Linux nýliði

Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Linux nýliði

Pósturaf benjamin3 » Þri 03. Sep 2013 01:40

Sælir vaktarar.

Ég ætla mér að setja linux á fartölvuna mína þar sem ég er í tölvunarfræði hjá HR og félagi minn sagði mér að það væri yndislegt í náminu.
Spurningin er hvort ég ætti að hafa Dualboot, Virtual dót eða eyða windows algjörlega af vélinni og hafa bara Linux.

Svo er það hvað maður ætti að nota. Ubuntu, Gnome, Mint Cinnamon voru þau sem ég er búinn að kíkja aðeins á.

En ég er algjör nýliði í þessu, hef alltaf verið í windows. Þigg alla hjálp og uppástungur frá ykkur sérfræðingunum.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2225
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf kizi86 » Þri 03. Sep 2013 02:55

ef alger byrjandi í linux, þá mæli ég með að formata alveg og hafa bara linux, og þá mæli ég sérstaklega með mint, ef ert með windows líka, og lendir í einhverjum vandræðum, þá eru miklar líkur á að hoppir bara yfir í windowsið í staðinn fyrir að laga vesenið sjálfur og læra af því, bara hoppa beint út í semidjúpu laugina ;)


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 03. Sep 2013 08:33

Ég var að notast við Fedora á virtual vél þegar ég var að fikta í C forritun það virkaði bara fínt (þetta var reyndar preconfigured vél sem ég sótti á Harvard Opencourse síðunni).
https://manual.cs50.net/appliance/17/


Just do IT
  √


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf Gislinn » Þri 03. Sep 2013 09:12

Ég byrjaði að nota linux í hásskólanum (fyrir um 7 árum síðan). Þá setti ég upp Dual-boot Windows og Ubuntu. Síðan þá hef ég unnið með Mint, Fedora, CentOS, Zorin OS (linkur), Debian, Suse og allskonar útgáfur af þessum stýrikerfum. Í dag er ég með dual-boot windows og OpenSuse, fíla það kombó mjög vel en er ekki viss um að það sé sniðugast til að byrja á.

Ég myndi mæla með að þú hafir dual-boot þar sem það er erfitt að notast eingöngu við Linux (þó ég viti ekki nákvæmlega hvernig það er í tölvunarfræðinni en þannig er það a.m.k. í verkfræðinni, ákveðin forrit sem eru ekki til á linux eða linux útgáfan af því forriti er drasl). Það sem er gott við að byrja á Ubuntu eða Mint er að það er mjög stórt community í kringum þau og því er auðvelt að nálgast upplýsingar um þessi stýrikerfi (þ.e. ef þú lendir í vandræðum þá er lausnin sennilega fundin með 1-2 google-um). Þá er maður nokkuð snöggur að læra basic hlutina og getur fljótlega fært þig yfir í betri stýrikerfi. Hinsvegar finnst mér Ubuntu vera skelfilega ljótt og leiðinlegt að costumiza það og það eru nokkrir mjög böggandi hlutir við Mint (t.d. network managerinn sem er óþolandi imo).


common sense is not so common.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf dori » Þri 03. Sep 2013 09:39

Allt virtual-eitthvað er vesen. Farðu dual boot leiðina, vertu bara með Windows uppsett og smelltu svo uppsetningardisk frá einhverjum af stóru dreifingunum í vélina og farðu vel eftir leiðbeiningunum. Það væri fínt að vera búinn að kynna sér hvernig það virkar að setja upp dual boot með því kerfi sem þú velur.

Ég er ekki rosalega vel inní því hvað er best fyrir byrjendur á þessum "markaði" í dag. Sjálfur nota ég helst Debian eða dreifingar sem byggja á Debian. Mér finnst Ubuntu samt vera komnir útí smá rugl UX lega og fíla ekki þær ákvarðanir sem þeir taka fyrir hönd notenda (t.d. hey, þú ert að leita að einhverju skjali á tölvunni þinni, best að fletta leitarstrengnum upp á Amazon líka því að þú vilt það pottþétt - kannski er þetta farið út í dag en svona hlutir bögga mig, sérstaklega þegar þeir eru ekki opt-in).




cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf cartman » Þri 03. Sep 2013 09:45

Ég myndi dual boota.

Þegar ég var í tölvunarfræðinni í HR þá var mikið verið að nota Microsoft products í kennslunni. C# og þar af leiðandi Visual Studio og svo líka MSSQL Server og þess háttar.
Þú gætir svo sem forritað í C# í Mono ef það er ennþá verið að kenna það og svo líka tengst remotely á einhvern mssql grunn en ég mæli frekar með því að dual boota bara.


Ég myndi samt hafa Linux sem default operating system :)
Síðast breytt af cartman á Þri 03. Sep 2013 09:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf Daz » Þri 03. Sep 2013 09:45

benjamin3 skrifaði:Sælir vaktarar.

Ég ætla mér að setja linux á fartölvuna mína þar sem ég er í tölvunarfræði hjá HR og félagi minn sagði mér að það væri yndislegt í náminu.
Spurningin er hvort ég ætti að hafa Dualboot, Virtual dót eða eyða windows algjörlega af vélinni og hafa bara Linux.

Svo er það hvað maður ætti að nota. Ubuntu, Gnome, Mint Cinnamon voru þau sem ég er búinn að kíkja aðeins á.

En ég er algjör nýliði í þessu, hef alltaf verið í windows. Þigg alla hjálp og uppástungur frá ykkur sérfræðingunum.


Hvort langar þig að eyða fyrsta árinu þínu í skólanum í að læra á nýtt stýrikerfi, eða læra námsefnið?

Endilega settu upp linux kerfi á einhverri tölvu (eða sem virtual vél inn á fartölvunni), en ég myndi ekki mæla með því að skipta um stýrikerfi svona uppúr þurru. Notaðu skólatímann í að læra skólalærdóm og frítímann í að læra á Linux. Ef þú ert svo hrifinn af linux notaðu það þá sem aðal stýrikerfið þitt.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf SolidFeather » Þri 03. Sep 2013 09:59

Ég notaði ýmiss linux kerfi á virtual vél þegar ég var í HR til að fikta í. Mjög þæginlegt að nota virtualbox.

Ég myndi allaveganna byrja á því að skella upp virtual vél.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf coldcut » Þri 03. Sep 2013 14:37

Ég hef prófað alla flóruna af Linux-kerfum og það sem ég byrjaði að nota fyrir 2vikum er það besta sem ég hef nokkurn tímann notað! Það er bara á öðru leveli og byggir á solid kerfi (Ubuntu 12.04).

ElementaryOS!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf AntiTrust » Fim 05. Sep 2013 23:16

Var að formatta vélina og uppfæra í W8.1, ákvað að splitta disknum og smellti ElementaryOS upp í dual boot. Mind - blown. Aldrei verið jafn sáttur með linux distro out of the box, hef ekki lent í stöku driver issue-i, það virkar allt, 5Ghz support á WLAN, webcamið, batterý ending góð og auto cpu niðurklukkun virkar flott, e-ð sem hefur alls ekki virkað vel á öllum distro's hjá mér. Flott app sett sem kemur með, UI-ið er bjútífúl og vel uppsett.

Ætli þetta sé the next big thing í Linux?



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf upg8 » Fim 05. Sep 2013 23:29

Ef þetta yrði the next big thing þá kemur fljótlega Cease and desist frá Apple.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf dori » Fim 05. Sep 2013 23:33

upg8 skrifaði:Ef þetta yrði the next big thing þá kemur fljótlega Cease and desist frá Apple.

Af því að þeir nota dock?



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf upg8 » Fim 05. Sep 2013 23:42

Nei Elementary OS eru að herma eftir heildar útliti OS X á svo mörgum sviðum. Þetta er samt mjög flott distro og verður spennandi að fylgjast með þróun þess.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf AntiTrust » Fim 05. Sep 2013 23:58

Er hægt að böggast út í open source hugbúnað á annaðborð, copycat eða ekki?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf chaplin » Fös 06. Sep 2013 01:23

upg8 skrifaði:Nei Elementary OS eru að herma eftir heildar útliti OS X á svo mörgum sviðum. Þetta er samt mjög flott distro og verður spennandi að fylgjast með þróun þess.


Mind you, megnið af því sem þú sérð í dag hjá OSX og Windows, kom fyrst í Linux, þám. dockan.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf intenz » Fös 06. Sep 2013 23:24

EKKI hlusta á vin þinn. HR er svolítil Microsoft sjoppa.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf trausti164 » Fös 06. Sep 2013 23:36

Stökktu í djúpu laugina og prófaðu Arch eða Gentoo, kennir þér mun meira um kerfið heldur en ubuntu eða mint.
En ef að þú ert staðráðinn í að fara í aðeins auðveldari distro myndi ég velja Debian.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf intenz » Fös 06. Sep 2013 23:48

trausti164 skrifaði:Stökktu í djúpu laugina og prófaðu Arch eða Gentoo, kennir þér mun meira um kerfið heldur en ubuntu eða mint.
En ef að þú ert staðráðinn í að fara í aðeins auðveldari distro myndi ég velja Debian.

Mæli með Windows 8.1


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf trausti164 » Lau 07. Sep 2013 01:02

Hann vill prófa linux, ekki halda sér í gamla winblows umhverfinu.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf intenz » Lau 07. Sep 2013 03:21

trausti164 skrifaði:Hann vill prófa linux, ekki halda sér í gamla winblows umhverfinu.

Versta hugmynd í heimi að prófa nýtt stýrikerfi þegar maður er nýbyrjaður í háskóla.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 4


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf trausti164 » Lau 07. Sep 2013 09:51

Breytir því ekki að hann spurði ekki um þetta.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf intenz » Lau 07. Sep 2013 13:52

trausti164 skrifaði:Breytir því ekki að hann spurði ekki um þetta.

Þá er um að gera að beina honum inn á beinu brautina.

@benjamin3 Ef þú vilt læra á Linux myndi ég ráðleggja þér að setja upp Ubuntu server heima hjá þér í virtual vél og nota PuTTY til að leika þér og prófa þig áfram. Ég gerði það.

HR er svolítið Microsoft-miðaður skóli (þó það sé verið að breyta því núna með tilkomu UNIX áfanga á fyrstu önn), þá er Microsoft samt í hávegum haft. Ég reyndi að fara hjáleiðina fyrst til að byrja með, þ.e. installaði Mono í staðinn fyrir Visual Studio og CodeBlocks fyrir C++. Ég sá fljótt eftir því, þar sem kennararnir gátu oft á tíðum ekki keyrt verkefni frá mér og svoleiðis vesen. Ég ákvað því bara að láta mig hafa það og setti Visual Studio upp hjá mér. Ég sé sko engan veginn eftir því. Visual Studio er það besta sem hefur komið frá Microsoft.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


yrq
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 20:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf yrq » Lau 07. Sep 2013 14:08

Einnig eru áfangar sem eingöngu nota microsoft hluti. T.d. vefforritun, gagnasafnsfræði, fyrsti þriggja vikna áfanginn og afköst gagnasafnskerfa.

Mæli með win8.1 og að nota nákvæmlega það sem kennararnir nota.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf hkr » Lau 07. Sep 2013 14:46

yrq skrifaði:Einnig eru áfangar sem eingöngu nota microsoft hluti. T.d. vefforritun, gagnasafnsfræði, fyrsti þriggja vikna áfanginn og afköst gagnasafnskerfa.


Er ekki alveg að átta mig á því hvernig vefforitun og gagnasafnsfræði nota eingöngu MS hluti. :popeyed



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Linux nýliði

Pósturaf intenz » Lau 07. Sep 2013 14:52

hkr skrifaði:
yrq skrifaði:Einnig eru áfangar sem eingöngu nota microsoft hluti. T.d. vefforritun, gagnasafnsfræði, fyrsti þriggja vikna áfanginn og afköst gagnasafnskerfa.


Er ekki alveg að átta mig á því hvernig vefforitun og gagnasafnsfræði nota eingöngu MS hluti. :popeyed

Vefforritun = ASP.NET MVC
Gagnasafnsfræði = SQL Server


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64