Að tengja ljósleiðarann í hús.


Höfundur
IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf IkeMike » Mið 24. Apr 2013 14:32

Ljósleiðarinn er nú kominn í húsið en ég er með vandræðamál eitt.

Það er þannig að þetta box sem þarf að standa útúr vegnum sem þú tengir svo routerinn í hentar ekki að hann sé á veggnum þar sem snúrudósinn er.

Einhver sagði að boxið þyrfti að vera á veggnum enn ég vil spyrja einhvern sem þekkir þetta hvers vegna það sé ? Er bannað að hafa það öðruvísi ? Er ekki hægt að draga tveggja metra snúru frá veggnum og hafa boxið örlítið frá en þar sem dósin er ?

Ástæða þess að ég spyr er vegna þess að það er skenkur þar sem dósin er sem er ekki inn í myndinni að færa, né heldur að færa skenkinn 10cm frá veggnum svo þetta blessaða box komist fyrir.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf AntiTrust » Mið 24. Apr 2013 14:39

Hm, áttu þá við að fíberinn sé að koma í gegnum þessa símadós? Ég hefði haldið að hann væri yfirleitt tekinn inn í töfluna, sem er væntanlega aðeins betur staðsett.



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf viddi » Mið 24. Apr 2013 14:46

Þú getur yfirleitt nokkurnveginn ráðið hvar þeir setja boxið.



A Magnificent Beast of PC Master Race

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf tlord » Mið 24. Apr 2013 14:49

Myndir myndu hjálpa fólki að fatta þig.




J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf J1nX » Mið 24. Apr 2013 14:49

gæinn sem tengdi boxið mitt spurði mig bara hvar ég vildi hafa það og setti það svo þar sem ég sagði honum að væri best



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf Viktor » Mið 24. Apr 2013 15:00

Það er hægt að hafa það hvar sem er, en þá þarf að draga ljósleiðaraþráð á nýja staðinn.
En það verður að vera fast við vegg svo að það sé ekki hætta á því að þráðurinn brotni.
Held að það kosti 30þ. að fá verktaka frá GR til að græja þetta, þeas. færa boxið, ef það er búið að setja það upp.

Ef það hefur ekki verið sett upp hjá þér færðu að ráða hvar þar er sett upp, með því skilirði að þú græjir teikningar af raflögnum hússins, ef það þarf að draga þráðinn í veggi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja ljósleiðarann í hús.

Pósturaf sigurfr » Fös 26. Apr 2013 11:03

IkeMike skrifaði:Ljósleiðarinn er nú kominn í húsið en ég er með vandræðamál eitt.

Það er þannig að þetta box sem þarf að standa útúr vegnum sem þú tengir svo routerinn í hentar ekki að hann sé á veggnum þar sem snúrudósinn er.

Einhver sagði að boxið þyrfti að vera á veggnum enn ég vil spyrja einhvern sem þekkir þetta hvers vegna það sé ? Er bannað að hafa það öðruvísi ? Er ekki hægt að draga tveggja metra snúru frá veggnum og hafa boxið örlítið frá en þar sem dósin er ?

Ástæða þess að ég spyr er vegna þess að það er skenkur þar sem dósin er sem er ekki inn í myndinni að færa, né heldur að færa skenkinn 10cm frá veggnum svo þetta blessaða box komist fyrir.


Ef það er fær lagnaleið frá inntakskassanum í húsinu inn í íbúð til þín, eins og mér sýnist þú vera lýsa, þá er ekkert mál fyrir verktakann að leggja innanhúsljósleiðarastrenginn utanáliggjandi á veggnum nokkra metra frá dósinni að staðsetningunni sem hentar vel fyrir netaðgangstækið.
Láttu bara á það reyna, ég held að verktakinn muni geta leyst þetta miðað við lýsinguna þína.

Kv. Sigurður
Starfsmaður GR.