man rétt (data-portið) en man ekki lengur afhverju það ætti að vera eitthvert mál, eflaust hægt að hafa fixed data port (21 er fyrir samskiptin)

Loks. Hef fyrir langa löngu notað VPN til að keyra netgátt og sem drif á vél. Þá var internetið bara of hægtvirkt, eflaust mundi ég nota slíkt í dag í einhverjum tilvikum til dæmis í staðinn fyrir hýsingar hjá sumum minna kúnna. En hef enga þörf sjálfur fyrir slíkt í dag.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Gislinn » Mið 05. Feb 2014 10:31

Mér finnst lang þægilegast að hafa linux á server vélinni minni. Notar miklu minna resources en windows og er því hægt að vera með ódýrari tölvur.

En er einhver sérstök ástæða fyrri því að þú viljir nota Linux? Ef þú kannt á windows og ert sáttur með það þá er ekkert mál að keyra windows á servernum.

Afhverju hendiru ekki inn spurningum hingað inn á vaktina um það sem þú hefur verið að lenda í vandræðum með? Það eru alveg nokkrir linux nördar hér sem gætu líklegast aðstoðað þig með því að svara spurningunum þínum hérna á vaktinni. :happy

Varðandi að komast í gögnin þín hvar sem er þá gætir þú prufað OwnCloud og hostað því á þínum eigin server. Þeir eru með þokkalegt documentation til að setja þetta upp. (Leiðbeiningar hvernig skal setja þetta uppá Ubuntu)


common sense is not so common.


NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf NiveaForMen » Mið 05. Feb 2014 10:37

Mér þætti áhugavert að vita hverjar kröfurnar þínar eru?
Hvað viltu að þessi server bjóði upp á?



Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf win8w » Mið 05. Feb 2014 16:17

Komið þið sælir allir og kærar þakkir fyrir svörin!

Garri:
Nei, þitt svar er einmitt mjög mikið í takt við þau svör sem ég hef fengið frá þeim sem ég hef spurt út í þetta hingað til;) Málið hjá mér er t.d. að ég hef bara alls ekki of góða reynslu af remote desktop á Windows, en ég hef reyndar ekki heyrt um þetta forrit sem þú nefnir fyrr en núna. Ég hef einnig prófað að keyra FTP-server á Windows (bæði "desktop" og "server" útgáfum), en stöðugleiki hefur alltaf verið eitthvað bölvað vandamál hjá mér. Hef einnig látið reyna á það að keyra file server og fleira í þeim dúr - bara því miður með frekar lélegum árangri. En kærar þakkir fyrir svarið :happy

Gislinn:
Ég hef einmitt í eitt skipti verið með server (ftp, fileserv. og 'Samba') sem var keyrður á Linux, stöðugleikinn var gjörsamlega "óendanlegur" (ég tala nú ekki um ef þú miðar við Windows).
Sú vél var hins vegar sett upp fyrir mig frá grunni, og það á gamla vél sem var ekkert sérlega öflug, og gaf sig því miður eftir alltof stuttan tíma. Þessi reynsla mín af Linux, sem og hin skelfilega reynsla af Windows í sambandi við það að keyra svona serverdót er aðalástæðan fyrir því að ég vil helst af öllu keyra þetta á Linux.
Ég er hins vegar jú töluvert vel að mér í flest öllu sem tengist Windows, en þetta vesen sem ég hef verið að lenda í með server sem keyrður er á því hefur algjörlega fælt mig frá því að reyna að halda því áfram. Var einnig að enda við að skrúfa mér saman töluvert öflugri vél en ég hef verið að keyra þetta dót á hingað til, og sé fyrir mér að það að keyra Linux á henni sem server ætti að skila alveg topp "árangri" (þá á ég við stöðugleika, hraða vinnslu o.s.frv.). Hins vegar finnst mér ég bara ekki vera nógu vel að mér í þessu til þess að geta verið að spyrja spurninga, enda finnst mér ég einhvern veginn alltaf vera á byrjunarreit í þessum efnum þegar Linux kemur inn í dæmið.
En ég ætla að tékka á OwnCloud-inu sem þú nefnir, kærar þakkir fyrir ábendinguna! :happy :megasmile




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf coldcut » Mið 05. Feb 2014 20:57

Sjiiit ég gæti ekki ímyndað mér lífið ef ég væri ekki með server sem ég kæmist alltaf inná í gegnum ssh, það væri skelfing!
Vona að þú finnir einhvern til að aðstoða þig en ef ekki þá spyrja bara hérna og nota ircið (mjög efficient að nota distro-rásirnar á freenode).

Distro fyrir serverinn. Skiptir litlu hvort þú notir Centos, Debian eða Ubuntu. Persónulega tæki ég CentOS en það er bara ég.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 781
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 47
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Squinchy » Mið 05. Feb 2014 22:54

eli the computer guy á youtube hefur hjálpað mér mikið til að skilja hvað er á bakvið það sem tengist ssh, ftp og general linux dóti, mæli með honum :)


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


bigggan
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf bigggan » Fim 06. Feb 2014 01:24

Microsoft býður uppá sin eigin forrit til þess að hafa eigin server, mjög einfalt i notkunn með IIS og WebMatrix. Var komin með (td.) WordPress siðu nánast á 5 minútur eftir að ég hlóð þessu niður.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Hannesinn » Fim 06. Feb 2014 14:37

Sammála coldcut, fólk sem þekkir ekki þægindin við SSH hefur ekki lifað lífinu. Jújú, VPN er nokkurn veginn að gera mönnum það mögulegt sem SSH hefur getað í 15 ár eða meira. En að koma sér upp VPN, smb shares og hvað þetta sem að þarf, jafnast bara ekkert á við 2 sek. uppsetningu á SSH, sem er í raun það eina sem þú þarft að nota til að stýra öllu heimanetinu utanfrá.

Ég myndi nú samt segja þér að fikta í þessu sjálfur þrátt fyrir ítrekuð feil. Eins og þeir segja í útlandinu... It's the journey, not the destination.
Ég og fleiri getum örugglega látið þig fá proftpd.conf smb.conf skrár til að setja upp ftp og smb, en það margborgar sig að reyna að gera þetta sjálfur og læra um hvað þetta snýst. Byrjaðu bara á því að drepa á SELinux (eða app-armour eða hvaða öðrum nöfnum það kann að heita) og eldveggjum á meðan þú ert að læra, svo að þú rekist ekki endalaust á vankanta vegna þeirra og svo geturðu komið því í gang og lært á það þegar þú ert búinn að koma hinu í gang.

En beisiklí er það eina sem þú þarft SSH, FTP út á við, og SMB fyrir nasboxin, allt annað er optional.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Gislinn » Fim 06. Feb 2014 15:14

Hannesinn skrifaði:Sammála coldcut, fólk sem þekkir ekki þægindin við SSH hefur ekki lifað lífinu. Jújú, VPN er nokkurn veginn að gera mönnum það mögulegt sem SSH hefur getað í 15 ár eða meira. En að koma sér upp VPN, smb shares og hvað þetta sem að þarf, jafnast bara ekkert á við 2 sek. uppsetningu á SSH, sem er í raun það eina sem þú þarft að nota til að stýra öllu heimanetinu utanfrá.

Ég myndi nú samt segja þér að fikta í þessu sjálfur þrátt fyrir ítrekuð feil. Eins og þeir segja í útlandinu... It's the journey, not the destination.
Ég og fleiri getum örugglega látið þig fá proftpd.conf smb.conf skrár til að setja upp ftp og smb, en það margborgar sig að reyna að gera þetta sjálfur og læra um hvað þetta snýst. Byrjaðu bara á því að drepa á SELinux (eða app-armour eða hvaða öðrum nöfnum það kann að heita) og eldveggjum á meðan þú ert að læra, svo að þú rekist ekki endalaust á vankanta vegna þeirra og svo geturðu komið því í gang og lært á það þegar þú ert búinn að koma hinu í gang.

En beisiklí er það eina sem þú þarft SSH, FTP út á við, og SMB fyrir nasboxin, allt annað er optional.


Þegar ég var að byrja að fikta í þessu þá setti ég upp VPN server, tengist með VPN inná heimanetið og stýrði svo tölvunum með SSH. :baby Belti og axlabönd.


common sense is not so common.


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf Garri » Fim 06. Feb 2014 15:21

Eins og svo oft áður hér, þá eru menn ekki að skilja mig.

Með því að setja upp unattended access á vél heima með sterkum lykilorðum og til þess gerðum forritum (sem haugur er til af), þá er ég að opna SSH gátt til að geta unnið á vélina sem og á aðrar vélar heima þar sem ég með icon á desktoppinu með remote desktop hraðtengingu.

Það er eins og sumir skilji ekki hvað í raun stendur á bak við ýmsar skammstafirnar og eru algjörlega uppteknir af því að nota þær og þar við situr.

Hér fyrir næstum 30 árum (kringum 1990) notaði ég til dæmis Carbon Copy til þess að vina í svona fjarvinnslu. Notaði módem með 9600 fyrst og síðan 14400 og þá tók internetið við með viðeigandi tengi-tólum.

Í dag er ég með yfir 100 kúna í unattended access í mjög vönduðu svona forriti. Kostar reyndar tæpar 40k en vel þess virði.



Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf win8w » Fim 06. Feb 2014 19:32

Hannesinn skrifaði:Sammála coldcut, fólk sem þekkir ekki þægindin við SSH hefur ekki lifað lífinu. Jújú, VPN er nokkurn veginn að gera mönnum það mögulegt sem SSH hefur getað í 15 ár eða meira. En að koma sér upp VPN, smb shares og hvað þetta sem að þarf, jafnast bara ekkert á við 2 sek. uppsetningu á SSH, sem er í raun það eina sem þú þarft að nota til að stýra öllu heimanetinu utanfrá.

Ég myndi nú samt segja þér að fikta í þessu sjálfur þrátt fyrir ítrekuð feil. Eins og þeir segja í útlandinu... It's the journey, not the destination.
Ég og fleiri getum örugglega látið þig fá proftpd.conf smb.conf skrár til að setja upp ftp og smb, en það margborgar sig að reyna að gera þetta sjálfur og læra um hvað þetta snýst. Byrjaðu bara á því að drepa á SELinux (eða app-armour eða hvaða öðrum nöfnum það kann að heita) og eldveggjum á meðan þú ert að læra, svo að þú rekist ekki endalaust á vankanta vegna þeirra og svo geturðu komið því í gang og lært á það þegar þú ert búinn að koma hinu í gang.

En beisiklí er það eina sem þú þarft SSH, FTP út á við, og SMB fyrir nasboxin, allt annað er optional.


Þakka þér kærlega fyrir þetta, er farinn beint í að vinna í þessu! (Lesa, skoða video og svo láta vaða á uppsetninguna!). En myndirðu mæla með einhverju ákveðnu OS frekar en öðru, eða bara einfaldlega FreeNAS?
En ég endurtek, takk kærlega fyrir svarið! :happy :happy



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir einstaklingi til að aðst. v. uppsetn. á "serv

Pósturaf kusi » Mán 03. Mar 2014 17:15

Merkilegt að heyra að það séu enn einhverjir sem keyra FTP servera. Hélt að enginn gerði það lengur vegna öryggisveikleika sem það býður upp á.