Veit ekki alveg hvort ég ætti að henda þessu í Linux þráðinn eða hingað, en allavega...
Þekkir einhver lausnina við FTP sources í XBMC, þ.e.a.s. tengjast remote FTP þjónum frá XBMC client? Vandamálið á bæði við Ubuntu 13.10 og Fedora 19/20, og tengist curl/libcurl útgáfu 7.32. Þetta á ekki við um Windows.
Í Fedora 19 er hægt að downgrade'a curl og libcurl (yum downgrade curl libcurl) og þá fær maður eldri útgáfu af pakkanum inn og FTP sources beint í gang. Ég uppfærði hins vegar htpc'inn minn um daginn í FC20, og þar er ekki eldri útgáfa af curl í boði í repo'inu. Ég finn ekki neina lausn við þessu með gúggul, bara fleiri að spyrja sömu spurningar.