Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf upg8 » Mán 04. Mar 2013 17:56

Nú er ég að forvitnast um það hvað þykja eðlileg vinnubrögð í slíkum málum og þykir ekki sjálfsagt að láta viðskiptavini vita þegar það er lokað á stóra hýsingaraðila?

Nú er ég í viðskiptum við hýsingarfyrirtæki sem hefur verið starfrækt frá því 2001 og það hefur gengið vel hingað til. Stutt er síðan ég keypti lén og fékk mér premium hýsingarmöguleika hjá þessari síðu og ekkert nema gott af því að segja.

Eitt kvöldið að ég ætla að fara að vinna í síðunni en þá næ ég engu sambandi við síðuna. Það kom ekki einusinni villumelding heldur bara venujulegt timeout, það var ekki hægt að pinga síðuna. Ég taldi líklegt að um væri að ræða Denial of Service árásir á síðuna en hún hafði sætt nokkrum slíkum í síðasta mánuði. Ég reyndi á nokkurra klukkustunda fresti að tengjast síðunni og aldrei náði tölvan að tengjast síðunni. Daginn eftir þá kíkti ég á síðuna í vinnunni hjá mér og hún virkaði fullkomnlega þar. Þegar ég kom heim þá leit það út eins og að síðan væri dottin alfarið niður, þetta ferli endurtók sig í c.a þrjá daga. Ég var alveg æfur út í hýsingaraðilan fyrir að geta ekki haldið síðunni starfhæfri en á spjallborði tengdu hýsingunni furðaði ég mig á því að vandamálin virtust vera úr sögunni hjá flestum notendum. Ég fékk alla félaga mína til þess að reyna að tegjast síðunni og sumir gátu það en aðrir ekki. Vandamálið tengist því að einn ISP á landinu hefur tekið sig til og lokað á ALLAR síður og undirsíður hjá þessum hýsingaraðila þar sem þeir eða eitthverjir viðskiptavinir þeirra eru að hýsa eitthverjar phising síður. Ég hef séð slíkt gert áður hjá ákveðnum DNS þjónustum og netveitum en þá hefur yfirleitt verið látið vita af því með eitthverskonar skilaboði. Ég væri ekki svona óánægður ef ég hefði fengið eitthver skilaboð eða tilkynningar um þetta mál. Eftir að ég fékk þessi svör frá netveitunni minni þá fékk ég félaga mína sem eru ekki hjá sömu netveitu til þess að fara inná síðurnar mínar, og þeir gátu það allir þannig að þessi lokun er greinilega bara bundin við eina netveitu.

Af forvitni þá vil ég vita hvort þetta séu eðlilegir starfshættir og hvort þetta gerist reglulega? Svona aðgerðir geta haft mikinn kostnað í kjölfarið fyrir fyrirtæki sem verða að kaupa vefhýsingar af slíkum vefhýsingarþjónustum. Er stöðug hætta á því að það sé lokað á vefsíður hjá manni þótt þær innihaldi ekkert nema sómasamlegt og löglegt efni, bara því það eru eitthverjir óprúttnir aðilar að nota sömu vefhýsingu og maður sjálfur? Er hægt að fá tryggingu fyrir slíku?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf natti » Mán 04. Mar 2013 21:25

Það er miklu skemmtilegra ef þú segir hvaða ISP er um að ræða og hvaða vefhýsingu er um að ræða...
Það varpar líka ákveðnu ljósi á myndina...

Engu að síður.
Ég er nú ekki alveg viss um hvort þú hefðir átt að fá einhverja tilkynningu svona "fyrirfram".
En mér finnst að ef að ISP lokar á e-ð að þá þegar þú reynir að fara inn á viðkomandi síðu, að þú fáir skilaboð um að það hafi verið lokað á þig.
En ekki að þú þurfir að vandamálagreina þig út í þetta...

Varðandi phising oþh.
Því miður þá eru fáir sem gera sér grein fyrir hversu mikið vandamál þetta í raun og veru er.
Og í þessu samhengi þá skiptir t.d. töluverðu máli hvort þú sért að tala um einhvern úkraínskan hýsingaraðila, eða t.d. íslenskan, eða t.d. amazon eða godaddy.

upg8 skrifaði:Svona aðgerðir geta haft mikinn kostnað í kjölfarið fyrir fyrirtæki sem verða að kaupa vefhýsingar af slíkum vefhýsingarþjónustum.

Þetta meikar ekkert sense.
Það að loka á hýsingaðila getur haft í för með sér óþægindi fyrir þá sem hýsa hjá viðkomandi hýsingaraðila, og í besta falli kostnað við téða vandamálagreiningu (ef fyrirtækið er á annað borð að standa í slíku.)
En að segja að fyrirtæki verði að kaupa vefhýsingu hjá hýsingaraðila sem er þekktur fyrir að hýsa phising síður?

upg8 skrifaði:Er stöðug hætta á því að það sé lokað á vefsíður hjá manni þótt þær innihaldi ekkert nema sómasamlegt og löglegt efni, bara því það eru eitthverjir óprúttnir aðilar að nota sömu vefhýsingu og maður sjálfur?

Miðað við þá þróun sem er í gangi, tíðkast t.d. í nágrannalöndum okkar, og þá umræðu sem er á alþingi varðandi "klámbannið" svokallaða, þá já: hættan á að þú lendir í það sé lokað á síður fer aukandi...


Mkay.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Mán 04. Mar 2013 21:35

Mér finnst að svona lokanir (phishing dót) ætti frekar að vera gert á vafraleveli (eins og t.d. Google Chrome gerir). Ef þú vilt endilega færa þig yfir í að leysa þetta sem ISP þá ætti þetta að vera gert með því að hijacka DNS færslunni (og vísa þá á einhverja síðu sem útskýrir málið) en ekki með því að drepa routing fyrir IP tölu eða IP tölu range.

Ég skil samt ekki af hverju ISP vilja vera að skipa sér af þessu. Net neutrality ofar öllu. Ég vil sjá einhvern ISP á Íslandi gera sig alveg útá það. Ég myndi borga auka fyrir að vita að það væri ekkert verið að fikta í þessu dóti og skemma það fyrir mér.



Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf upg8 » Mán 04. Mar 2013 22:03

Mér sýnist á öllu að þessi lokun hafi átt sér stað 28. febrúar en það er hvergi tekið fram nema í samræðum mínum við starfsfólk símafyrirtækisins að lokun hafi átt sér stað og það verður ekki opnað fyrir þetta á næstu dögum.

Þessi hýsingaraðili er í bandaríkjunum og hefur starfað frá því 2001 og er mjög stór. Hann er ekki alræmdur fyrir phising síður frekar en aðrir enda ekkert annað símafyrirtæki sem lokar á hann, hinsvegar líkt og hjá flestum stórum hýsingaraðilum er mjög auðvelt fyrir hvern sem er að stofna síður og sækja um póstþjónustu, það er jú sjálfskráning og engin nefnd sem yfirfer hver má og hver má ekki stofna vefsíður!

Það virkar allt legit við þennan aðila og það er ekkert sem segir að ég verði að eiga viðskipti við hann, ég hinsvegar verð að leigja hýsingu þar sem ég hef ekki ráð á að keyra netþjón heima hjá mér. Símafyrirtækið sem ég er hjá lokaði á þennan aðila eftir að ég hóf viðskipti við téð fyrirtæki og þarmeð lokar það á vefsíðuna mína. Ef starfsemi mín væri komin lengra á veg þá myndi ég einfaldlega kæra símafyrirtækið mitt fyrir að valda mér miklum skaða, það er ekkert grín að loka á vefsíður. ÉG ER EKKI fyrirtæki í bandaríkjunum og ég fékk ekki að vita af þessu fyrr en í dag eftir að hafa ranglega haldið því fram að þetta væri hýsingaraðilanum að kenna. Vefhýsingaraðilinn er http://www.webs.com Ég er búinn að kaupa lén í gegnum þessa þjónustu og er að undirbúa að stofna smá sjálfstæðan rekstur, lénið mitt er bara fast og vísar á bannaða vefslóð, alveg glæsilegt.

Það væri nær að loka á tilteknar phising síður... sem engin nema meiriháttarfífl hefði hvort sem er fallið fyrir miðað við lýsingarnar sem gefnar voru upp frá símafyrirtækinu á vefsíðu þess. Þetta phising dæmi tengist póstþjónustu símafyrirtækisins...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf GuðjónR » Mán 04. Mar 2013 22:22

Af hverju ekki að einfalda lífið og hýsa þetta á Íslandi?



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf Haxdal » Mán 04. Mar 2013 22:25

Ef hýsingaraðilinn lokar ekki á phishing síður sem hann hýsir þá er alveg sjálfsagt að loka á aðgang til hans frá öðrum ISPum.

Það að þessi ISP sama hver hann er hafi lokað á þennan hýsingaraðila frá sýnum netum þýðir bara að þessi hýsingaraðili er ekki nógu duglegur að rífa niður phising síður sem hann er að hýsa þar sem slíkar beiðnir eru nú yfirleitt afgreiddar samdægurs eða mjög fljótlega hjá þeim hýsingaraðilum sem ég þekki.

Ef starfsemi mín væri komin lengra á veg þá myndi ég einfaldlega kæra símafyrirtækið mitt fyrir að valda mér miklum skaða, það er ekkert grín að loka á vefsíður.

Í alvörunni ? Þeir eru einfaldlega að verja sína viðskiptavini gagnvart phising síðum (annars væru þeir ekkert að loka á þetta).

Mér finnst að svona lokanir (phishing dót) ætti frekar að vera gert á vafraleveli (eins og t.d. Google Chrome gerir).

Alls ekki nógu öruggt og ekkert það erfitt að abusea það kerfi, ekki svo langt síðan /b/ náði að setja inn nokkrar "legit" síður inní þetta og "loka" á aðgang til þeirra.

Ég skil samt ekki af hverju ISP vilja vera að skipa sér af þessu.

Verja kúnnana sína ?.. mjög mikið af ignorant liði sem notar internetið.

http://www.siteadvisor.com/sites/webs.com/msgpage Þessi webs.com þjónusta er nú að fá misjafna dóma, greinilega eitthvað um að þeir séu að hýsa phising síður. Ég myndi nú bara fara í einhverja almennilega hýsingu eða leigja VPS. Ef það skiptir ekki máli að hann sé hýstur erlendis þá er hellingur af ódýrum VPSum í boði.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf upg8 » Mán 04. Mar 2013 22:29

Ég ætla að færa þetta yfir til 1984 eða annarar innlendar hýsingar, þetta var ekki hugsað til langtíma en ég er ekki sáttur með svona alvarlega ritskoðun án dóms og laga. Algjört lágmark að hafa DNS redirect eins og dori nefndi.

Ég byrjaði bara þarna því þetta er ein stærsta hýsingarlausnin fyrir "ókeypis" vefsíðupláss, svo borgar maður fyrir að losna við auglýsingar og meiri bandvídd og þessháttar. Þetta var bara einfaldast og um helmingi ódýrara en flest það sem ég fann á íslandi.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf GuðjónR » Mán 04. Mar 2013 22:31

upg8 skrifaði:Ég ætla að færa þetta yfir til 1984 eða annarar innlendar hýsingar, þetta var ekki hugsað til langtíma en ég er ekki sáttur með svona alvarlega ritskoðun án dóms og laga. Algjört lágmark að hafa DNS redirect eins og dori nefndi.

Ég byrjaði bara þarna því þetta er ein stærsta hýsingarlausnin fyrir "ókeypis" vefsíðupláss, svo borgar maður fyrir að losna við auglýsingar og meiri bandvídd og þessháttar. Þetta var bara einfaldast og um helmingi ódýrara en flest það sem ég fann á íslandi.


Málið er með "ókeypis" hluti að þú getur ekki gert neinar kröfur.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Mán 04. Mar 2013 22:35

Það að hann geti ekki gert neinar kröfur til hýsingaraðilans úti þýðir ekki að hann eigi ekki að geta gert þá kröfu að hans ISP sinni sínu hlutverki. Hann er að borga þessum ISP fyrir að routa pökkum fyrir sig, ekki fyrir að henda þeim í ruslið.



Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf upg8 » Mán 04. Mar 2013 22:40

Það er ágætt að hafa síðuna "ókeypis" yfirfyllta af auglýsingum meðan maður er að vinna í henni, svo borgar maður fyrir að losna við auglýsingarnar þegar maður er tilbúinn


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf GuðjónR » Mán 04. Mar 2013 22:43

dori skrifaði:Það að hann geti ekki gert neinar kröfur til hýsingaraðilans úti þýðir ekki að hann eigi ekki að geta gert þá kröfu að hans ISP sinni sínu hlutverki. Hann er að borga þessum ISP fyrir að routa pökkum fyrir sig, ekki fyrir að henda þeim í ruslið.

Heldurðu að íslenskir ISP'ar loki á erlendar IP tölur bara að ganni sínu?




dexma
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Lau 03. Jan 2009 04:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dexma » Mán 04. Mar 2013 23:29

er þetta ástæðan og netþjónustan ?
http://www.vodafone.is/blog/2013/02/var ... lvupostur/



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Mán 04. Mar 2013 23:45

GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:Það að hann geti ekki gert neinar kröfur til hýsingaraðilans úti þýðir ekki að hann eigi ekki að geta gert þá kröfu að hans ISP sinni sínu hlutverki. Hann er að borga þessum ISP fyrir að routa pökkum fyrir sig, ekki fyrir að henda þeim í ruslið.

Heldurðu að íslenskir ISP'ar loki á erlendar IP tölur bara að ganni sínu?

Miðað við það sem ég hef séð þá já.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6787
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 939
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf Viktor » Mið 06. Mar 2013 17:08

Ég er hjá Vodafone og þetta virðist vera komið inn hjá mér. Var ekki í gangi þegar ég kíkti á þennan þráð í gær.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf upg8 » Fim 07. Mar 2013 10:11

Takk fyrir að láta mig vita Sallarólegur

Það var bara lokað á c.a 40 milljón vefsíður hjá 40 starfsmanna fyrirtæki sem er í eigu Hollensk stórfyrirtækis, það gerir það varla neinn af gamni sínu nema um stórfelld hryðjuverk hafi verið að ræða.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1123
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf rapport » Fim 07. Mar 2013 10:41

Ég mundi taka þetta upp við Póst- og Fjarskiptastofnun.

Þó Vodafone hafi allan rétt til að bregðast við tölvuárásum þá eiga þeir ekki að geta og gera það með því að brjóta á rétti neytenda.

Þeir verða að aðskilja sín innri öryggismál frá "völdunum" sem þeir hafa yfir internettraffík á Íslandi.

Það eru til ótal aðrar leiðir en þessi til takast á við þetta vandamál og þvílíkar öfgar af ISP að loka hreinlega á helling af löglegum síðum og skella skuldinni á hýsingaraðilann.

Ég sé fyrir mér skaðabótamál ef einhver varð af tekjum vegna þessa eða fannst orðspori sínu ógnað.

Að loka á alla og segja að það sé vegna netsvindls er að gefa í skyn að viðkomandi hafi verið að sýsla eitthvað misjafn, s.s. allir sem lokað var á.

Ef síðunni minni væri lokað af Vodafone og ástæðan væri að það væri eitthvað netsvindl í gangi, þá tæki ég því eins og að þeir væru að segja að ég væri að svindlast eitthvað.

Allir aðrir sem reyna að komast inn á síðuna mína gætu hugsað það sama og þá er orðspor mitt sem getur orðið fyrri skaða.

Háalvarlegt mál...



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf Gúrú » Fim 07. Mar 2013 11:39

Ykkur var öllum aalveg sama þegar að þeir 0-routuðu ca. 25 saklausar vefsíður sem voru hýstar á sama stað og ringulreid.


Modus ponens

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Fim 07. Mar 2013 11:54

Nei, reyndar ekki. Þó svo að ég hafi aldrei notað það krabbamein þá fannst mér aðferðin sem þeir notuðu svo röng. Ég hafði samband við þann hýsingaraðila og benti honum á að það væri búið að slökkva á aðgengi að vefsíðum hýstum hjá honum. Spurði hann m.a. hvort það hefði verið reynt að hafa samband við hann áður og eitthvað fleira. Sendi honum líka link á Lögmannafélag Íslands ef hann vildi ráðfæra sig við einhvern slíkann um hvort það hefði verið brotið á honum.

Afsakið, það var í tilfelli slembingur.org sem ég hafði samband við hýsingaraðilann. Sá það þegar ég fór að leita að þessum póstsamskiptum. Bara ef einhver var að velta því fyrir sér þá hafði hann ekki fengið neina kvörtun eða beiðni frá íslenskum yfirvöldum eða hagsmunasamtökum um að loka á slembingur.org.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf Gúrú » Fim 07. Mar 2013 12:03

Var já sjálfur að tala um slembing afsaka. Vorum það þá við tveir sem kvörtuðum til PFS?


Modus ponens

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Fim 07. Mar 2013 12:31

Ég held ég hafi ekki kvartað til PFS, var byrjaður að skrifa upp kvörtunina en veit ekki af hverju ég kláraði hana ekki (það er samt möguleiki á að ég hafi sent hana, er þetta ekki bara form á vefsíðu?). Held að mér hafi fundist ég ekki alveg vera hlutaðeigandi af því að þetta var bara Vodafone (ef ég man rétt, a.m.k. ekki mitt símafyrirtæki). Ætli ég sé samt ekki bara að afsaka mig því að ég var latur. En ég lagði í þá litlu vinnu sem þurfti til að finna út hvaða aðferðir voru notaðar til að blokka, hvar síðan var hýst og hafði samband við hýsingaraðilann og sendi honum þær upplýsingar sem hann þyrfti á að halda til að fara eitthvað áfram með þetta mál (það voru m.a. vefverslanir hýstar á þessum vefþjóni) ef hann eða hans kúnnar vildu.

En það voru þrír sem höfðu samband við PFS (sbr. úrskurð PFS í málinu). Fyndið að Vodafone með sína sérfræðikunnáttu hafi ekki getað haft uppá hýsingaraðila þegar ég gerði það á nokkrum mínútum... Ég ætti að tala við þá um að veita þeim ráðgjöf í svona málum. Rándýrt auðvitað.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf Gúrú » Fim 07. Mar 2013 12:39

Það voru að mig minnir ég, gardar og eigandi slembingur.org sem kvörtuðum.


Modus ponens

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf gardar » Fim 07. Mar 2013 13:34

Það er grátlegt hvað íslendingum var slétt á sama um þessa ritskoðun á sínum tíma, og morgum alveg sama enn þann dag í dag.
Þarna var verið að setja fordæmi fyrir því sem koma skal.

Nú er reyndar pírata flokkurinn farinn að berjast í þessum málum sem er gott að vissu leiti, ég hefði þó heldur viljað sjá ópólitísk félagasamtok berjast fyrir netfrelsi og gegn ritskoðun



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuferlar við lokanir netveitu á vefhýsingum

Pósturaf dori » Fim 07. Mar 2013 13:55

FSFÍ (félag um stafrænt frelsi á Íslandi) eru ópólitísk félagasamtök sem berjast m.a. fyrir frelsi á internetinu. Það er bara frekar fámennur klúbbur og of fáir virkir baráttumenn og of mikið af lurkerum (eins og mér). FSFÍ stendur m.a. að Reykjavík Digital Freedoms Conference.

Endilega skrá sig á póstlistann og taktu þátt... http://fsfi.is