Þannig er mál með vexti að núna áðan var ég að byrja að spila tölvuleik þegar tölvan hrundi.
Leikurinn á ekki að þurfa nettengingu svo að ég viti til og ætti í rauninni ekki að tengjast netinu neitt (downloadað crack).
En eftir að ég er búinn að endurræsa tölvuna þá virðist þráðlausa netkortið mitt ekki virka.
Mér finnst líklegast að þetta sé eitthvað tengt kortinu sjálfu þar sem að ég er búinn að re-installa driverunum tvisvar.
Þegar ég hugsa út í það er kortið búið að vera að haga sér undarlega upp á síðkastið (kannski c.a. mánuð) en ég bjóst ekki við þessu.
Ég er ekki með aðra tölvu til þess að prufa kortið í en þegar að ég prufa að gera troubleshoot á network hjá mér þá finnur tölvan kortið og segir "The 802.11n Wireless LAN Card adapter is experiencing driver- or hardware-related problems".
Mér finnst ég vera búinn að útiloka driver-vandamálið en er þó ekki 100% viss.
Er líka búinn að prufa að skipta um PCI rauf á skjákortinu og það virðist ekki breyta neinu heldur.
Er einhver með uppástungu um hvað skal gera í málinu?
Er satt best að segja ekki sáttur þar sem að þetta er kort sem ég keypti fyrripart janúar í ár
Endilega spyrjið ef það er eitthvað sem vantar í upplýsingarnar hjá mér, öll hjálp er vel þegin
Með fyrirfram þökkum og von um skjóta úrlausn.
[Hjálp!]Þráðlaust netkort virkar ekki.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 394
- Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
[Hjálp!]Þráðlaust netkort virkar ekki.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
- CurlyWurly//HB
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: [Hjálp!]Þráðlaust netkort virkar ekki.
Prófa í annari tölvu, skila kortinu ef það virkar ekki þar.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það