playman skrifaði:Staðsetning gagna?
Hvaða server myndir þú mæla með og afhverju?
Það sem ég er að nota þetta í er aðalega geymsla fyrir myndefni, horfi svo á efnið á
XBMC í gegnum NASinn, image backup fyrir hinar vélarnar, FTP server
þegar að ég fæ ljósið. Svo eitthvað sem að sem ég er ekki búin að fynna út enþá eða er ekki farin að spá í.
En númer 1-2 og 3 er gagna öryggið.
Auðvitað væri draumur að geta notað full gig connection, en maður gæti sætt sig við um 50-60 MB/s
Lágmarks stærð yrði að vera 4*3tb, en samt á heilbrigðu verði.
Stór skrá fer t.d. í einni samfelldri röð inná harðan disk, hugsaðu nálin á plötuspilara. Og því er auðvelt að lesa hana aftur upp (sequential read)
Ef þetta eru hinsvegar margar skrár á mismunandi stöðum þá er mun erfiðara fyrir þessu einu nál að afkasta sambærilegu (random read)
Þar sem les/skrif hraði á RAID5 stæðu getur bara verið eins góður og er á versta disk þá getur raid stæða haft 400MB/s í sequential read, en bara 8MB/s í random read.
Svo þú getur verið með 500.000 króna vélbúnað en samt fengið alveg ömurlegan gagnahraða ef þetta eru milljón litlar skrár út um allt.
Það færi útí algjöra vitleysu að mæla með server, gapið á milli verðs, notendavænis og raunveruleg öryggis er svo stórt.
Víst þú segir gagnaöryggi gætir verið þess virði fyrir þig að kynna þér Freenas og Nas4Free (það notar ZFS skráarkerfið sem er eitt það besta uppá gagnaöryggi.)
- Það er með write check. Það les gögnin eftir að þau skrifast til að vera 100% þau séu þarna, flest skráarkerfi gera þetta ekki og þú færð
bilaða skrá allt í einu og veist ekkert af hverju
- Ef rafmagnið fer af er ótrúlega ólíklegt að þú verður fyrir gagnatapi og engin
write hole eins og í RAID5
- Það er algjörlega software based og gerir ekki kröfu um server grade hardware, þú getur flutt diskana yfir í hvaða vél sem er og verið kominn í gögnin þín eftir mjög lítinn tíma
Það er smá vinna að setja svoleiðis upp, en þú verður bæði reynslunni ríkari og skilur þetta allt mun betur.