Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli


Höfundur
tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf tar » Fim 08. Ágú 2013 22:36

Ég pantaði mér Cisco E4200v2 router af ncix.com um daginn.

Síðan fékk ég bréf frá póstinum um að tollgæslan hefði stöðvað sendinguna. Í bréfinu stóð:
---------
Innihald sendingar:
Þráðlaus router - Vantar CE merkingu
Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi. CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðunum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á netinu.
Athuga þarf hvort afla þurti tilskilinna réttinda til að nota tækið á Íslandi.
Um tvo möguleika er að ræða:
1. Hægt er að óska eftir endursendingu allrar sendingarinnar.
2. Hægt er að láta farga þeim hluta seningarinnar sem er bannaður.
---------


Ég veit að Vodafone á Íslandi er að leigja út E4200v2 og ég hélt að sama týpa af router væri eins alls staðar í heiminum.

Veit einhver svarið við þessum spurningum:
*Er Cisco E4200v2 seldur í Kanada öðruvísi en þeir sem eru seldir í Evrópu?
**Er einhver leið til að sannfæra tollinn um að hleypa routernum í gegn?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf Revenant » Fim 08. Ágú 2013 22:51

*Er Cisco E4200v2 seldur í Kanada öðruvísi en þeir sem eru seldir í Evrópu?
Já mismunandi markaðir krefjast mismunandi vottana og vottanirnar eru misstífar. T.d. gæti kanadískur router verið með öflugri sendi en væri leyfður í evrópu (og þar með ekkert CE merki).

**Er einhver leið til að sannfæra tollinn um að hleypa routernum í gegn?
Ef þú getur sýnt fram á að það er CE merki á routernum.




Starman
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf Starman » Fim 08. Ágú 2013 22:53

tar skrifaði:**Er einhver leið til að sannfæra tollinn um að hleypa routernum í gegn?

Nei , ef þessir "pappakassar" sjá ekki CE miða þá er ekki er ekki séns að þeir hleypi þessu inn, þetta eru miklir bókstafstrúarmenn sem taka starf sitt gríðarlega alvarlega.




eliasarnar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 18. Júl 2013 23:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf eliasarnar » Fim 08. Ágú 2013 23:45

Sæll
Samkvæmt Cisco þá er þessir CE
Linksys E4200
Certificaciones FCC, IC, CE, Wi-Fi a/b/g/n,
Canada notar IC en routerun á að vera með þessu öllu þ.s FCC,IC,CE s.k Cisco
FCC er fyrir UAS, IC er fyrir Canada og CE er fyrir Evropu
Þú getur séð þetta í Handbókini með vöruni
Kveðja



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf SolidFeather » Fim 08. Ágú 2013 23:59

Ein spurning hérna. Ætli svona vorum sé fargað? Er ekki einhver tollarinn sem hirðir svonalagað bara?




eliasarnar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 18. Júl 2013 23:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf eliasarnar » Fös 09. Ágú 2013 01:27

Þú getur sent hana til baka á þinn kostnað og í samráði við söluaðilan en ég myndi reina að fá frá söluaðilanum staðfestingu á að þetta sé CE merkt
Tollurin fargar þessu ef þú óskar þess

Kveðja



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf Viktor » Fös 09. Ágú 2013 02:03

Bæði version 1 og version 2 eru CE merkt, heimild:

V1: http://downloads.linksys.com/downloads/ ... ions,0.pdf
V2: http://downloads.linksys.com/downloads/ ... nCAP_n.pdf

http://support.linksys.com/en-eu/support/routers/E4200

Certifications
FCC, IC, CE, Wi-Fi a/b/g/n,
Windows 7


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf roadwarrior » Fös 09. Ágú 2013 08:01

Farðu til þeirra í tollinum uppá Stórhöfða (Íslandspóstur) og fáðu að skoða pakkan. Opnaðu pakkann undir þeirra eftirliti og skoðaðu sjálfan routerinn. Ef ekkert stendur utan á honum skoðaðu bæklinginn sem fylgir. Ætti að standa í honum myndi ég halda. Ef framleiðendur ættu setja alla viðurkenningar utan á kassa/routerinn þá væru þeir þaktir í merkingum. Oftast setja framleiðendur allar viðurkenningar aftast í bæklinga ellegar einhverstaðar í bæklinginn :sleezyjoe




Höfundur
tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf tar » Fös 09. Ágú 2013 16:49

Takk fyrir góðar ábendingar.
Ég fer í tollinn á Stórhöfða á mánudaginn og sýni þeim að það standi í manualinum að þessi router sé CE certified.
Verður athyglisvert að sjá hvort þeir láta það duga.




Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf Arnarmar96 » Fös 09. Ágú 2013 20:13

Eru þeir farnir að senda til íslands?


Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf roadwarrior » Fim 15. Ágú 2013 21:48

tar skrifaði:Takk fyrir góðar ábendingar.
Ég fer í tollinn á Stórhöfða á mánudaginn og sýni þeim að það standi í manualinum að þessi router sé CE certified.
Verður athyglisvert að sjá hvort þeir láta það duga.



Hvað kom útúr þessu?




Höfundur
tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli

Pósturaf tar » Fim 15. Ágú 2013 22:47

Ég fór í póstinn upp á Stórhöfða, opnaði hlífðarkassann frá NCIX með tollaranum og þá kom í ljós umbúðakassinn með routernum. Það var rétt sem stóð í bréfinu, það var engin CE merking utaná þeim kassa.

Við opnuðum umbúðakassann og þar var:
*Cisco E4200v2 með skýrri og greinilegri CE merkingu, jei!
*Spennubreytir með engri CE merkingu (hann er með ameríska kló)

Sennilega er eina ástæðan fyrir að Cisco geta ekki sett CE merkingu utaná umbúðirnar sú að spennubreytirinn er með ameríska kló.

Þar sem spennubreytirinn er fyrir input 100-240V þá var nóg að kaupa svona
http://www.computer.is/vorur/5557/
til að hægt væri að byrja að nota routerinn.


Maður verður að hafa þetta CE-vesen í huga þegar maður pantar fjarskiptabúnað frá Ameríku.
Einhvers staðar heyrði ég að iPhone í símatilboðum í USA séu stundum ekki CE merktir til að tilboðin berist ekki til Evrópu. Þá er semsagt CE vottunin notuð að einhverju leyti sem markaðsstýringartæki (sem var nú ekki tilgangurinn með henni).
Úr því að routerkassinn minn var kominn til landsins var tvímælalaust áhættunnar virði að opna hann, því eins og bent var á stendur í handbókinni með E4200v2 að hann sé CE certified
( Kanadíska síðan http://support.linksys.com/en-ca/support/routers/E4200 ).
Auk þess er endursending og RMA og svoleiðis líka svo leiðinlegt.



tl;dr Þetta reddaðist, routerinn sjálfur var CE merktur og fékk að fara inn í landið.


Takk aftur roadwarrior og þið hinir fyrir hjálpina.