Besta leiðin til að fá netflix


Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf Skari » Fös 29. Nóv 2013 16:11

Sælir
Það sem ég er aðallega að leitast eftir er eitthvað media center til að tengja við sjónvarpið svo ég nái að tengjast netflix eða hulu.
Búinn að kynna mér chromecast (líkar ekkert sérstaklega að það er wifi) og svo roku 3 en ókosturinn með þann búnað er að ekki er hægt að breyta dns á því, þyrfti að gera það á routerinn, er bara með venjulegan router frá símanum, ætti að vera hægt að stilla ákveðið port á routernum með amerískt dns? eða þyrfti allt að vera á þessu amerísku dns og þar af leiðandi allt utlandsdownload.

Hef lesið hérna á vaktinni að sumir eru með aðgang að vpn frá hidemyass.com og hafa þá verið með t.d. 10gb í gagnamagn frá internetþjónustinni, að það gefi þeim kleyft að downloada eins miklu og þeir vilja sem er fínt ef menn eru með netflix/hulu en þá eru þeir samt enn með íslenska ip tölu þannig að það þyrfti t.d. að fá þjónustuna hjá hidemyass.com og svo aðra vpn þjónustu frá ameríku sem þjónustan frá hidemyass myndi tengjast inn á.. þetta er farið að rugla mig dáldið hehe, er kominn alveg í hringi hérna.

Væri mjög vel þegið ef einhver gæti hjálpað mér að finna bestu leiðina fyrir þetta.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf tdog » Fös 29. Nóv 2013 16:31

Þótt að þú sért með erlendann DNS þjón þá er niðurhalið þitt ekki erlent.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16545
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2127
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf GuðjónR » Fös 29. Nóv 2013 16:43

tdog skrifaði:Þótt að þú sért með erlendann DNS þjón þá er niðurhalið þitt ekki erlent.

Ekki íslenskt meinarðu :)



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf BugsyB » Fös 29. Nóv 2013 18:39

GuðjónR skrifaði:
tdog skrifaði:Þótt að þú sért með erlendann DNS þjón þá er niðurhalið þitt ekki erlent.

Ekki íslenskt meinarðu :)


hann á örugglega við það að innlent niðurhal er áfram innlent niðurhal þó að dns þjónustan sé ekki á íslandi


Símvirki.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf Stutturdreki » Fös 29. Nóv 2013 21:50

Raspbmc gaurinn tilkynnti nýlega að hann ætlaði að bæta netflix við raspbmc pakkann. Á reyndar eftir að sjá það gerast en fínn kostur ef það virkar. Kunningi minn er líka að nota bæði Netflix og Hulu í raspbmc með þvi að streama því í gegnum PC (eða eitthvað).

Fullt af leiðbeiningum um uppsetningu á því á netinu.



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta leiðin til að fá netflix

Pósturaf BugsyB » Fös 29. Nóv 2013 22:13

chromecast er ódýrara en rpi ef maður tekur allan rpi pakkan með og þekkir e-h sem er hjá tal held ég


Símvirki.