Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu


Höfundur
Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Jonsk » Fim 01. Ágú 2013 23:32

Nú er ég alveg stumped. Var að fá ljósleiðara hjá Vodafone og er með Zhone routerinn. Ég náði rúmlega 90/90 Mbit/sek með cat5 í routerinn en þegar ég tengist með þráðlausa netinu í tæplega þriggja metra fjarlægð þá næ ég hins vegar ekki nema ca. 30-45 Mbit/sek upp og ca 15 Mbit/sek niður. Ég er búinn að prófa mismunandi rásir á routernum (þ.á m. nota Wifi analyzer til að finna þá sem er "fríust"), stilla hann á 20 Mhz og 40 Mhz, stilla hann bara á wireless n en líka á b/g/n en ekkert af þessu hefur áhrif á hraðann.
Hvað í ósköpunum get ég gert til að bæta niðurhalshraðann í gegnum þráðlausa netið?
Síðast breytt af Jonsk á Fös 02. Ágú 2013 15:57, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7555
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Tengdur

Re: Talsvert hægara upphal en niðurhal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf rapport » Fim 01. Ágú 2013 23:40

Allt verður að ganga á 802.11n ekki a,b eða g...

g er takmarkað við 54Mbs skv. http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison ... _standards




Höfundur
Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara upphal en niðurhal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Jonsk » Fim 01. Ágú 2013 23:45

Þó ég sé með stillt á 802.11 n only þá næ ég samt ekki nema 15 Mb/sek niður, en það er hvort eð er langt innan 54 Mb/sek þannig að það ætti væntanlega ekki að vera það sem takmarkar.




Höfundur
Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Jonsk » Fös 02. Ágú 2013 15:58

Breytti titlinu, smá heilaskita hjá mér í gærkvöldi en ég veit að upphal verður yfirleitt hægara en niðurhal. En hjá mér er það öfugt.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Gúrú » Fös 02. Ágú 2013 16:05

Ef ég man það rétt þá er hefðbundna lausnin við þessu að resetta allar stillingar með reset takkanum og prófa að slökkva á WPA2 og setja á WEP.

Þetta hefur að sjálfsögðu aldrei virkað í þeim tilfellum sem ég lendi í svona og ég þurfti að skipta routerum út ~3x á vikunum sem fylgdu
því að elskulegi NBG420N routerinn minn frá þeim dó.

Þú mátt samt ekki útiloka fartölvuna sem sökudólginn strax, fáðu fartölvu hjá einhverjum sem nær >45Mb/s heima hjá sér til að bilanagreina.


Modus ponens

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Viktor » Fös 02. Ágú 2013 16:08

Prufaðu aðra tölvu. Jafnvel 2-3.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Icarus » Þri 06. Ágú 2013 09:49

Myndi giska á að vandamálið liggi í þráðlausa. Ertu búinn að prófa að læsa routernum á N?

Lenti í því með fartölvuna mína að vera bara að fá 20/20 á 100Mb ljósi, svo þegar ég læsti routernum á N datt hún alveg út. Sagði mér að hún var bara á 802.11G




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf AntiTrust » Þri 06. Ágú 2013 09:52

Svipað hjá mér þegar ég tengist á 2.4Ghz. 5Ghz breytir öllu, 90/90, veit ekki hvort Zhone styður 5Ghz.




Höfundur
Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Jonsk » Mið 07. Ágú 2013 15:13

Ég er búinn að prófa að læsa routerinn á n, það var ekkert vandamál að tengjast netinu en hraðinn jókst ekkert. Eftir því sem ég best veit styður Zhone ekki 5 Ghz svo að það er ekki valmöguleiki.
Ég ætla að skila Vodafone þessum router og sjá til hvort að annað eintak komi betur út.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf AntiTrust » Mið 07. Ágú 2013 15:16

Athugaðu samt fyrst hvort að WLAN adapterinn sé nokkuð stilltur á e-ð power saving, sérð það í Power Options, Advanced Settings, Wireless Adapter Settings.




Höfundur
Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu

Pósturaf Jonsk » Fös 09. Ágú 2013 09:20

Góður punktur, hafði ekki skoðað það. Fór nú samt og skipti út router og dl hraðinn fór við það upp í 30 Mb/sek. Held ég láti það duga.