Sælir,
Mér var afhent gömul Acer fartölva og beðinn um að henda af henni Windows 8 og setja upp XP í staðinn. Ég er að lenda í svolitlum vandræðum með það.
Í fyrsta lagi leyfir Windows 8 mér ekki að setja XP upp frá disk innan Windows svo ég ákveð að reyna að boota beint frá Windows XP disk. Set hann í og restarta og ekkert gerist nema það að Windows 8 bootar. Restarta nokkrum sinnum og reyni marga takka til að komast inn í BIOS og breyta boot priority, DEL, F1, F2, F7, F8, F10, F12, ESC.
Eini takkinn sem virðist gera eitthvað er Esc og hann gefur mér þetta:
og ef ég ýti á F2 kemur "entering setup" í smá stund og svo bootar Windows
Loks ákveð ég að masha alla F takkana, del og esc á meðan hún er að boota og virkar auðvitað ekki. Það síðasta sem ég prófa er að halda inni fullt af tökkum meðan tölvar bootar og reyna að fá stuck key error og komast þannig inn í bios en þá stöðvar tölvan bara bootið þangað til ég sleppi aftur tökkunum og bootar þá eins og venjulega.
Einhverjar hugmyndir? Er einhver leið að gera þetta innan Windows 8 kannski?
[LEYST] Kemst ekki inn í BIOS
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 11
- Skráði sig: Fim 28. Mar 2013 15:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
[LEYST] Kemst ekki inn í BIOS
Síðast breytt af Blomakrans á Sun 07. Apr 2013 18:05, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
eitthvað las ég að þú kemst ekki inn í bios þegar þú ert að kveikja á acer lappa en þú kemst inn með því að hamra á F2 þegar þú RESTARTAR vélinni.
veit ekki allveg hvort þetta muni virka fyrir þig og þú ert örugglega búinn að reyna þetta
veit ekki allveg hvort þetta muni virka fyrir þig og þú ert örugglega búinn að reyna þetta
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 11
- Skráði sig: Fim 28. Mar 2013 15:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
Það er einmitt málið, ég kemst þangað sem myndin að ofan sýnir ef ég hamra F2, en svo bootar bara Windows sama hvað ég geri.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
Ertu búinn að prófa að plugga harða disknum úr svo hún geti ekki bootað í Windows? Kannski kemstu inn í BIOS til að breyta boot priority.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
Prófaðu að tengja við hana USB lyklaborð kannski virkar þá esc F12 ....
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 11
- Skráði sig: Fim 28. Mar 2013 15:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
KermitTheFrog skrifaði:Ertu búinn að prófa að plugga harða disknum úr svo hún geti ekki bootað í Windows? Kannski kemstu inn í BIOS til að breyta boot priority.
Var að prófa það rétt í þessu. Þá gerist þetta:
Héðan gerist ekkert nema ég ýti á einhvern takka (og það virðist engu skipta hver það er, F2, Esc, Enter o.s.frv.) og þá birtist þetta bara aftur, ég virðist ekki komast inn í BIOS héðan heldur.
Ég er nokkuð viss um að USB lyklaborð breyti engu þar sem tölvan virðist alveg taka við skilaboðum frá lyklaborðinu, hún fer bara ekki inn í BIOS eins og hún á að gera.
Nú er ég orðinn nokkuð hugmyndasnauður. Hafið þið einhverjar aðrar hugmyndir?
EDIT: eftir að ég tók harða diskinn úr bootar tölvan af Windows diskinum en það gagnast lítið þegar enginn harður diskur er í tölvunni til að setja windows upp á.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
Athugaðu hvort þú getur náð í BIOS uppfærslu sem þú getur svo skrifað á disk og uppfæt BIOS inn þá kannski hættir hann að láta svona.
Ef þú vilt það ekki þá er bara spurning um að hreinsa allt af harða diskinum með því að tengja hann við aðra tölvu og clear-a hann þannig þá bootar hún örugglega upp af CD og setur upp XP
Ef þú vilt það ekki þá er bara spurning um að hreinsa allt af harða diskinum með því að tengja hann við aðra tölvu og clear-a hann þannig þá bootar hún örugglega upp af CD og setur upp XP
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 11
- Skráði sig: Fim 28. Mar 2013 15:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Kemst ekki inn í BIOS
lukkuláki skrifaði:Athugaðu hvort þú getur náð í BIOS uppfærslu sem þú getur svo skrifað á disk og uppfæt BIOS inn þá kannski hættir hann að láta svona.
Ef þú vilt það ekki þá er bara spurning um að hreinsa allt af harða diskinum með því að tengja hann við aðra tölvu og clear-a hann þannig þá bootar hún örugglega upp af CD og setur upp XP
Ég var að undirbúa mig fyrir að flasha bios og setti HDD aftur í. Ræsti tölvuna, ýtti á F2 og viti menn, komst inn í BIOS og gat bootað af disk. Hef ekki hugmynd um hvers vegna það virkaði núna en ekki áðan.
Svo þetta er leyst. Ég þakka ykkur sem hjálpuðuð kærlega.